Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 29. desember 2019 07:00 Hundruð sjálfboðaliða koma til Íslands á ári hverju og sinna störfum sem um gilda kjarasamningar. Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. Á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til að starfa á Íslandi. Um þriðjungur þeirra starfar í störfum tengdum ferðaþjónustunni, en einhver hluti vinnur í þéttbýlinu og eru sjálfboðaliðar á börum og veitingahúsum. Þetta eru meðal niðurstaðna Guðbjargar Rafnsdóttur og Jónínu Einarsdóttur sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. „Næstum 100% er verið að óska eftir sjálfboðaliðum í störf sem um gilda kjarasamningar,“ segir Guðbjörg. Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Ýmsar framkvæmdir eru einnig ofarlega á lista, jafnvel á einkaheimilum, að gera upp húsið eða laga eldhúsið. Stöð 2 Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Í mörgum tilvikum er óskað eftir fleiri en einum sjálfboðaliða á hvern stað og er vitað um veitinga- og gistihús sem auglýsti eftir fjörutíu sjálfboðaliðum. Aðilar vinnumarkaðarins og aðrir atvinnurekendur hafa bent á að þetta sé vandamál. „Svo hafa fyrirtæki önnur verið að benda á að þetta skekki samkeppnisstöðu þeirra mjög, að sumir greiði laun og aðrir ekki.“ Guðbjörg segir flesta sjálfboðaliðana ungt fólk í leit að ævintýrum en einhverjir eru að flýja atvinnuleysi og erfiðleika í heimalandinu. Fæstir vita að þeir geti og ættu í raun að fá borgað fyrir störf sín. Einhverjir upplifa slæman aðbúnað en það er ekkert eftirlit og réttindi þeirra eru engin. „Þetta fólk hefur engar sjúkratryggingar ef þau verða fyrir slysum eða slíku því þau hafa enga vinnusamaninga,“ segir Guðbjörg. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Dónatal í desember Erlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira
Hundruð sjálfboðaliða koma til Íslands á ári hverju og sinna störfum sem um gilda kjarasamningar. Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. Á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til að starfa á Íslandi. Um þriðjungur þeirra starfar í störfum tengdum ferðaþjónustunni, en einhver hluti vinnur í þéttbýlinu og eru sjálfboðaliðar á börum og veitingahúsum. Þetta eru meðal niðurstaðna Guðbjargar Rafnsdóttur og Jónínu Einarsdóttur sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. „Næstum 100% er verið að óska eftir sjálfboðaliðum í störf sem um gilda kjarasamningar,“ segir Guðbjörg. Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Ýmsar framkvæmdir eru einnig ofarlega á lista, jafnvel á einkaheimilum, að gera upp húsið eða laga eldhúsið. Stöð 2 Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Í mörgum tilvikum er óskað eftir fleiri en einum sjálfboðaliða á hvern stað og er vitað um veitinga- og gistihús sem auglýsti eftir fjörutíu sjálfboðaliðum. Aðilar vinnumarkaðarins og aðrir atvinnurekendur hafa bent á að þetta sé vandamál. „Svo hafa fyrirtæki önnur verið að benda á að þetta skekki samkeppnisstöðu þeirra mjög, að sumir greiði laun og aðrir ekki.“ Guðbjörg segir flesta sjálfboðaliðana ungt fólk í leit að ævintýrum en einhverjir eru að flýja atvinnuleysi og erfiðleika í heimalandinu. Fæstir vita að þeir geti og ættu í raun að fá borgað fyrir störf sín. Einhverjir upplifa slæman aðbúnað en það er ekkert eftirlit og réttindi þeirra eru engin. „Þetta fólk hefur engar sjúkratryggingar ef þau verða fyrir slysum eða slíku því þau hafa enga vinnusamaninga,“ segir Guðbjörg.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Dónatal í desember Erlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira