Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 07:26 Björgunarsveitarkona stendur vaktina í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Heildarfjöldi aðstoðarbeiðna til björgunarsveita í óveðrinu, sem gengið hefur yfir landið í gær og í nótt, er að nálgast sex hundruð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. Aðgerðastjórnir á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að draga saman seglin eftir miðnætti. Í Húnavatnssýslu var hluta af mannskapnum komið í hvíld um klukkan tvö í nótt. Verkefni hafa þó haldið áfram að berast og nú um sexleytið voru björgunarsveitarmenn að eiga við fjárhús, þar sem stór hluti af þakinu var fokinn. Veðrið í Húnavatnssýslu var enn afar slæmt um miðnætti en hafði skánað svo um munar nú í morgun, að sögn Davíðs.Sjá einnig: Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúnduÞá bárust björgunarsveitum reglulega verkefni í Skagafirði í nótt. Þar hafa menn verið að huga að bátum, flytja starfsfólk ýmissa stofna milli staða vegna innviðatjóns og eins þurft að sinna foktjóni, aðallega þakklæðningum sem hafa fokið. Sérfræðingar ferjaðir milli staða Á fimmta tímanum var enn frekari mannskapur kallaður út á Norðurlandi eystra vegna tíðra verkefna. Þar hafa verkefnin að mestu verið samfélags- eða innviðatengd, að sögn Davíðs. Verið sé að eiga við ýmiss konar bilanir sökum veðurofsans og enn sé rafmagnslaust víða á Norðurlandi. Björgunarmenn hafa því mikið verið að koma sérfræðingum á milli staða til að huga að bilunum. Þá komu einnig upp verkefni í Vestmannaeyjum í alla nótt. Flytja þurfti mannskap milli staða og enn voru að berast tilkynningar um fok í morgun. Einnig þurfti ítrekað að huga að bátum í höfninni og ein tilkynning barst um bát sem þar var að sökkva. Davíð hafði ekki upplýsingar um endanlegar málalyktir þar. Enn var rólegt á Austurlandi nú á sjöunda tímanum í morgun en gert er ráð fyrir að veðurofsinn færist þangað í dag. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutanum upp úr hádegi. Inntur eftir heildarfjölda útkalla á landinu í aftakaveðrinu segir Davíð að erfitt sé að henda reiður á því og taka verði slíkum tölum með ákveðnum fyrirvara. Á sjöunda tímanum voru aðstoðarbeiðnir til björgunarsveita í gær og í nótt þó að nálgast sex hundruð. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Heildarfjöldi aðstoðarbeiðna til björgunarsveita í óveðrinu, sem gengið hefur yfir landið í gær og í nótt, er að nálgast sex hundruð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. Aðgerðastjórnir á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að draga saman seglin eftir miðnætti. Í Húnavatnssýslu var hluta af mannskapnum komið í hvíld um klukkan tvö í nótt. Verkefni hafa þó haldið áfram að berast og nú um sexleytið voru björgunarsveitarmenn að eiga við fjárhús, þar sem stór hluti af þakinu var fokinn. Veðrið í Húnavatnssýslu var enn afar slæmt um miðnætti en hafði skánað svo um munar nú í morgun, að sögn Davíðs.Sjá einnig: Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúnduÞá bárust björgunarsveitum reglulega verkefni í Skagafirði í nótt. Þar hafa menn verið að huga að bátum, flytja starfsfólk ýmissa stofna milli staða vegna innviðatjóns og eins þurft að sinna foktjóni, aðallega þakklæðningum sem hafa fokið. Sérfræðingar ferjaðir milli staða Á fimmta tímanum var enn frekari mannskapur kallaður út á Norðurlandi eystra vegna tíðra verkefna. Þar hafa verkefnin að mestu verið samfélags- eða innviðatengd, að sögn Davíðs. Verið sé að eiga við ýmiss konar bilanir sökum veðurofsans og enn sé rafmagnslaust víða á Norðurlandi. Björgunarmenn hafa því mikið verið að koma sérfræðingum á milli staða til að huga að bilunum. Þá komu einnig upp verkefni í Vestmannaeyjum í alla nótt. Flytja þurfti mannskap milli staða og enn voru að berast tilkynningar um fok í morgun. Einnig þurfti ítrekað að huga að bátum í höfninni og ein tilkynning barst um bát sem þar var að sökkva. Davíð hafði ekki upplýsingar um endanlegar málalyktir þar. Enn var rólegt á Austurlandi nú á sjöunda tímanum í morgun en gert er ráð fyrir að veðurofsinn færist þangað í dag. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutanum upp úr hádegi. Inntur eftir heildarfjölda útkalla á landinu í aftakaveðrinu segir Davíð að erfitt sé að henda reiður á því og taka verði slíkum tölum með ákveðnum fyrirvara. Á sjöunda tímanum voru aðstoðarbeiðnir til björgunarsveita í gær og í nótt þó að nálgast sex hundruð.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00