Enn þá „öskrandi bylur“ og kólnar í húsum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 10:51 Tekist hefur að halda aðalgötum greiðfærum á Akureyri en íbúðargötur eru kolófærar Vísir/tryggvi Páll Stanslaus útköll hafa verið á Norðurlandi eystra það sem af er morgni en veður er enn afar slæmt á svæðinu. Miklar rafmagnstruflanir hafa fylgt veðrinu og á Siglufirði og Ólafsfirði eru hús tekin að kólna. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn, sem er í aðgerðastjórn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að hátt í hundrað verkefni hafi komið inn á borð viðbragðsaðila á svæðinu frá því í gær. Rauð viðvörun tók þar gildi síðdegis. Þá hafi verið sérstaklega miklar rafmagnstruflanir í gærkvöldi og í nótt, einkum á Siglufirði og Ólafsfirði. Rafmagnstruflanirnar hafi haft það í för með sér að heitavatnsdælur liggja niðri og því sé að verða kalt í mörgum húsum í bæjunum. Á Ólafsfirði hafi jafnframt mikið brak fokið um bæinn og þá gekk töluvert af grjóti einnig á land úr sjó. Þá hafa rafmagnslínur slitnað víða í umdæminu og liggja margar yfir og við þjóðveginn, til að mynda við Dalvík og í Ljósavatnsskarði. Sömu söguna sé að segja við Kópasker en þar sé þó keyrt með varaafli, sem og á Raufarhöfn og Þórshöfn. Kristján segir ekki hægt að segja til um það hvenær rafmagni verði aftur komið á. „Við erum ekki að búast við að það gerist alveg strax.“ Kristján vissi ekki til þess að slys hafi orðið á fólki vegna veðurs en töluvert eignatjón hafi þó orðið, til dæmis gríðarlegt tjón á rafmagnskerfinu og á húsum á Ólafsfirði. Þá hafi útköll verið stanslaus í morgun og veður enn við það sama. „Það er öskrandi bylur á Akureyri og á öllu svæðinu. Það hefur hvesst ef eitthvað er á Melrakkasléttu en okkur er sagt að eigi að draga úr vindi þegar líður á daginn.“ Akureyri Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Stanslaus útköll hafa verið á Norðurlandi eystra það sem af er morgni en veður er enn afar slæmt á svæðinu. Miklar rafmagnstruflanir hafa fylgt veðrinu og á Siglufirði og Ólafsfirði eru hús tekin að kólna. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn, sem er í aðgerðastjórn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að hátt í hundrað verkefni hafi komið inn á borð viðbragðsaðila á svæðinu frá því í gær. Rauð viðvörun tók þar gildi síðdegis. Þá hafi verið sérstaklega miklar rafmagnstruflanir í gærkvöldi og í nótt, einkum á Siglufirði og Ólafsfirði. Rafmagnstruflanirnar hafi haft það í för með sér að heitavatnsdælur liggja niðri og því sé að verða kalt í mörgum húsum í bæjunum. Á Ólafsfirði hafi jafnframt mikið brak fokið um bæinn og þá gekk töluvert af grjóti einnig á land úr sjó. Þá hafa rafmagnslínur slitnað víða í umdæminu og liggja margar yfir og við þjóðveginn, til að mynda við Dalvík og í Ljósavatnsskarði. Sömu söguna sé að segja við Kópasker en þar sé þó keyrt með varaafli, sem og á Raufarhöfn og Þórshöfn. Kristján segir ekki hægt að segja til um það hvenær rafmagni verði aftur komið á. „Við erum ekki að búast við að það gerist alveg strax.“ Kristján vissi ekki til þess að slys hafi orðið á fólki vegna veðurs en töluvert eignatjón hafi þó orðið, til dæmis gríðarlegt tjón á rafmagnskerfinu og á húsum á Ólafsfirði. Þá hafi útköll verið stanslaus í morgun og veður enn við það sama. „Það er öskrandi bylur á Akureyri og á öllu svæðinu. Það hefur hvesst ef eitthvað er á Melrakkasléttu en okkur er sagt að eigi að draga úr vindi þegar líður á daginn.“
Akureyri Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26
Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00