Þróunarsamvinna: Sjö íslenskum félagasamtökum falið að ráðstafa rúmum 200 milljónum Heimsljós kynnir 11. desember 2019 14:45 Ungmenni í fátækrahverfum Kampala eru meðal þeirra sem njóta styrkja gegnum íslensk félagasamtök. gunnisal Utanríkisráðuneytið hefur gefið vilyrði fyrir styrkjum til sjö íslenskra félagasamtaka um ráðstöfun rúmlega 210 milljóna króna til verkefna á sviði þróunarsamvinnu. Flest verkefnanna eru langtímaverkefni sem fá árlegar greiðslur frá ráðuneytinu. Hæstu styrkjunum verður varið til verkefna í þremur Afríkuríkjum, Síerra Leóne, Úganda og Tógó. Frjáls félagasamtök gegna veigamiklu hlutverki í íslenskri þróunarsamvinnu og samstarf ráðuneytisins við þau hefur farið vaxandi á síðustu árum. Hæstu styrkirnir fara að þessu sinni til langtímaverkefna Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og SOS Barnaþorpa en auk þeirra fær Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Styrktarfélagið Broskallar, Vinir Indlands og ABC barnahjálp styrki til skammtímaverkefna í Kenya, á Indlandi og í Búrkína Fasó. Þriggja ára verkefni á vegum Rauða kross Íslands í Síerra Leóne miðar að því að bæta heilbrigði og vellíðan berskjaldaðra samfélaga í samræmi við þriðja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun um að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. Verkefnið kallast „Bridge“ og hefst á næsta ári. Það byggir á verkefni sem hefur verið í gangi á þessu ári og fær rúmlega 30 milljóna króna styrk frá ráðuneytinu fyrrnefnd þrjú ár. Hjálparstarf kirkjunnar hefur á síðustu árum stutt við bakið á ungu fólki í fátækrahverfum í Kampala, höfuðborg Úganda, með því að gefa þeim kost á starfsnámi í mismunandi starfsgreinum, efla hæfileika þeirra og getu til starfa á vinnumarkaði, auk ýmiss konar fræðslustarfs. Verkefnaáætlunin nær til fjögurra ára og styrkur ráðuneytisins nemur tæpum 13 milljónum króna á ári. Verkefni SOS Barnaþorpanna nær einnig til þriggja ára og verður unnið í Tógó. Markmið þess er að berjast gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun á börnum, einkum stúlkum. SOS Barnaþorpin fá árlega rúmar 12 milljónir til verkefnisins. Tvö af skammtímaverkefnunum verða unnin í Kenya. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um endurbætur á framhaldsskólum með það fyrir augum að hvetja ungt fólk til mennta, einkum stúkur. Hinu verkefninu, sem kallast „Menntun í ferðatösku“ og er á vegum styrktarfélagsins Broskalla, er ætlað að styrkja sárafátæk börn á völdum svæðum í Kenya á menntabrautinni, einkum í stærðfræði. Vinir Indlands fá styrk til að aðstoða jaðarhópa til sjálfbjargar með veitingu hagstæðra örlána og ABC barnahjálp fær stuðning við hvatningarverkefni um frumkvæði og skapandi hugsun í Búrkína Fasó. Umsóknarfrestir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega. Sjá nánar á vef stjórnarráðsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur gefið vilyrði fyrir styrkjum til sjö íslenskra félagasamtaka um ráðstöfun rúmlega 210 milljóna króna til verkefna á sviði þróunarsamvinnu. Flest verkefnanna eru langtímaverkefni sem fá árlegar greiðslur frá ráðuneytinu. Hæstu styrkjunum verður varið til verkefna í þremur Afríkuríkjum, Síerra Leóne, Úganda og Tógó. Frjáls félagasamtök gegna veigamiklu hlutverki í íslenskri þróunarsamvinnu og samstarf ráðuneytisins við þau hefur farið vaxandi á síðustu árum. Hæstu styrkirnir fara að þessu sinni til langtímaverkefna Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og SOS Barnaþorpa en auk þeirra fær Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Styrktarfélagið Broskallar, Vinir Indlands og ABC barnahjálp styrki til skammtímaverkefna í Kenya, á Indlandi og í Búrkína Fasó. Þriggja ára verkefni á vegum Rauða kross Íslands í Síerra Leóne miðar að því að bæta heilbrigði og vellíðan berskjaldaðra samfélaga í samræmi við þriðja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun um að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. Verkefnið kallast „Bridge“ og hefst á næsta ári. Það byggir á verkefni sem hefur verið í gangi á þessu ári og fær rúmlega 30 milljóna króna styrk frá ráðuneytinu fyrrnefnd þrjú ár. Hjálparstarf kirkjunnar hefur á síðustu árum stutt við bakið á ungu fólki í fátækrahverfum í Kampala, höfuðborg Úganda, með því að gefa þeim kost á starfsnámi í mismunandi starfsgreinum, efla hæfileika þeirra og getu til starfa á vinnumarkaði, auk ýmiss konar fræðslustarfs. Verkefnaáætlunin nær til fjögurra ára og styrkur ráðuneytisins nemur tæpum 13 milljónum króna á ári. Verkefni SOS Barnaþorpanna nær einnig til þriggja ára og verður unnið í Tógó. Markmið þess er að berjast gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun á börnum, einkum stúlkum. SOS Barnaþorpin fá árlega rúmar 12 milljónir til verkefnisins. Tvö af skammtímaverkefnunum verða unnin í Kenya. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um endurbætur á framhaldsskólum með það fyrir augum að hvetja ungt fólk til mennta, einkum stúkur. Hinu verkefninu, sem kallast „Menntun í ferðatösku“ og er á vegum styrktarfélagsins Broskalla, er ætlað að styrkja sárafátæk börn á völdum svæðum í Kenya á menntabrautinni, einkum í stærðfræði. Vinir Indlands fá styrk til að aðstoða jaðarhópa til sjálfbjargar með veitingu hagstæðra örlána og ABC barnahjálp fær stuðning við hvatningarverkefni um frumkvæði og skapandi hugsun í Búrkína Fasó. Umsóknarfrestir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega. Sjá nánar á vef stjórnarráðsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent