Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2019 15:55 Jóhannes Stefánsson er staddur hér á landi um þessar mundir. Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár.Jóhannes er gestur í Kastljósi í kvöld og segist hafa fengið talsvert af aðvörunum eftir að hann hætti hjá Samherja. „Það hefur verið reynt að nálgast mig með slæmt í huga. Ég hef verið svo heppinn að vera með góða lífverði í kringum mig,“ segir Jóhannes. Hann hafi fyrst fengið sér lífvörð um þetta leyti. „Það var bara strax í lok júlí 2016. Þá var komið skrýtið fólk inn í líf mitt og farið að spyrjast út að fólk hefði áhuga á tölvunni minni og gögnunum.“ Hann hafi verið umkringdur góðu fólki sem hafi gripið inn í. „Það var byrjað að fá upplýsingar að það væri ekki allt með felldu. Svo fór maður að taka eftir ýmsu skrýtnu eins og það var farið að fylgjast með manni, skrýtnir vinir og mikill áhugi á tölvunni.“ Jóhannes telur að reynt hafi verið að eitra fyrir honum, ráða hann af dögum. „Það eru nokkur tilfelli sem lögreglan í Namibíu er að rannsaka því það er náttúrulega komin talsverð saga á bak við þetta og mikið af upplýsingum í kringum þetta. Lögreglan í Namibíu ætlar að rannsaka þessi tilfelli því henni finnst við vera með það mikið af upplýsingum, svo virðist vera, því ég var náttúrulega talsvert veikur og hef verið undir umsjá læknis síðan þá.“ Bæði hafi verið reynt að eitra fyrir honum með mat og drykk. „Við vitum nokkurn veginn hverjir og hvað og hverjir voru notaðir. Þetta voru fleiri en eitt skipti.“ Hann hafi þurft að hafa marga lífverði á tímabili. „Það var dálítið tæpt. Það voru sendir aðilar til að taka mig út. Það voru skipti sem ég hef þurft að hafa upp undir þrettán. Það eru reyndar tvö skipti sem það voru uppundir þrettán,“ segir Jóhannes í Kastljósi. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár.Jóhannes er gestur í Kastljósi í kvöld og segist hafa fengið talsvert af aðvörunum eftir að hann hætti hjá Samherja. „Það hefur verið reynt að nálgast mig með slæmt í huga. Ég hef verið svo heppinn að vera með góða lífverði í kringum mig,“ segir Jóhannes. Hann hafi fyrst fengið sér lífvörð um þetta leyti. „Það var bara strax í lok júlí 2016. Þá var komið skrýtið fólk inn í líf mitt og farið að spyrjast út að fólk hefði áhuga á tölvunni minni og gögnunum.“ Hann hafi verið umkringdur góðu fólki sem hafi gripið inn í. „Það var byrjað að fá upplýsingar að það væri ekki allt með felldu. Svo fór maður að taka eftir ýmsu skrýtnu eins og það var farið að fylgjast með manni, skrýtnir vinir og mikill áhugi á tölvunni.“ Jóhannes telur að reynt hafi verið að eitra fyrir honum, ráða hann af dögum. „Það eru nokkur tilfelli sem lögreglan í Namibíu er að rannsaka því það er náttúrulega komin talsverð saga á bak við þetta og mikið af upplýsingum í kringum þetta. Lögreglan í Namibíu ætlar að rannsaka þessi tilfelli því henni finnst við vera með það mikið af upplýsingum, svo virðist vera, því ég var náttúrulega talsvert veikur og hef verið undir umsjá læknis síðan þá.“ Bæði hafi verið reynt að eitra fyrir honum með mat og drykk. „Við vitum nokkurn veginn hverjir og hvað og hverjir voru notaðir. Þetta voru fleiri en eitt skipti.“ Hann hafi þurft að hafa marga lífverði á tímabili. „Það var dálítið tæpt. Það voru sendir aðilar til að taka mig út. Það voru skipti sem ég hef þurft að hafa upp undir þrettán. Það eru reyndar tvö skipti sem það voru uppundir þrettán,“ segir Jóhannes í Kastljósi.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira