Innlent

Ó­vissu­stigi al­manna­varna af­lýst en hættu­stig á­fram á Norður­landi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hættustig er enn í gildi fyrir Norðurland þar sem þessi mynd var tekin í vikunni.
Hættustig er enn í gildi fyrir Norðurland þar sem þessi mynd var tekin í vikunni. vísir/jói k.

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið, í samráði við lögreglustjóra landsins, að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna aftakaveðurs sem lýst var yfir þann 9. desember.

Hættustigi almannavarna fyrir Norðurland vestra, Strandir og Norðurland eystra er ekki aflýst að svo stöddu að því er segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem enn er verið að glíma við afleiðingar veðursins í þeim landshlutum.

„Aðgerðastjórnir á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra eru enn að störfum og samhæfa aðgerðir og sinna aðstoðarbeiðnum.

Allt kapp er lagt á að tryggja öryggi og heilsu íbúa og unnið er hörðum höndum við að koma fjarskiptum, samgöngum og rafmagni í samt lag.

Rafmagni hefur verið komið á með bráðabrigðaviðgerðum og víða er keyrt á varaafli. Viðgerðir geta staðið í nokkra daga. Afhendingaröryggi er víða ótryggt.

Vetrarfærð er á vegum. Ljóst er að mikið eignatjón hefur fylgt veðrinu, sem enn á eftir að meta,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×