Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2019 15:00 Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. vísir/mhh Landsréttur dæmt Vigfús Ólafsson í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp með því að hafa orðið konu og karli að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Er um að ræða þyngingu á refsingu úr fimm árum í fjórtán ár. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti síðdegis. Embætti ríkissaksóknara staðfestir niðurstöðuna í samtali við fréttastofu. Vigfús var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum úr héraði og var dómur kveðinn upp í dag. Héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi. Vigfús hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í nóvember 2018 og dregst gæsluvarðhaldið frá fangelsisvistinni. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp en eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru Vigfús og kona handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Við aðalmeðferð málsins í síðasta viðurkenndi Vigfús að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Þá bar saksóknari þá lýsingu konunnar undir Vigfús að hann hefði kveikt í gardínu í stofunni með kveikjara. Kvaðst hann ekki getað útilokað það og viðurkenndi sök sína að því er varðaði íkveikjuna. Fyrir héraðsdómi sagðist Vigfús vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með konunni eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Landsréttur dæmt Vigfús Ólafsson í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp með því að hafa orðið konu og karli að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Er um að ræða þyngingu á refsingu úr fimm árum í fjórtán ár. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti síðdegis. Embætti ríkissaksóknara staðfestir niðurstöðuna í samtali við fréttastofu. Vigfús var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum úr héraði og var dómur kveðinn upp í dag. Héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi. Vigfús hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í nóvember 2018 og dregst gæsluvarðhaldið frá fangelsisvistinni. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp en eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru Vigfús og kona handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Við aðalmeðferð málsins í síðasta viðurkenndi Vigfús að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Þá bar saksóknari þá lýsingu konunnar undir Vigfús að hann hefði kveikt í gardínu í stofunni með kveikjara. Kvaðst hann ekki getað útilokað það og viðurkenndi sök sína að því er varðaði íkveikjuna. Fyrir héraðsdómi sagðist Vigfús vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með konunni eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira