Star Wars olli usla í Fortnite Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 09:57 Tölvuleikja-J.J. Abrams á sviði. Gífurlegt álag var á vefþjónum hins vinsæla leiks Fornitne í gær þegar sérstakur Star Wars viðburður átti sér stað og sýnt var atriði úr myndinni Star Wars: The Rise of Skywalker. Forsvarsmenn leiksins sögðu í aðdraganda viðburðarins að eftirsóknin inn á vefþjónana væri „fordæmalaus“ og var honum frestað um skeið svo fleiri kæmust að.Spilarar komu saman í leiknum við stað sem kallast Risky Reels og fylgdust með stuttri orrustu á milli Millennium Falcon og nokkurra Tie Fighters. Þá lenti Fálkinn og heilmynd af Geoff Keighley, kynni Game Awards, stormsveitarmaðurinn FN0143, sem talsettur var af leikaranum Ben Schwartz, steig út úr geimskipinu og J.J. Abrams, sem leikstýrir Rise of Skywalker, sömuleiðis. Talsetning þeirra var í beinni útsendingu en eftir smá grín og stutta skoðanakönnun var atriðið sýnt. Sjá má herlegheitin hér að neðan. Eftir að atriðinu lauk greiddu spilarar atkvæði um uppáhalds geislasverðs-lit þeirra og voru sverðin sett inn í leikinn. Undir lok viðburðarins mátti þó heyra rödd Palpatine keisara þar sem hann segir að verki kynslóða sé nú að ljúka og komið sé að degi hefndar og degi Sith, sem er áhugavert. Star Wars Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Gífurlegt álag var á vefþjónum hins vinsæla leiks Fornitne í gær þegar sérstakur Star Wars viðburður átti sér stað og sýnt var atriði úr myndinni Star Wars: The Rise of Skywalker. Forsvarsmenn leiksins sögðu í aðdraganda viðburðarins að eftirsóknin inn á vefþjónana væri „fordæmalaus“ og var honum frestað um skeið svo fleiri kæmust að.Spilarar komu saman í leiknum við stað sem kallast Risky Reels og fylgdust með stuttri orrustu á milli Millennium Falcon og nokkurra Tie Fighters. Þá lenti Fálkinn og heilmynd af Geoff Keighley, kynni Game Awards, stormsveitarmaðurinn FN0143, sem talsettur var af leikaranum Ben Schwartz, steig út úr geimskipinu og J.J. Abrams, sem leikstýrir Rise of Skywalker, sömuleiðis. Talsetning þeirra var í beinni útsendingu en eftir smá grín og stutta skoðanakönnun var atriðið sýnt. Sjá má herlegheitin hér að neðan. Eftir að atriðinu lauk greiddu spilarar atkvæði um uppáhalds geislasverðs-lit þeirra og voru sverðin sett inn í leikinn. Undir lok viðburðarins mátti þó heyra rödd Palpatine keisara þar sem hann segir að verki kynslóða sé nú að ljúka og komið sé að degi hefndar og degi Sith, sem er áhugavert.
Star Wars Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira