Innlent

Býður Breiðhyltingum upp á bragðgóðan aðventugraut

Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Ungur maður með breiðholtshjarta hefur yljað Breiðhyltingum síðustu sunnudaga með heimatilbúnum aðventugraut. Í dag bauð hann íbúum Fellahverfis upp á ávaxtagraut með rjóma. 

„Ég er semsagt búin að vera með aðventugraut hérna í Breiðholti og er að bjóða fólki að koma og fá sér graut í hverfiu sínu og að sama skapi erum við að reyna að fá fólk til að vera vart um það að Breiðholt er mjög góður staður til að búa á,“ segir Jóhann Helgi Sveinsson.  Hann er Breiðhyltingur í húð og hár en hann ólst upp í Hólahverfinu.

Jóhann bauð upp á ávaxtagraut með rjóma í dag en síðustu sunnudaga hefur hann boðið upp á velling og hafragraut. Hann sér til þess að það sé hugguleg stemning á básnum en í dag var kveikt á þremur aðventukertum.

„Við höfum aldrei verið að auglýsa þetta neitt. Ég mæti bara og stilli upp mínu og þeir koma sem koma og það er bara gaman,“ segir Jóhann Helgi. 

Hvernig tekur fólkið í hverfinu í þetta? „Mjög vel, þetta hefur hlotið mun meiri athygli en ég bjóst við,“ segir Jóhann Helgi.

Næsta Sunnudag verður Jóhann með möndlugraut á torginu í Austurbergi í Breiðholti. „Það verður plötusnúður og mjög gaman og endilega allir að kíkja,“ segir Jóhann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×