Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2019 19:15 Mikill hiti er í bændum og búaliði í Biskupstungum sem mótmæla harðlega áformum stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Þá leggst sveitarstjórn Bláskógabyggðar alfarið gegn um stofnun þjóðgarðsins. Íbúar í Reykholti í Biskupstungum sem er í Bláskógabyggð koma mikið saman í Bjarnabúð til að ræða málin, fá sér kaffi og taka í nefið. Mál málanna þessa dagana eru áform umhverfis og auðlindaráðherra um að leggja fram frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Ísland. Anddyri þjóðgarðsins yrði í Bláskógabyggð við Kjalveg. Miðhálendið tekur yfir um 40% af flatarmáli Íslands. Tungnamönnum líst ekkert á hugmyndina, hvað þá sveitarstjórn Bláskógabyggðar sem segir alls ekki tímabært að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. „Þetta kemur fyrst og fremst illa við okkur varðandi það að við erum að missa skipulagsvaldið, skipulagsvaldið mun skerðast, það er alveg klárt og hvernig menn segja að útfærslan eigi að vera. Þetta er eitthvað, sem sveitarfélög verða að passa gríðarlega upp á því það er alltaf verið að tala um á tyllidögum að styrkja sveitarstjórnarstigið en með þessu er verið að veikja sveitarstjórnarstigið,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Er þetta eigingirni í ykkur? „Nei, alls ekki, alls ekki, ég held að við höfum passað vel upp á afréttin og hálendið hingað til og munum gera það áfram. Ég held að okkur sé best treystandi til að sjá um þessi mál.“ Málið er heitt í Biskupstungum enda hafa allir skoðun á því hvort þjóðgarður verður byggður upp á miðhálendinu eða ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðrún S. Magnúsdóttir er fjallkóngur Tungnamanna, bóndi og situr í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Hún vill alls ekki þjóðgarð á miðhálendið. „Það kemur nú berlega í ljós núna á þessum dögum að það væri nú nær að byggja upp sterka innviði þar sem er byggð á Íslandi fyrir norðan, austan og vestan þar sem allt er í molum núna. Svona ný ríkisstofnun, þetta er ekkert annað en ný ríkisstofnun hún kallar á gríðarlega fjármuni ef vel á að vera,“ segir Guðrún og bætir við: „Við höfum mikla tengingu við hálendið. Þetta mun bara stíga á okkur og menn skulu ekki halda það Magnús Hlynur að þegar þetta er orðið ríkisstofnun og menn fyrir sunnan, því ráðherra mun að endingu hafa mestu völd, hver sem það verður hverju sinni, þá erum við ekki að fara að vinna þarna í sjálfboðaliðavinnu meðan einhverjir herrar fyrri sunnan fá greidd laun fyrir það, menn verða þá að sjá um skúringarnar sjálfir líka.“ Bláskógabyggð Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Mikill hiti er í bændum og búaliði í Biskupstungum sem mótmæla harðlega áformum stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Þá leggst sveitarstjórn Bláskógabyggðar alfarið gegn um stofnun þjóðgarðsins. Íbúar í Reykholti í Biskupstungum sem er í Bláskógabyggð koma mikið saman í Bjarnabúð til að ræða málin, fá sér kaffi og taka í nefið. Mál málanna þessa dagana eru áform umhverfis og auðlindaráðherra um að leggja fram frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Ísland. Anddyri þjóðgarðsins yrði í Bláskógabyggð við Kjalveg. Miðhálendið tekur yfir um 40% af flatarmáli Íslands. Tungnamönnum líst ekkert á hugmyndina, hvað þá sveitarstjórn Bláskógabyggðar sem segir alls ekki tímabært að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. „Þetta kemur fyrst og fremst illa við okkur varðandi það að við erum að missa skipulagsvaldið, skipulagsvaldið mun skerðast, það er alveg klárt og hvernig menn segja að útfærslan eigi að vera. Þetta er eitthvað, sem sveitarfélög verða að passa gríðarlega upp á því það er alltaf verið að tala um á tyllidögum að styrkja sveitarstjórnarstigið en með þessu er verið að veikja sveitarstjórnarstigið,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Er þetta eigingirni í ykkur? „Nei, alls ekki, alls ekki, ég held að við höfum passað vel upp á afréttin og hálendið hingað til og munum gera það áfram. Ég held að okkur sé best treystandi til að sjá um þessi mál.“ Málið er heitt í Biskupstungum enda hafa allir skoðun á því hvort þjóðgarður verður byggður upp á miðhálendinu eða ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðrún S. Magnúsdóttir er fjallkóngur Tungnamanna, bóndi og situr í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Hún vill alls ekki þjóðgarð á miðhálendið. „Það kemur nú berlega í ljós núna á þessum dögum að það væri nú nær að byggja upp sterka innviði þar sem er byggð á Íslandi fyrir norðan, austan og vestan þar sem allt er í molum núna. Svona ný ríkisstofnun, þetta er ekkert annað en ný ríkisstofnun hún kallar á gríðarlega fjármuni ef vel á að vera,“ segir Guðrún og bætir við: „Við höfum mikla tengingu við hálendið. Þetta mun bara stíga á okkur og menn skulu ekki halda það Magnús Hlynur að þegar þetta er orðið ríkisstofnun og menn fyrir sunnan, því ráðherra mun að endingu hafa mestu völd, hver sem það verður hverju sinni, þá erum við ekki að fara að vinna þarna í sjálfboðaliðavinnu meðan einhverjir herrar fyrri sunnan fá greidd laun fyrir það, menn verða þá að sjá um skúringarnar sjálfir líka.“
Bláskógabyggð Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira