Minna um flokkshollustu hjá ungu fólki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. desember 2019 14:37 Ákveðin kynslóðabreyting hefur orðið á kosningaþátttöku ungs fólks á Íslandi. Þetta er niðurstaða rannsakenda við Háskóla Íslands. Breytingin birtist aðallega í því að flokkshollusta hefur minna vægi hjá ungu fólki dagsins í dag og þá tekur það síður þátt í alþingiskosningum samanborið við eldri kynslóðir kjósenda sem voru á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan. Í dag birtist ritrýndri grein Evu Heiðu Önnudóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Eiríks Búa Halldórssonar meistaranema við London School of Economics. Greinin ber titilinn Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi, kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta en hún byggir á lokaritgerð Eiríks Búa og tekur mið af gögnum frá íslensku kosningarannsókninni frá 1983. Dræm þátttaka ungs fólks í alþingiskosningum er gömul saga og ný en unga kynslóð dagsins í dag hefur þó ákveðna sérstöðu innan þess mengis. „Munurinn á áhrifum aldurs og áhrifa kynslóða á kosningaþátttöku er sá að í gegnum tíðina hefur það alltaf verið þannig að ungt fólk hefur síður mætt á kjörstað en það hefur síðan komið inn eftir 25 ára aldurinn, þegar það tekur að fullu þátt í lífinu. En kynslóðabreytingin felst í því að unga fólkið kýs ekki eins mikið og eldra fólkið en það er heldur ekki endilega að koma inn sem kjósendur í kringum 25 ára aldurinn. Við greinum að við séum komin með kynslóð sem tekur síður þátt en kynslóð sem var á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Eva. Skýringin liggur þó ekki í áhugaleysi ungs fólks á stjórnmálum. Áhuginn sé svipaður nú og hjá eldri kjósendum en hann birtist með öðruvísi hætti, til dæmis með annars konar borgaralegri þátttöku en hefðbundnum kosningum. Dæmi þessu til stuðnings eru loftslagsverkverkföll og aðgerðir í þágu kynjajafnréttis. Eva segir að þau Eiríkur hafi numið veikingu á tengingu ungs fólks í dag við stjórnmálaflokka. Ungt fólk samsami sig síður með hefðbundum stjórnmálaflokkum og þá er það ólíklegra til að sýna tryggð við ákveðinn stjórnmálaflokk. „Þegar maður talar um flokkshollustu og aldur þá getur maður ekki gert ráð fyrir að ungt fólk sé jafn flokkshollt og þeir sem eru eldri en breytingin sem við sjáum, ef við berum ungt fólk í dag saman við ungt fólk áður, að þá sjáum við að það hefur orðið minni tenging við stjórnmálaflokka.“ Eva og Eiríkur segja að ein skýringin á dræmri kosningaþátttöku ungs fólks sé sú að það kemur seinna inn í lífsbaráttuna. „Það býr lengur í foreldrahúsum, það er lengur í námi og fer seinna út á atvinnumarkað og eignast seinna börn. Það getur mögulega verið ein skýring, að það sé að koma seinna inn í lífsbaráttuna og þar af leiðandi er það að koma seinna inn sem þátttakendur í kosningum.“ Þetta geti þó haft í för með sér alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. „Hættan er sú að af því að þegar talað er um kosningaþátttöku ungs fólks er að ef þú kýst ekki í fyrstu þremur kosningunum sem þú hefur rétt á að kjósa – og þetta eru rannsóknir erlendis frá – þá minnka líkurnar verulega á því að þú hefjir þátttökuna eftir það,“ segir Eva. Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Ákveðin kynslóðabreyting hefur orðið á kosningaþátttöku ungs fólks á Íslandi. Þetta er niðurstaða rannsakenda við Háskóla Íslands. Breytingin birtist aðallega í því að flokkshollusta hefur minna vægi hjá ungu fólki dagsins í dag og þá tekur það síður þátt í alþingiskosningum samanborið við eldri kynslóðir kjósenda sem voru á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan. Í dag birtist ritrýndri grein Evu Heiðu Önnudóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Eiríks Búa Halldórssonar meistaranema við London School of Economics. Greinin ber titilinn Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi, kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta en hún byggir á lokaritgerð Eiríks Búa og tekur mið af gögnum frá íslensku kosningarannsókninni frá 1983. Dræm þátttaka ungs fólks í alþingiskosningum er gömul saga og ný en unga kynslóð dagsins í dag hefur þó ákveðna sérstöðu innan þess mengis. „Munurinn á áhrifum aldurs og áhrifa kynslóða á kosningaþátttöku er sá að í gegnum tíðina hefur það alltaf verið þannig að ungt fólk hefur síður mætt á kjörstað en það hefur síðan komið inn eftir 25 ára aldurinn, þegar það tekur að fullu þátt í lífinu. En kynslóðabreytingin felst í því að unga fólkið kýs ekki eins mikið og eldra fólkið en það er heldur ekki endilega að koma inn sem kjósendur í kringum 25 ára aldurinn. Við greinum að við séum komin með kynslóð sem tekur síður þátt en kynslóð sem var á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Eva. Skýringin liggur þó ekki í áhugaleysi ungs fólks á stjórnmálum. Áhuginn sé svipaður nú og hjá eldri kjósendum en hann birtist með öðruvísi hætti, til dæmis með annars konar borgaralegri þátttöku en hefðbundnum kosningum. Dæmi þessu til stuðnings eru loftslagsverkverkföll og aðgerðir í þágu kynjajafnréttis. Eva segir að þau Eiríkur hafi numið veikingu á tengingu ungs fólks í dag við stjórnmálaflokka. Ungt fólk samsami sig síður með hefðbundum stjórnmálaflokkum og þá er það ólíklegra til að sýna tryggð við ákveðinn stjórnmálaflokk. „Þegar maður talar um flokkshollustu og aldur þá getur maður ekki gert ráð fyrir að ungt fólk sé jafn flokkshollt og þeir sem eru eldri en breytingin sem við sjáum, ef við berum ungt fólk í dag saman við ungt fólk áður, að þá sjáum við að það hefur orðið minni tenging við stjórnmálaflokka.“ Eva og Eiríkur segja að ein skýringin á dræmri kosningaþátttöku ungs fólks sé sú að það kemur seinna inn í lífsbaráttuna. „Það býr lengur í foreldrahúsum, það er lengur í námi og fer seinna út á atvinnumarkað og eignast seinna börn. Það getur mögulega verið ein skýring, að það sé að koma seinna inn í lífsbaráttuna og þar af leiðandi er það að koma seinna inn sem þátttakendur í kosningum.“ Þetta geti þó haft í för með sér alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. „Hættan er sú að af því að þegar talað er um kosningaþátttöku ungs fólks er að ef þú kýst ekki í fyrstu þremur kosningunum sem þú hefur rétt á að kjósa – og þetta eru rannsóknir erlendis frá – þá minnka líkurnar verulega á því að þú hefjir þátttökuna eftir það,“ segir Eva.
Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira