Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagns Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 16:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. Málið var eitt af þeim síðustu á dagskrá Alþingis árið 2019 en þingið fer að óbreyttu í jólafrí að loknum þingfundi í dag. Umræður standa nú yfir um áhrif ofsaveðursins á Alþingi. „Það er ekki ofsögum sagt þegar við tölum um aftakaveður en fram hefur komið, meðal annars hjá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, að horfa þurfi allt aftur til ársins 1973 til að sjá sambærilegt veður, norðanveður með seltu þar sem þrýstingur yfir landinu er sambærilegur en slíkt veður gekk yfir landið í febrúar í miðju Heimaeyjargosinu,“ sagði Katrín við upphaf ræðu sinnar. „Það er alveg ljóst að við eigum alveg ótrúlegan kraft í okkar samfélagi því viðbragðsaðilar unnu margir hverjir þrekvirki í sínum störfum, voru linnulaust við þau sólarhringum saman og unnu í raun og veru kraftaverk. En um leið þurfum við að horfast í augu við það að þetta veður og afleiðingar þess afhjúpuðu veikleika í okkar innviðum sem við verðum að bregðast við,“ sagði Katrín. Rakti hún þá atburðarásina í grófum dráttum og fór meðal annars yfir að Veðurstofan hafi í fyrsta sinn gefið út rauða veðurviðvörun og Ríkislögreglustjóri hafi lýst yfir óvissustigi. „Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra má ætla að það hafi verið 11.000 íbúar sem bjuggu við rafmagnsleysi í þennan tíma á 7.600 heiminum,“ sagði Katrín meðal annars. Þá minnti hún á að skipaður hafi verið átakshópur fimm ráðuneyta sem muni setja niður tillögur um þær nauðsynlegu úrbætur sem þurfi að gera. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. Málið var eitt af þeim síðustu á dagskrá Alþingis árið 2019 en þingið fer að óbreyttu í jólafrí að loknum þingfundi í dag. Umræður standa nú yfir um áhrif ofsaveðursins á Alþingi. „Það er ekki ofsögum sagt þegar við tölum um aftakaveður en fram hefur komið, meðal annars hjá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, að horfa þurfi allt aftur til ársins 1973 til að sjá sambærilegt veður, norðanveður með seltu þar sem þrýstingur yfir landinu er sambærilegur en slíkt veður gekk yfir landið í febrúar í miðju Heimaeyjargosinu,“ sagði Katrín við upphaf ræðu sinnar. „Það er alveg ljóst að við eigum alveg ótrúlegan kraft í okkar samfélagi því viðbragðsaðilar unnu margir hverjir þrekvirki í sínum störfum, voru linnulaust við þau sólarhringum saman og unnu í raun og veru kraftaverk. En um leið þurfum við að horfast í augu við það að þetta veður og afleiðingar þess afhjúpuðu veikleika í okkar innviðum sem við verðum að bregðast við,“ sagði Katrín. Rakti hún þá atburðarásina í grófum dráttum og fór meðal annars yfir að Veðurstofan hafi í fyrsta sinn gefið út rauða veðurviðvörun og Ríkislögreglustjóri hafi lýst yfir óvissustigi. „Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra má ætla að það hafi verið 11.000 íbúar sem bjuggu við rafmagnsleysi í þennan tíma á 7.600 heiminum,“ sagði Katrín meðal annars. Þá minnti hún á að skipaður hafi verið átakshópur fimm ráðuneyta sem muni setja niður tillögur um þær nauðsynlegu úrbætur sem þurfi að gera.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira