Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagns Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 16:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. Málið var eitt af þeim síðustu á dagskrá Alþingis árið 2019 en þingið fer að óbreyttu í jólafrí að loknum þingfundi í dag. Umræður standa nú yfir um áhrif ofsaveðursins á Alþingi. „Það er ekki ofsögum sagt þegar við tölum um aftakaveður en fram hefur komið, meðal annars hjá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, að horfa þurfi allt aftur til ársins 1973 til að sjá sambærilegt veður, norðanveður með seltu þar sem þrýstingur yfir landinu er sambærilegur en slíkt veður gekk yfir landið í febrúar í miðju Heimaeyjargosinu,“ sagði Katrín við upphaf ræðu sinnar. „Það er alveg ljóst að við eigum alveg ótrúlegan kraft í okkar samfélagi því viðbragðsaðilar unnu margir hverjir þrekvirki í sínum störfum, voru linnulaust við þau sólarhringum saman og unnu í raun og veru kraftaverk. En um leið þurfum við að horfast í augu við það að þetta veður og afleiðingar þess afhjúpuðu veikleika í okkar innviðum sem við verðum að bregðast við,“ sagði Katrín. Rakti hún þá atburðarásina í grófum dráttum og fór meðal annars yfir að Veðurstofan hafi í fyrsta sinn gefið út rauða veðurviðvörun og Ríkislögreglustjóri hafi lýst yfir óvissustigi. „Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra má ætla að það hafi verið 11.000 íbúar sem bjuggu við rafmagnsleysi í þennan tíma á 7.600 heiminum,“ sagði Katrín meðal annars. Þá minnti hún á að skipaður hafi verið átakshópur fimm ráðuneyta sem muni setja niður tillögur um þær nauðsynlegu úrbætur sem þurfi að gera. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. Málið var eitt af þeim síðustu á dagskrá Alþingis árið 2019 en þingið fer að óbreyttu í jólafrí að loknum þingfundi í dag. Umræður standa nú yfir um áhrif ofsaveðursins á Alþingi. „Það er ekki ofsögum sagt þegar við tölum um aftakaveður en fram hefur komið, meðal annars hjá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, að horfa þurfi allt aftur til ársins 1973 til að sjá sambærilegt veður, norðanveður með seltu þar sem þrýstingur yfir landinu er sambærilegur en slíkt veður gekk yfir landið í febrúar í miðju Heimaeyjargosinu,“ sagði Katrín við upphaf ræðu sinnar. „Það er alveg ljóst að við eigum alveg ótrúlegan kraft í okkar samfélagi því viðbragðsaðilar unnu margir hverjir þrekvirki í sínum störfum, voru linnulaust við þau sólarhringum saman og unnu í raun og veru kraftaverk. En um leið þurfum við að horfast í augu við það að þetta veður og afleiðingar þess afhjúpuðu veikleika í okkar innviðum sem við verðum að bregðast við,“ sagði Katrín. Rakti hún þá atburðarásina í grófum dráttum og fór meðal annars yfir að Veðurstofan hafi í fyrsta sinn gefið út rauða veðurviðvörun og Ríkislögreglustjóri hafi lýst yfir óvissustigi. „Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra má ætla að það hafi verið 11.000 íbúar sem bjuggu við rafmagnsleysi í þennan tíma á 7.600 heiminum,“ sagði Katrín meðal annars. Þá minnti hún á að skipaður hafi verið átakshópur fimm ráðuneyta sem muni setja niður tillögur um þær nauðsynlegu úrbætur sem þurfi að gera.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira