Skáluðu fyrir nýrri Óðinsgötu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2019 18:30 Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu eru í götu og gangstéttum á Óðinsgötu og greiðfærara er fyrir gangandi vegfarendur eftir breytingar. Eigendur og starfsfólk reksturs í götunni fagnaði opnun hennar í dag. Í maí á þessu ári hófust framkvæmdir á Óðinsgötu samkvæmt upplýsingum á vefsíðu borgarinnar. Í upphafi var gert ráð fyrir að endurgerð Óðinsgötu milli Skólavörðustígs og Freyjutorgi yrði lokið í í lok júní en það var svo föstudaginn 13. desember sem gatan var formlega opnuð. Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins Rekstraraðilar við götuna fagnaði opnuninni í dag. Meðal þeirra var Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins. „Við erum búin að vera eins og litlir krakkar að bíða eftir að hún opni. Við fögnum því mjög í dag og tökum jólin á þetta. Flæðið hefur gjörbreyst, þetta er stórkostleg gata. Ég skora hins vegar á borgaryfirvöld að gera nú betur næst,“ segir Guðrún. Guðmundur Jónsson annar eigandi Fasteignamarkaðarins. Guðmundur Jónsson eigandi Fasteignamarkaðarins er afar ánægður með breytinguna á götunni en hefði viljað sjá betri samskipti milli borgarinnar og hagsmunaaðila. „Ég held að borgin þurfi að læra að samskipti við hagsmunaaðila og íbúa á svæðinu þurfa að vera í lagi því það var algjört samskiptaleysi á meðan framkvæmdum stóð. Við þurftum alltaf að hafa frumkvæði að því að fá upplýsingar þaðan,“ segir Guðmundur. Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir einn eigandi Mengis. Eigendur Mengis þurftu um tíma að loka vegna framkvæmdanna í sumar og segja að löng bið sé loks á enda. Meðal þeirra er Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir. „Við þurftum að loka hjá okkur í þrjár vikur í júlí í fyrsta skipti í sex ára vegna aðgengismála. Þá þurfti að hætta við viðburði. En við fögnum að sjálfsögðu bættri og breyttri Óðinsgötu í dag,“ segir Ragnheiður. Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu segir að það hafi verið svolítið einmannalegt hjá sér síðustu mánuði en nú horfi allt til betri vegar. „Þetta er alveg yndislegt, nú get ég labbað beint til og frá vinnu. Við vorum að reyna að koma fótunum fyrir hér en framkvæmdirnar höfðu þær áhrif að mun færri komu til okkar. Það er gaman núna að fá ferðamennina til að kíkja á okkur og kaupa sér Bjarkarbolina og fleira,“ segir Ólafur. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu eru í götu og gangstéttum á Óðinsgötu og greiðfærara er fyrir gangandi vegfarendur eftir breytingar. Eigendur og starfsfólk reksturs í götunni fagnaði opnun hennar í dag. Í maí á þessu ári hófust framkvæmdir á Óðinsgötu samkvæmt upplýsingum á vefsíðu borgarinnar. Í upphafi var gert ráð fyrir að endurgerð Óðinsgötu milli Skólavörðustígs og Freyjutorgi yrði lokið í í lok júní en það var svo föstudaginn 13. desember sem gatan var formlega opnuð. Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins Rekstraraðilar við götuna fagnaði opnuninni í dag. Meðal þeirra var Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins. „Við erum búin að vera eins og litlir krakkar að bíða eftir að hún opni. Við fögnum því mjög í dag og tökum jólin á þetta. Flæðið hefur gjörbreyst, þetta er stórkostleg gata. Ég skora hins vegar á borgaryfirvöld að gera nú betur næst,“ segir Guðrún. Guðmundur Jónsson annar eigandi Fasteignamarkaðarins. Guðmundur Jónsson eigandi Fasteignamarkaðarins er afar ánægður með breytinguna á götunni en hefði viljað sjá betri samskipti milli borgarinnar og hagsmunaaðila. „Ég held að borgin þurfi að læra að samskipti við hagsmunaaðila og íbúa á svæðinu þurfa að vera í lagi því það var algjört samskiptaleysi á meðan framkvæmdum stóð. Við þurftum alltaf að hafa frumkvæði að því að fá upplýsingar þaðan,“ segir Guðmundur. Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir einn eigandi Mengis. Eigendur Mengis þurftu um tíma að loka vegna framkvæmdanna í sumar og segja að löng bið sé loks á enda. Meðal þeirra er Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir. „Við þurftum að loka hjá okkur í þrjár vikur í júlí í fyrsta skipti í sex ára vegna aðgengismála. Þá þurfti að hætta við viðburði. En við fögnum að sjálfsögðu bættri og breyttri Óðinsgötu í dag,“ segir Ragnheiður. Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu segir að það hafi verið svolítið einmannalegt hjá sér síðustu mánuði en nú horfi allt til betri vegar. „Þetta er alveg yndislegt, nú get ég labbað beint til og frá vinnu. Við vorum að reyna að koma fótunum fyrir hér en framkvæmdirnar höfðu þær áhrif að mun færri komu til okkar. Það er gaman núna að fá ferðamennina til að kíkja á okkur og kaupa sér Bjarkarbolina og fleira,“ segir Ólafur.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23
„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45
Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30