Ekki megi nota vitneskju um lyfjameðferð við kvíða gegn fólki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. desember 2019 17:19 Ólafía Kristín Norðfjörð, sem iðulega er kölluð Lóa, hefur verið starfandi lögreglumaður síðan 1. febrúar síðastliðinn. Hún fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. Facebook Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða.Vísir greindi frá því í gær að Ólafíu Kristínu Norðfjörð, sem hefur verið starfandi lögreglukona síðan 1. febrúar síðastliðinn, hefði verið synjað um inngöngu í starfsnám við H.A. vegna kvíðalyfja. Forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar (MLS), sem hefur umsjón með lögreglufræðanáminu, segir stofnunina fara að lögreglulögum. „Landssamtökin Geðhjálp vilja árétta að það að leita sér aðstoðar vegna geðrænna áskorana á og má aldrei vera notað gegn fólki. Fordómar og mismunun gegn fólki með geðrænan vanda hafa lengi verið ríkjandi í samfélaginu en nú þegar 21. öldin er löngu gengin í garð eigum við ekki að umbera slíkt.“ Geðhjálp hvetur alla aðila, opinbera sem og aðra til að virða rétt alls geðnæms fólks og til að fylgja viðleitni samfélagsins sem endurspeglast í ótal samþykktum, sáttmálum, lögum og reglum og að láta af allri mismunun í garð fólks sem býr við hvers konar frávik „frá hinu síflöktandi normi“. Í yfirlýsingunni segir að það sé ávallt fagnaðarefni þegar einstaklingar sem glíma við geðrænar áskoranir leita sér hjálpar. „En að sama skapi eru það vonbrogði þegar opinberir aðilar bregðast við með þeim hætti sem Háskólinn á Akureyri gerir í þessu máli. Við erum öll með geð og það er okkar að fara vel með það.“ Akureyri Lögreglan Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Skilyrðum breytt og á annað hundrað nemendur útilokaðir frá námi um áramót Allt stefnir í að á annað hundrað manns í diplómanámi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri fái ekki áframhaldandi skólavist um áramótin eins og þau töldu sig eiga rétt á þegar þau skráðu sig í námið. 11. október 2019 11:37 HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða.Vísir greindi frá því í gær að Ólafíu Kristínu Norðfjörð, sem hefur verið starfandi lögreglukona síðan 1. febrúar síðastliðinn, hefði verið synjað um inngöngu í starfsnám við H.A. vegna kvíðalyfja. Forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar (MLS), sem hefur umsjón með lögreglufræðanáminu, segir stofnunina fara að lögreglulögum. „Landssamtökin Geðhjálp vilja árétta að það að leita sér aðstoðar vegna geðrænna áskorana á og má aldrei vera notað gegn fólki. Fordómar og mismunun gegn fólki með geðrænan vanda hafa lengi verið ríkjandi í samfélaginu en nú þegar 21. öldin er löngu gengin í garð eigum við ekki að umbera slíkt.“ Geðhjálp hvetur alla aðila, opinbera sem og aðra til að virða rétt alls geðnæms fólks og til að fylgja viðleitni samfélagsins sem endurspeglast í ótal samþykktum, sáttmálum, lögum og reglum og að láta af allri mismunun í garð fólks sem býr við hvers konar frávik „frá hinu síflöktandi normi“. Í yfirlýsingunni segir að það sé ávallt fagnaðarefni þegar einstaklingar sem glíma við geðrænar áskoranir leita sér hjálpar. „En að sama skapi eru það vonbrogði þegar opinberir aðilar bregðast við með þeim hætti sem Háskólinn á Akureyri gerir í þessu máli. Við erum öll með geð og það er okkar að fara vel með það.“
Akureyri Lögreglan Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Skilyrðum breytt og á annað hundrað nemendur útilokaðir frá námi um áramót Allt stefnir í að á annað hundrað manns í diplómanámi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri fái ekki áframhaldandi skólavist um áramótin eins og þau töldu sig eiga rétt á þegar þau skráðu sig í námið. 11. október 2019 11:37 HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15
Skilyrðum breytt og á annað hundrað nemendur útilokaðir frá námi um áramót Allt stefnir í að á annað hundrað manns í diplómanámi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri fái ekki áframhaldandi skólavist um áramótin eins og þau töldu sig eiga rétt á þegar þau skráðu sig í námið. 11. október 2019 11:37
HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31