Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2019 10:10 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis.Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ásmundi að Evrópuráðsþingið ætti að íhuga aðgerðir gagnvart Þórhildi Sunnu vegna þessa. Það var í júní sem forsætisnefnd Alþingis féllst á niðurstöðu siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingsins með ummælum sem hún lét falla um Ásmund í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur gerði sjálfur athugasemd við ummæli Þórhildar Sunnu og Björns Leví sem tjáðu sig um endurgreiðslur til Ásmundar vegna aksturskostnaðar. Ásmundur segir í samtalinu við Morgunblaðið að honum finnist mikilvægt að greina Evrópuráðsþinginu frá broti Þórhildar Sunnu. „Þórhildur Sunna rækti ekki störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika samkvæmt áliti forsætisnefndar og siðanefndar,“ segir Ásmundur. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis.Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ásmundi að Evrópuráðsþingið ætti að íhuga aðgerðir gagnvart Þórhildi Sunnu vegna þessa. Það var í júní sem forsætisnefnd Alþingis féllst á niðurstöðu siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingsins með ummælum sem hún lét falla um Ásmund í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur gerði sjálfur athugasemd við ummæli Þórhildar Sunnu og Björns Leví sem tjáðu sig um endurgreiðslur til Ásmundar vegna aksturskostnaðar. Ásmundur segir í samtalinu við Morgunblaðið að honum finnist mikilvægt að greina Evrópuráðsþinginu frá broti Þórhildar Sunnu. „Þórhildur Sunna rækti ekki störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika samkvæmt áliti forsætisnefndar og siðanefndar,“ segir Ásmundur. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira