Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjamet Maldini í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2019 17:00 Buffon jafnar leikjamet Maldinis í kvöld. vísir/getty Juventus fær tækifæri til að ná þriggja stiga forystu á Inter á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið sækir Sampdoria heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar Björnsson skoðaði leikinn. Þetta er fyrsti leikurinn í 17. umferðinni en þar sem Juventus mætir Lazio í úrslitum ítalska Ofurbikarsins á sunnudag í Ríad í Sádi Arabíu var leikurinn færður fram. Juventus vann Udinese 3-1 um síðustu helgi en Inter og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli. Wojciech Szczesny, Sami Khedira og Giorgio Chiellini eru á sjúkralista Juventus og Rodrigo Bentancur tekur út leikbann. Miralem Pjanic og Juan Cuadrado koma inn í liðið en þeir voru í leikbanni gegn Udinese. Gegn Udinese um síðustu helgi byrjuðu þeir Cristiano Ronaldo, Gonzalo Higuain og Paulo Dybala saman í fyrsta sinn í vetur. Markvörðurinn Gianluigi Buffon, sem verður 42 ára 28. janúar, verður í markinu í kvöld í stað Wojciech Szczesny sem er meiddur. Buffon spilar 647. leik sinn í ítölsku úrvalsdeildinni og jafnar við Paulo Maldini sem lék 647 deildarleiki með AC Milan á árunum 1984–2009. Buffon tekur annað met í kvöld, fer þá fram úr Alessandro Del Piero sem sá leikmaður sem spilað hefur flesta leiki Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni, eða 479. Sampdoria byrjaði leiktíðina illa, tapaði sex af sjö fyrstu leikjunum en vann borgarslaginn í Genoa um helgina og er í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Knattspyrnustjórinn, Eusebio Di Francesco var rekinn í byrjun október og Claudio Ranieri ráðinn í staðinn. Samdoria hefur unnið tvo síðustu leiki liðanna á Luigi Ferraris vellinum, 2-0 á síðustu leiktíð og 3-2 á leiktíðinni þar á undan. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjametið Ítalía Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Sjá meira
Juventus fær tækifæri til að ná þriggja stiga forystu á Inter á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið sækir Sampdoria heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar Björnsson skoðaði leikinn. Þetta er fyrsti leikurinn í 17. umferðinni en þar sem Juventus mætir Lazio í úrslitum ítalska Ofurbikarsins á sunnudag í Ríad í Sádi Arabíu var leikurinn færður fram. Juventus vann Udinese 3-1 um síðustu helgi en Inter og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli. Wojciech Szczesny, Sami Khedira og Giorgio Chiellini eru á sjúkralista Juventus og Rodrigo Bentancur tekur út leikbann. Miralem Pjanic og Juan Cuadrado koma inn í liðið en þeir voru í leikbanni gegn Udinese. Gegn Udinese um síðustu helgi byrjuðu þeir Cristiano Ronaldo, Gonzalo Higuain og Paulo Dybala saman í fyrsta sinn í vetur. Markvörðurinn Gianluigi Buffon, sem verður 42 ára 28. janúar, verður í markinu í kvöld í stað Wojciech Szczesny sem er meiddur. Buffon spilar 647. leik sinn í ítölsku úrvalsdeildinni og jafnar við Paulo Maldini sem lék 647 deildarleiki með AC Milan á árunum 1984–2009. Buffon tekur annað met í kvöld, fer þá fram úr Alessandro Del Piero sem sá leikmaður sem spilað hefur flesta leiki Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni, eða 479. Sampdoria byrjaði leiktíðina illa, tapaði sex af sjö fyrstu leikjunum en vann borgarslaginn í Genoa um helgina og er í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Knattspyrnustjórinn, Eusebio Di Francesco var rekinn í byrjun október og Claudio Ranieri ráðinn í staðinn. Samdoria hefur unnið tvo síðustu leiki liðanna á Luigi Ferraris vellinum, 2-0 á síðustu leiktíð og 3-2 á leiktíðinni þar á undan. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjametið
Ítalía Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Sjá meira