Tveir einstæðir feður úr foreldrahúsum í nýjar leiguíbúðir fyrir jól Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2019 16:42 Rósa Guðbjartsdóttur bæjarstjóra ásamt tveimur nýjum leigjendum í Hádegisskarði, þeim Þórhalli Sigurðssyni og Oddi Ingvarssyni þegar þeir fengu lyklana afhenta um hádegi í dag. Hafnarfjarðarbær Öllum leiguíbúðum við Hádegisskarð í Skarðshlíð í Hafnarfirði hefur nú verið úthlutað. Rúmlega 120 umsóknir bárust í þær 10 íbúðir sem auglýstar voru en íbúðunum er ætlað að tryggja tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu, að því er segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Á meðal þeirra sem flytur inn á næstu dögum eru tveir einstæðir feður sem hafa búið í foreldrahúsum um langt skeið. Opnað var fyrir umsóknir í byrjun október en umsóknarfrestur rann út um miðjan nóvember. Dregið var úr innsendum umsóknum og ætla fyrstu íbúarnir ætla sér að flytja inn fyrir jólin. Tveir einstæðir feður í hópi leigjenda Á meðal nýrra leigjanda eru þeir Þórhallur Sigurðsson og Oddur Ingvarsson, einstæðir feður sem báðir eru með börn í umgengni hjá sér, að því er fram kemur í tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar. „Báðir hafa þeir búið í foreldrahúsum um nokkurt skeið og gefist upp á því kapphlaupi sem fylgt getur lífinu á leigumarkaði. Einnig eiga þeir börn sem búsett eru í nágrenni Skarðshlíðarhverfis og úthlutunin því kærkomin.“ Haft er eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í tilkynningu að afar ánægjulegt sé að sjá þetta verkefni sveitarfélagsins verða að veruleika. Um sé að ræða mikla gleðistund. Skarðshlíð íbúðafélag og Modulus eignarhaldsfélag gerðu með sér samning um uppbyggingu á íbúðum á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð í maí 2018. Hugmyndin er að þegar fram líði stundir muni íbúarnir sjálfir sjá um stjórn og rekstur íbúðafélagsins. Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira
Öllum leiguíbúðum við Hádegisskarð í Skarðshlíð í Hafnarfirði hefur nú verið úthlutað. Rúmlega 120 umsóknir bárust í þær 10 íbúðir sem auglýstar voru en íbúðunum er ætlað að tryggja tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu, að því er segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Á meðal þeirra sem flytur inn á næstu dögum eru tveir einstæðir feður sem hafa búið í foreldrahúsum um langt skeið. Opnað var fyrir umsóknir í byrjun október en umsóknarfrestur rann út um miðjan nóvember. Dregið var úr innsendum umsóknum og ætla fyrstu íbúarnir ætla sér að flytja inn fyrir jólin. Tveir einstæðir feður í hópi leigjenda Á meðal nýrra leigjanda eru þeir Þórhallur Sigurðsson og Oddur Ingvarsson, einstæðir feður sem báðir eru með börn í umgengni hjá sér, að því er fram kemur í tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar. „Báðir hafa þeir búið í foreldrahúsum um nokkurt skeið og gefist upp á því kapphlaupi sem fylgt getur lífinu á leigumarkaði. Einnig eiga þeir börn sem búsett eru í nágrenni Skarðshlíðarhverfis og úthlutunin því kærkomin.“ Haft er eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í tilkynningu að afar ánægjulegt sé að sjá þetta verkefni sveitarfélagsins verða að veruleika. Um sé að ræða mikla gleðistund. Skarðshlíð íbúðafélag og Modulus eignarhaldsfélag gerðu með sér samning um uppbyggingu á íbúðum á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð í maí 2018. Hugmyndin er að þegar fram líði stundir muni íbúarnir sjálfir sjá um stjórn og rekstur íbúðafélagsins.
Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira