Munar hátt í tvö þúsund krónum á Quality Street dósunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 11:09 Quality Street er líklega helsti samkeppnisaðili Nóa konfekts hér á landi þegar kemur að sætindum um jólin. Nestle Mikill verðmunur var á jólamat í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var þriðjudaginn 17. desember. Oft var um 1500-2000 króna verðmunur á kílóverði af kjöti og getur því munað háum upphæðum þegar kaupa þarf mikið magn af kjöti og mögulega fleiri en eina tegund. Sem dæmi má nefna að 2.006 krónu eða 67% munur var á kílóverði af Kea hangilæri sem jafngildir 4.012 kr. verðmun ef keypt er tveggja kílóa læri. Í mörgum tilfellum var einnig mikill munur á verði á öðrum algengum jólavörum eins og konfekti og ávöxtum og grænmeti. Má þar nefna að 1.730 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á 2kg Quality Street konfekt dós. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 75 tilvikum af 122 en Iceland oftast með hæsta verðið í 57 tilvikum. Þess ber þó að geta að lægsta verðið á kjöti dreifðist á margar verslanir. Mikill verðmunur á hangilærum og kalkúnabringum milli verslana Eins og fyrr segir var 2.006 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á úrbeinuðu hangilæri frá Kea. Lægst verðið var í Kjörbúðinni, 2.993 kr. en það hæsta hjá Iceland, 4.999 krónur og er það 67% verðmunur. Þá var allt að 130% munur á kílóverði af frosnum kalkúnabringum. Lægst var kílóverðið á kalkúnabringum í Nettó, 1.990 kr. en hæst hjá Heimkaupum 4.578 kr. sem gerir 2.588 kr. verðmun. Mjög mikill munur var á verði á konfekti eftir verslunum eða allt að 82% verðmunur í tilfelli 679 gramma pakka af Quality street konfekti. Lægsta verðið var hjá Bónus 1.098 kr. en það hæsta í Iceland 1.999 kr. en það gerir 901 kr. verðmun. Verðmunurinn á algengum jólavörum er töluverður á milli verslana.ASÍ Í krónum talið var mesti verðmunurinn á 2 kg Quality street dós, 1.730 kr. sem jafngildir 76% verðmun. Lægsta verðið á henni var einnig í Bónus, 2.269 kr. en það hæsta í Iceland 3.999 krónur. Dósin var einni krónu dýrari í Krónunni en Bónus og kostaði þar 2.270 kr. Sem dæmi um þann mikla verðmun sem getur verið á ávöxtum má nefna 147% mun á kílóverði af bláberjum. Lægsta verðið var í Fjarðarkaupum, 1.716 kr. en það hæsta hjá Heimkaupum 4.232 kr. Allt að 5.860 kr. verðmunur á vörukörfu með fjórum vörum Í mörgum tilfellum er verðmunur á vörum milli verslana það mikill að hann er fljótur að hlaupa á þúsundum króna ef nokkrar vörur er keyptar. Það getur því verið auðvelt að spara háar fjárhæðir, jafnvel þegar keyptar eru fáar vörur. Ef keyptar eru fjórar algengar jólavörur, þ.e. 2,5 kg hamborgarahryggur frá Kjarnafæði, fimmtán Kristjáns laufabrauðskökur, hátíðarsíld frá Ora og 2kg Quality Street konfekt dós er verðmunurinn 5.860 á milli Bónus þar sem verðið er lægst og Iceland þar sem verðið er hæst. Jólamatur Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Mikill verðmunur var á jólamat í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var þriðjudaginn 17. desember. Oft var um 1500-2000 króna verðmunur á kílóverði af kjöti og getur því munað háum upphæðum þegar kaupa þarf mikið magn af kjöti og mögulega fleiri en eina tegund. Sem dæmi má nefna að 2.006 krónu eða 67% munur var á kílóverði af Kea hangilæri sem jafngildir 4.012 kr. verðmun ef keypt er tveggja kílóa læri. Í mörgum tilfellum var einnig mikill munur á verði á öðrum algengum jólavörum eins og konfekti og ávöxtum og grænmeti. Má þar nefna að 1.730 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á 2kg Quality Street konfekt dós. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 75 tilvikum af 122 en Iceland oftast með hæsta verðið í 57 tilvikum. Þess ber þó að geta að lægsta verðið á kjöti dreifðist á margar verslanir. Mikill verðmunur á hangilærum og kalkúnabringum milli verslana Eins og fyrr segir var 2.006 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á úrbeinuðu hangilæri frá Kea. Lægst verðið var í Kjörbúðinni, 2.993 kr. en það hæsta hjá Iceland, 4.999 krónur og er það 67% verðmunur. Þá var allt að 130% munur á kílóverði af frosnum kalkúnabringum. Lægst var kílóverðið á kalkúnabringum í Nettó, 1.990 kr. en hæst hjá Heimkaupum 4.578 kr. sem gerir 2.588 kr. verðmun. Mjög mikill munur var á verði á konfekti eftir verslunum eða allt að 82% verðmunur í tilfelli 679 gramma pakka af Quality street konfekti. Lægsta verðið var hjá Bónus 1.098 kr. en það hæsta í Iceland 1.999 kr. en það gerir 901 kr. verðmun. Verðmunurinn á algengum jólavörum er töluverður á milli verslana.ASÍ Í krónum talið var mesti verðmunurinn á 2 kg Quality street dós, 1.730 kr. sem jafngildir 76% verðmun. Lægsta verðið á henni var einnig í Bónus, 2.269 kr. en það hæsta í Iceland 3.999 krónur. Dósin var einni krónu dýrari í Krónunni en Bónus og kostaði þar 2.270 kr. Sem dæmi um þann mikla verðmun sem getur verið á ávöxtum má nefna 147% mun á kílóverði af bláberjum. Lægsta verðið var í Fjarðarkaupum, 1.716 kr. en það hæsta hjá Heimkaupum 4.232 kr. Allt að 5.860 kr. verðmunur á vörukörfu með fjórum vörum Í mörgum tilfellum er verðmunur á vörum milli verslana það mikill að hann er fljótur að hlaupa á þúsundum króna ef nokkrar vörur er keyptar. Það getur því verið auðvelt að spara háar fjárhæðir, jafnvel þegar keyptar eru fáar vörur. Ef keyptar eru fjórar algengar jólavörur, þ.e. 2,5 kg hamborgarahryggur frá Kjarnafæði, fimmtán Kristjáns laufabrauðskökur, hátíðarsíld frá Ora og 2kg Quality Street konfekt dós er verðmunurinn 5.860 á milli Bónus þar sem verðið er lægst og Iceland þar sem verðið er hæst.
Jólamatur Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira