Pútín styður Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2019 20:30 Vladimír Pútín og Donald Trump virðast vera ágætis félagar. AP/Susan Walsh Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum.Fulltrúadeild Bandaríkjaþingssamþykkti í nótt að íslenskum tíma að ákæra Trump fyrir brot í starfi.Er honum gefið að sök að hafa misnotað vald sitt og að hafa heft framgang rannsóknar bandaríkjaþings. Trump er aðeins þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að vera ákærður af þinginu.Pútín hélt árlegan maraþonjólablaðamannafund sinn í dagog var hann spurður um vendingar næturinnar í Bandaríkjunum. Sakaði hann demókrataflokkinn um að ætla sér að bæta upp fyrir tapið í forsetakosningunum árið 2016 með því að ákæra Trump.„Fyrst með því að saka Trump um samsæri með Rússum og svo kemur í ljós að það var ekkert samsæri,“ sagði Pútín en rétt er að taka fram að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump sagði Robert Mueller, sem fór fyrir rannsókn málsins, að skýrsla hans hafi ekki hreinsaðhann af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið.Sagði Pútín að þar sem demókrötum hafi ekki tekist að ákæra forsetann fyrir þessi mál hafi þeir „skáldað upp“ þrýsting á forseta Úkraínu. Önnur ákæran snýr einmitt að því að Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári.Sagði Pútín að honum þætti það ólíklegt að Repúblikanar í öldungadeildinni, sem tekur fyrir ákærurnar, myndu greiða atkvæða með því að fjarlægja Trump úr embætti.„Ég efast um að þeir muni fjarlægja fulltrúa eigin flokks úr stóli byggða á ásökunum sem eru að mínu mati algjörlega tilbúar,“ sagði Pútín. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15 Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum.Fulltrúadeild Bandaríkjaþingssamþykkti í nótt að íslenskum tíma að ákæra Trump fyrir brot í starfi.Er honum gefið að sök að hafa misnotað vald sitt og að hafa heft framgang rannsóknar bandaríkjaþings. Trump er aðeins þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að vera ákærður af þinginu.Pútín hélt árlegan maraþonjólablaðamannafund sinn í dagog var hann spurður um vendingar næturinnar í Bandaríkjunum. Sakaði hann demókrataflokkinn um að ætla sér að bæta upp fyrir tapið í forsetakosningunum árið 2016 með því að ákæra Trump.„Fyrst með því að saka Trump um samsæri með Rússum og svo kemur í ljós að það var ekkert samsæri,“ sagði Pútín en rétt er að taka fram að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump sagði Robert Mueller, sem fór fyrir rannsókn málsins, að skýrsla hans hafi ekki hreinsaðhann af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið.Sagði Pútín að þar sem demókrötum hafi ekki tekist að ákæra forsetann fyrir þessi mál hafi þeir „skáldað upp“ þrýsting á forseta Úkraínu. Önnur ákæran snýr einmitt að því að Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári.Sagði Pútín að honum þætti það ólíklegt að Repúblikanar í öldungadeildinni, sem tekur fyrir ákærurnar, myndu greiða atkvæða með því að fjarlægja Trump úr embætti.„Ég efast um að þeir muni fjarlægja fulltrúa eigin flokks úr stóli byggða á ásökunum sem eru að mínu mati algjörlega tilbúar,“ sagði Pútín.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15 Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04
Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59
Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15
Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“