RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2019 09:10 Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag en Magnús Geir Þórðarson, sem var útvarpsstjóri frá 2014, verður Þjóðleikhússtjóri. vísir/vilhelm Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. Áhöld eru um hvort sú ákvörðun standist annars vegar upplýsingalög og hins vegar lög um RÚV. Þá virðist ákvörðun stjórnar RÚV einnig ganga gegn persónuverndaryfirlýsingu stofnunarinnar sjálfrar þar sem sérstök athygli er vakin á því að stofnuninni sé skylt að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Er það tekið fram að þessi skylda hvíli á RÚV á grundvelli upplýsingalaga, en upplýsingalög hafa gilt um starfsemi RÚV um margra ára skeið. Skjáskot af texta í persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í viðtali við Vísi í síðustu viku að í upplýsingalögum væri skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf. Því sæi hún ekki að stjórn Ríkisútvarpsins hefði heimild til að birta ekki nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, sagði að stofnuninni væri ekki skylt að birta nöfn umsækjenda því RÚV væri opinbert hlutafélag. Þá sagði hann að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun eftir ráðleggingar frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent. Þess má geta að Vísir hefur kært ákvörðun stjórnar RÚV um að birta ekki lista með nöfnum umsækjenda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Uppfært kl. 12:03:Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var ekki farið rétt með það hvenær upplýsingalög tóku að gilda um starfsemi RÚV. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Fjölmiðlar Persónuvernd Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. Áhöld eru um hvort sú ákvörðun standist annars vegar upplýsingalög og hins vegar lög um RÚV. Þá virðist ákvörðun stjórnar RÚV einnig ganga gegn persónuverndaryfirlýsingu stofnunarinnar sjálfrar þar sem sérstök athygli er vakin á því að stofnuninni sé skylt að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Er það tekið fram að þessi skylda hvíli á RÚV á grundvelli upplýsingalaga, en upplýsingalög hafa gilt um starfsemi RÚV um margra ára skeið. Skjáskot af texta í persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í viðtali við Vísi í síðustu viku að í upplýsingalögum væri skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf. Því sæi hún ekki að stjórn Ríkisútvarpsins hefði heimild til að birta ekki nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, sagði að stofnuninni væri ekki skylt að birta nöfn umsækjenda því RÚV væri opinbert hlutafélag. Þá sagði hann að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun eftir ráðleggingar frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent. Þess má geta að Vísir hefur kært ákvörðun stjórnar RÚV um að birta ekki lista með nöfnum umsækjenda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Uppfært kl. 12:03:Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var ekki farið rétt með það hvenær upplýsingalög tóku að gilda um starfsemi RÚV. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Fjölmiðlar Persónuvernd Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42