Sportpakkinn: Tveir bestu menn deildarinnar mætast á Selfossi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 15:15 Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Vísir/Vilhelm Selfoss og FH mætast í síðasta leiknum í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Þetta verður þriðja rimma liðanna í vetur og Arnar Björnsson skoðaði nánast stórleik kvöldsins. Selfoss vann baráttu liðanna í meistarabikarnum á Selfossi í september, 35-33 í framlengdum leik á Selfossi. Einar Rafn Eiðsson var í miklum ham og skoraði 14 af mörkum bikarmeistara FH. Nokkrum dögum síðar vann FH leik liðanna í deildinni í Kaplakrika, 32-30. Leikir liðanna hafa verið bráðfjörugir. Selfoss vann báða leikina á síðustu leiktíð í deildinni með þriggja marka mun. Í fyrra buðu liðin uppá frábæra skemmtun í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, þá hafði FH betur eftir maraþonrimmu liðanna. Selfoss er í fimmta sæti með 15 stig, stigi og sæti ofar en FH. Tveir af markahæstu leikmönnum deildarinnar mætast, Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Ásbjörn er búinn að vera einn besti maður Íslandsmótsins undanfarin ár. Hann er 31 árs en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er 18 ára. Haukur er markahæstur á Íslandsmótinu er búinn að skora 88 mörk, sjö mörkum meira en Ásbjörn. Á milli þeirra í 2. sæti er Kristján Örn Kristjánsson sem er búinn að skora 84 mörk fyrir ÍBV. Þeir hafa allir spilað 11 leiki í vetur. Leikurinn liðanna byrjar klukkan 19,30 og verður sýndur á Stöð 2 sport. Hinn eini sanni Guðjón Guðmundsson lýsir leiknum og hann spáir í spilin. „Það veltir á tveimur bestu leikmönnum deildarinnar, Ásbirni og Hauki. FH lenti í vandræðum bæði gegn KA og Stjörnunni sem spiluðu varnarleikinn mjög framarlega. FH náði ekki að leysa það. Selfyssingar munu örugglega beita sömu meðulum í kvöld. Munurinn á liðunum er fyrst og síðast sá að FH er með meiri breidd og þar eru fleiri leikmenn sem hafa lagt í púkkið í vetur. Leikur FH hefur verið heilsteyptari en Selfyssinga. Auðvitað veikir það Selfyssinga að Árni Steinn Steinþórsson spilar ekki vegna meiðsla. Hann er vanmetinn leikmaður. Þetta verður án efa jafn og spennandi leikur en FH klárlega sterkari á pappírunum“, segir meistari Guðjón Guðmundsson. Það má finna umfjöllun Arnars Björnsson um stórleikinn á Selfossi hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Upphitun fyrir leik Selfoss og FH í kvöld Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Selfoss og FH mætast í síðasta leiknum í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Þetta verður þriðja rimma liðanna í vetur og Arnar Björnsson skoðaði nánast stórleik kvöldsins. Selfoss vann baráttu liðanna í meistarabikarnum á Selfossi í september, 35-33 í framlengdum leik á Selfossi. Einar Rafn Eiðsson var í miklum ham og skoraði 14 af mörkum bikarmeistara FH. Nokkrum dögum síðar vann FH leik liðanna í deildinni í Kaplakrika, 32-30. Leikir liðanna hafa verið bráðfjörugir. Selfoss vann báða leikina á síðustu leiktíð í deildinni með þriggja marka mun. Í fyrra buðu liðin uppá frábæra skemmtun í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, þá hafði FH betur eftir maraþonrimmu liðanna. Selfoss er í fimmta sæti með 15 stig, stigi og sæti ofar en FH. Tveir af markahæstu leikmönnum deildarinnar mætast, Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Ásbjörn er búinn að vera einn besti maður Íslandsmótsins undanfarin ár. Hann er 31 árs en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er 18 ára. Haukur er markahæstur á Íslandsmótinu er búinn að skora 88 mörk, sjö mörkum meira en Ásbjörn. Á milli þeirra í 2. sæti er Kristján Örn Kristjánsson sem er búinn að skora 84 mörk fyrir ÍBV. Þeir hafa allir spilað 11 leiki í vetur. Leikurinn liðanna byrjar klukkan 19,30 og verður sýndur á Stöð 2 sport. Hinn eini sanni Guðjón Guðmundsson lýsir leiknum og hann spáir í spilin. „Það veltir á tveimur bestu leikmönnum deildarinnar, Ásbirni og Hauki. FH lenti í vandræðum bæði gegn KA og Stjörnunni sem spiluðu varnarleikinn mjög framarlega. FH náði ekki að leysa það. Selfyssingar munu örugglega beita sömu meðulum í kvöld. Munurinn á liðunum er fyrst og síðast sá að FH er með meiri breidd og þar eru fleiri leikmenn sem hafa lagt í púkkið í vetur. Leikur FH hefur verið heilsteyptari en Selfyssinga. Auðvitað veikir það Selfyssinga að Árni Steinn Steinþórsson spilar ekki vegna meiðsla. Hann er vanmetinn leikmaður. Þetta verður án efa jafn og spennandi leikur en FH klárlega sterkari á pappírunum“, segir meistari Guðjón Guðmundsson. Það má finna umfjöllun Arnars Björnsson um stórleikinn á Selfossi hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Upphitun fyrir leik Selfoss og FH í kvöld
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira