Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 16:00 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra verður ekki birtur. Þetta kom fram í svari Lilju við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Til stóð að umsóknarfresturinn rynni út í dag en athygli hefur vakið að stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að birta ekki lista yfir stöðu umsækjenda. Nú síðdegis ákvað stjórn Ríkisútvarpsins að framlengja umsóknarfrestinn um eina viku.„Formlegur vettvangur málsins er hjá stjórn RÚV. Ég hef hins vegar sem ráðherra fjölmiðla í landinu sent stjórn RÚV bréf þess efnis þar sem ég óska eftir skýringum hvernig standi á því að það sé ekki og það ríkir ekki fullt gagnsæi um listann,“ sagði Lilja. Hún telji mjög eðlilegt, þar sem fólkinu í landinu sé mjög hlýtt til Ríkisútvarpsins, að það eigi að ríkja fullt gagnsæi varðandi ferlið.Sjá einnig: Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði konaBréfið sendi Lilja stjórn Ríkisútvarpsins þann 28. nóvember þar sem hún óskar eftir skýringum og segist hún ítrekað hafa óskað eftir svörum. Hún bíði þess nú að fá skýringar og það mál sé í vinnslu. Ítrekaði hún að formlegur vettvangur málsins sé hjá stjórninni. „Við ættum kannski frekar að spyrja okkur að því: Erum við sátt við það hvernig þessum málum er háttað? Þá er það okkar að breyta lögunum. Ég fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar og hversu afdráttarlaus hún er og hef í hyggju að fylgja henni eftir með þeim aðgerðum sem eru viðeigandi,“ sagði Lilja en Þorsteinn hafði einnig vitnað til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki farið að lögum með því að hafa ekki stofnað dótturfélög um samkeppnisrekstur. Þorsteinn kvaðst fagna svari Lilju en í síðara svari sínu sagði hún telja það mikilvægt að stjórn Ríkisútvarpsins geri grein fyrir máli sínu. Að sögn Lilju virðist sem mögulega sé uppi einhver lagaleg óvissa og brýnt sé þá að fá úr því skorið. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48 RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra verður ekki birtur. Þetta kom fram í svari Lilju við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Til stóð að umsóknarfresturinn rynni út í dag en athygli hefur vakið að stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að birta ekki lista yfir stöðu umsækjenda. Nú síðdegis ákvað stjórn Ríkisútvarpsins að framlengja umsóknarfrestinn um eina viku.„Formlegur vettvangur málsins er hjá stjórn RÚV. Ég hef hins vegar sem ráðherra fjölmiðla í landinu sent stjórn RÚV bréf þess efnis þar sem ég óska eftir skýringum hvernig standi á því að það sé ekki og það ríkir ekki fullt gagnsæi um listann,“ sagði Lilja. Hún telji mjög eðlilegt, þar sem fólkinu í landinu sé mjög hlýtt til Ríkisútvarpsins, að það eigi að ríkja fullt gagnsæi varðandi ferlið.Sjá einnig: Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði konaBréfið sendi Lilja stjórn Ríkisútvarpsins þann 28. nóvember þar sem hún óskar eftir skýringum og segist hún ítrekað hafa óskað eftir svörum. Hún bíði þess nú að fá skýringar og það mál sé í vinnslu. Ítrekaði hún að formlegur vettvangur málsins sé hjá stjórninni. „Við ættum kannski frekar að spyrja okkur að því: Erum við sátt við það hvernig þessum málum er háttað? Þá er það okkar að breyta lögunum. Ég fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar og hversu afdráttarlaus hún er og hef í hyggju að fylgja henni eftir með þeim aðgerðum sem eru viðeigandi,“ sagði Lilja en Þorsteinn hafði einnig vitnað til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki farið að lögum með því að hafa ekki stofnað dótturfélög um samkeppnisrekstur. Þorsteinn kvaðst fagna svari Lilju en í síðara svari sínu sagði hún telja það mikilvægt að stjórn Ríkisútvarpsins geri grein fyrir máli sínu. Að sögn Lilju virðist sem mögulega sé uppi einhver lagaleg óvissa og brýnt sé þá að fá úr því skorið.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48 RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05
RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48
RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10