Uppgjör: Auðvelt hjá Hamilton í síðustu keppni áratugsins Bragi Þórðarson skrifar 2. desember 2019 21:30 Nú þarf ekki að nota vélbúnaðinn aftur, þá má loksins spóla í hringi. Vísir/Getty Síðasti kappakstur áratugsins í Formúlu 1 fór fram á Yas Marina brautinni í Abu Dhabi á sunnudag. Lítið hefur gengið hjá Mercedes lokahluta tímabilsins en það heldur betur snérist við í furstadæminu. Hamilton náði öruggum ráspól og var Mercedes bíllinn meðal annars næstum sekúndu hraðari en allir aðrir, einungis á síðasta hluta brautarinnar. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á Yas Marina brautinni síðastliðin fimm ár og hefur liðið alltaf verið í fyrsta og öðru sæti í tímatökum. Engin breyting varð á því um helgina er Valtteri Bottas náði næstbesta tímanum á eftir Hamilton. En þar sem skipta þurfti um vél í bíl Bottas ræsti hann aftastur. Þrátt fyrir það endaði Finninn fjórði á sunnudaginn. Hamilton hefur 17 sinnum endað á verðlaunapalli í ár.GettyHamilton einfaldlega í annari deildLewis Hamilton ræsti á ráspól og leiddi alla hringi kappakstursins. Hann jafnaði þar með met hetjunar sinnar, Ayrton Senna, um að hafa leitt alla hringi í keppni alls 19 sinnum á ferlinum. Það var ekki eina metið sem Hamilton náði um helgina. Með því að ljúka tímabilinu með 413 sló hann metið yfir hæsta stigafjölda á einu tímabili. Auk þess fékk Bretinn stig í öllum keppnum sumarsins og er því eini ökuþórinn í sögunni til að ná þeim árangri tvisvar, fyrra skiptið var árið 2017. Mercedes hefur nú unnið allar keppnirnar í Abu Dhabi frá árinu 2014, þegar að turbo-hybrid bílarnir komu fyrst inn í Formúlu 1. Max Verstappen kom annar í mark og tryggði sér þar með þriðja sætið í heimsmeistaramóti ökumanna og undan Ferrari ökuþórunum Charles Leclerc og Sebastian Vettel. Formúla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Síðasti kappakstur áratugsins í Formúlu 1 fór fram á Yas Marina brautinni í Abu Dhabi á sunnudag. Lítið hefur gengið hjá Mercedes lokahluta tímabilsins en það heldur betur snérist við í furstadæminu. Hamilton náði öruggum ráspól og var Mercedes bíllinn meðal annars næstum sekúndu hraðari en allir aðrir, einungis á síðasta hluta brautarinnar. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á Yas Marina brautinni síðastliðin fimm ár og hefur liðið alltaf verið í fyrsta og öðru sæti í tímatökum. Engin breyting varð á því um helgina er Valtteri Bottas náði næstbesta tímanum á eftir Hamilton. En þar sem skipta þurfti um vél í bíl Bottas ræsti hann aftastur. Þrátt fyrir það endaði Finninn fjórði á sunnudaginn. Hamilton hefur 17 sinnum endað á verðlaunapalli í ár.GettyHamilton einfaldlega í annari deildLewis Hamilton ræsti á ráspól og leiddi alla hringi kappakstursins. Hann jafnaði þar með met hetjunar sinnar, Ayrton Senna, um að hafa leitt alla hringi í keppni alls 19 sinnum á ferlinum. Það var ekki eina metið sem Hamilton náði um helgina. Með því að ljúka tímabilinu með 413 sló hann metið yfir hæsta stigafjölda á einu tímabili. Auk þess fékk Bretinn stig í öllum keppnum sumarsins og er því eini ökuþórinn í sögunni til að ná þeim árangri tvisvar, fyrra skiptið var árið 2017. Mercedes hefur nú unnið allar keppnirnar í Abu Dhabi frá árinu 2014, þegar að turbo-hybrid bílarnir komu fyrst inn í Formúlu 1. Max Verstappen kom annar í mark og tryggði sér þar með þriðja sætið í heimsmeistaramóti ökumanna og undan Ferrari ökuþórunum Charles Leclerc og Sebastian Vettel.
Formúla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira