Lætur áhorfendur skrifa undir milljón dala trúnaðarsamkomulag Sylvía Hall skrifar 2. desember 2019 21:26 Pete Davidson er ekki hrifinn af því að aðdáendur tjái sig um efni uppistandsins. Vísir/Getty Grínistinn Pete Davidson hefur tekið upp á því að láta áhorfendur á uppistandssýningum sínum skrifa undir trúnaðarsamkomulag. Brjóti áhorfendur gegn samkomulaginu gætu þeir þurft að borga grínistanum milljón dali í miskabætur, sem samsvarar rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. Stacy Young birti mynd af samkomulaginu á viðburð fyrir eitt uppistand Davidson í San Francisco þar sem hún lýsti yfir furðu sinni. Í samkomulaginu er kveðið á um að áhorfendur megi hvorki ræða sýninguna í smáatriðum né hvernig þeir upplifðu hana. Þá þurfa áhorfendur að gefa upp notendanöfn sín á samfélagsmiðlum og afhenda síma og önnur upptökutæki áður en sýning hefst.Stacy Young vakti athygli á málinu á Facebook.SkjáskotYoung segist hafa neitað að skrifa undir samkomulagið og fengið miða sinn endurgreiddan en henni varð fyrst kunnugt um samkomulagið sama dag og sýningin átti að fara fram. Henni hafi þótt fáránlegt að mega ekki hafa skoðun á sýningunni og deila henni með öðru fólki. Í frétt Washington Post um málið segir að samkomulagið hafi kitlað hláturstaugar lögmanna víða enda sé slíkt trúnaðarsamkomulag fordæmalaust. Upphæð bótanna sé óraunhæf og telja margir samninginn eiga frekar að virka sem forvörn en ekki raunverulegt samkomulag sem Davidson muni byggja rétt sinn á. „Refsingin myndi uppskera jafn mikinn hlátur í réttarsal og Pete má eiga von á í uppistöndum sínum,“ sagði Jonathan Handel, lögfræðingur og prófessor í lögfræði í samtali við Washington Post. Davidson er þó ekki fyrsti uppistandarinn sem vill koma í veg fyrir að efni uppistandssýninga nái út fyrir sýninguna sjálfa. Á meðal þeirra sem hafa gripið til ráðstafana er grínistinn Dave Chapelle hefur krafið sýningargesti um að geyma síma sína í tösku á meðan sýningu stendur. Hollywood Tengdar fréttir Ariana Grande gefur út óð til sjálfsástar og fyrrum kærasta Söngkonan Ariana Grande kom aðdáendum á óvart og gaf út nýtt lag þar sem hún syngur um fyrri ástir og mikilvægi þess að elska sjálfan sig. 4. nóvember 2018 12:42 Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Grínistinn Pete Davidson hefur tekið upp á því að láta áhorfendur á uppistandssýningum sínum skrifa undir trúnaðarsamkomulag. Brjóti áhorfendur gegn samkomulaginu gætu þeir þurft að borga grínistanum milljón dali í miskabætur, sem samsvarar rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. Stacy Young birti mynd af samkomulaginu á viðburð fyrir eitt uppistand Davidson í San Francisco þar sem hún lýsti yfir furðu sinni. Í samkomulaginu er kveðið á um að áhorfendur megi hvorki ræða sýninguna í smáatriðum né hvernig þeir upplifðu hana. Þá þurfa áhorfendur að gefa upp notendanöfn sín á samfélagsmiðlum og afhenda síma og önnur upptökutæki áður en sýning hefst.Stacy Young vakti athygli á málinu á Facebook.SkjáskotYoung segist hafa neitað að skrifa undir samkomulagið og fengið miða sinn endurgreiddan en henni varð fyrst kunnugt um samkomulagið sama dag og sýningin átti að fara fram. Henni hafi þótt fáránlegt að mega ekki hafa skoðun á sýningunni og deila henni með öðru fólki. Í frétt Washington Post um málið segir að samkomulagið hafi kitlað hláturstaugar lögmanna víða enda sé slíkt trúnaðarsamkomulag fordæmalaust. Upphæð bótanna sé óraunhæf og telja margir samninginn eiga frekar að virka sem forvörn en ekki raunverulegt samkomulag sem Davidson muni byggja rétt sinn á. „Refsingin myndi uppskera jafn mikinn hlátur í réttarsal og Pete má eiga von á í uppistöndum sínum,“ sagði Jonathan Handel, lögfræðingur og prófessor í lögfræði í samtali við Washington Post. Davidson er þó ekki fyrsti uppistandarinn sem vill koma í veg fyrir að efni uppistandssýninga nái út fyrir sýninguna sjálfa. Á meðal þeirra sem hafa gripið til ráðstafana er grínistinn Dave Chapelle hefur krafið sýningargesti um að geyma síma sína í tösku á meðan sýningu stendur.
Hollywood Tengdar fréttir Ariana Grande gefur út óð til sjálfsástar og fyrrum kærasta Söngkonan Ariana Grande kom aðdáendum á óvart og gaf út nýtt lag þar sem hún syngur um fyrri ástir og mikilvægi þess að elska sjálfan sig. 4. nóvember 2018 12:42 Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Ariana Grande gefur út óð til sjálfsástar og fyrrum kærasta Söngkonan Ariana Grande kom aðdáendum á óvart og gaf út nýtt lag þar sem hún syngur um fyrri ástir og mikilvægi þess að elska sjálfan sig. 4. nóvember 2018 12:42
Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning