Tugir hitameta féllu í gær: „Óvenjuleg hlýindi í desember“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2019 10:15 Það var nú ekki beint sólríkt á höfuðborgarsvæðinu í gær en þó var hlýtt, líkt og víða um land. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Ný desemberhitamet voru slegin á mörgum tugum sjálfvirkra veðurathugunarstöðva í gær en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi óvenju miklu hlýindi í nýrri færslu á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Þar kemur fram að hæsti hiti sem hingað til hefur mælst hér á landi í desember hafi verið 18,4 stig en það gerðist þann 14. desember 2001. Í gær féll þetta met rækilega þar sem hæsti hiti á landinu mældist 19,7 stig á Kvískerjum í Öræfum. Þá mældist hann 19 stig í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og 18,7 í Vestdal við Seyðisfjörð. Trausti segir í færslu sinni að hann muni varla eftir því að jafnmörg dægurhámarksmet hafi fallið sama daginn, líklega á um 200 stöðvum.Hlýja loftið komið langt að Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enn eigi eftir að staðfesta öll hitametin en það sé ljóst að fullt af metum hafi verið slegin. „Þetta eru óvenjuleg hlýindi í byrjun desember,“ segir Þorsteinn. Nú sé hins vegar að fara að kólna. „Þessi hausthiti hann er á förum núna. Við förum yfir í norðanáttir og kulda og svolítinn lægðagang næstu dagana.“ Þá ritar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um uppruna hlýja loftsins á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir loftið langt að komið: „Á föstudag var það nærri yfirborði suður undir 30°N djúpt vestur af Kanaríeyjum. Á fullveldisdaginn (sunnudag) barst það yfir Azoreyjar. Áfram nærri yfirborði, en með fallandi loftvog í vestri og aukinni SSV-átt í öllum hæðum veðrahvolfs fór það hratt yfir síðasta spölinn og við sjáum á blá ferlinum að ögnin okkar lyftist í hærri hæðir þegar loftið nálgaðist Íslandsstrendur. Áhrif fjallanna, en uppstreymi kom líka til á stóru svæði vegna veðurstöðunnar. Þó loftið kólni með hæð "varðveitir" það bísna vel á svo fáum dögum varma sinn og komist það aftur niður raungerist þægilegur hiti þess á mælum eins og sást í gær á Kvískerjum þegar þar mældust rúmar 19,7°C. Eins 19,0 á Borgarfirði eystra og 18,7 á Seyðisfirði.“Færslu Einars og þar með myndina sem hann vísar til má sjá hér fyrir neðan. Veður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Sjá meira
Ný desemberhitamet voru slegin á mörgum tugum sjálfvirkra veðurathugunarstöðva í gær en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi óvenju miklu hlýindi í nýrri færslu á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Þar kemur fram að hæsti hiti sem hingað til hefur mælst hér á landi í desember hafi verið 18,4 stig en það gerðist þann 14. desember 2001. Í gær féll þetta met rækilega þar sem hæsti hiti á landinu mældist 19,7 stig á Kvískerjum í Öræfum. Þá mældist hann 19 stig í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og 18,7 í Vestdal við Seyðisfjörð. Trausti segir í færslu sinni að hann muni varla eftir því að jafnmörg dægurhámarksmet hafi fallið sama daginn, líklega á um 200 stöðvum.Hlýja loftið komið langt að Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enn eigi eftir að staðfesta öll hitametin en það sé ljóst að fullt af metum hafi verið slegin. „Þetta eru óvenjuleg hlýindi í byrjun desember,“ segir Þorsteinn. Nú sé hins vegar að fara að kólna. „Þessi hausthiti hann er á förum núna. Við förum yfir í norðanáttir og kulda og svolítinn lægðagang næstu dagana.“ Þá ritar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um uppruna hlýja loftsins á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir loftið langt að komið: „Á föstudag var það nærri yfirborði suður undir 30°N djúpt vestur af Kanaríeyjum. Á fullveldisdaginn (sunnudag) barst það yfir Azoreyjar. Áfram nærri yfirborði, en með fallandi loftvog í vestri og aukinni SSV-átt í öllum hæðum veðrahvolfs fór það hratt yfir síðasta spölinn og við sjáum á blá ferlinum að ögnin okkar lyftist í hærri hæðir þegar loftið nálgaðist Íslandsstrendur. Áhrif fjallanna, en uppstreymi kom líka til á stóru svæði vegna veðurstöðunnar. Þó loftið kólni með hæð "varðveitir" það bísna vel á svo fáum dögum varma sinn og komist það aftur niður raungerist þægilegur hiti þess á mælum eins og sást í gær á Kvískerjum þegar þar mældust rúmar 19,7°C. Eins 19,0 á Borgarfirði eystra og 18,7 á Seyðisfirði.“Færslu Einars og þar með myndina sem hann vísar til má sjá hér fyrir neðan.
Veður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent