Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 16:00 Haukur Þrastarson í leik með Selfossi á móti FH. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar FH eru komnir niður í sjötta sæti Olís deildar karla eftir að FH-ingum tókst að halda markahæsta leikmanni deildarinnar, Hauki Þrastarsyni, í fjórum mörkum í sannfærandi sigri sínum á Selfossi í gær. Arnar Björnsson skoðaði betur leikinn í Hleðsluhöllinnni í gær. Íslandsmeistarar Selfoss og bikarmeistarar FH áttust við í síðasta leik 12. umferðar Olísdeildar karla á Selfossi í handbolta í gærkvöldi. FH vann leik liðanna í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni eftir framlengdan leik en Selfoss vann nokkum dögum síðar í Kaplakrika þegar liðin mættust í 1. umferð Olísdeildarinnar. FH byrjaði betur og hélt forystunni í hröðum og skemmtilegum leik. Birgir Már Birgisson skoraði 6 mörk fyrir FH í fyrri hálfleik, Phil Döhler var traustur í markinu og Ásbjörn Friðriksson stýrði FH-liðinu eins og herforingi. Selfyssingar treystu á markahæsta mann Íslandsmótsins, Hauk Þrastarson sem var í góðri gæslu FH-inga, staðan 18-14 fyrir FH í hálfleik. FH hélt áfram að auka muninn, Ásbjörn stýrði sínum mönnum ákaflega fagmannlega og þegar höndin var kominn upp hjá dómurunum hjó hann á hnútinn, hann skoraði 9 mörk í leiknum, Einar Rafn Eiðsson, sem skoraði 14 mörk í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni, skoraði 6 mörk í gær líkt og Birgir Már Birgisson, öll hans mörk komu í fyrri hálfleik. Atli Ævar Ingólfsson átti mjög góðan leik á línunni hjá Selfyssingum, skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Hergeir Grímsson kom næstur með 6 mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Haukur Þrastarson hefur dregið vagninn fyrir Selfyssinga í vetur en hann skoraði aðeins 4 mörk en skilaði 8 stoðsendingum. FH gékk betur að hemja hann en önnur lið í vetur. FH náði 8 marka forystu en Selfyssingar minnkuðu muninn í sex mörk, úrslitin 37-31. FH komst með sigrinum í þriðja sætið er með 16 stig eins og ÍR. Haukar halda traustataki í 1. sætið, eru með 21 stig, tveimur meira en Afturelding. Valur og Selfoss eru jöfn í 5. sætinu með 15 stig. Valur og FH mætast í stórleik 13. umferðar á mánudaginn og Selfoss sækir ÍR heim í Breiðholtið daginn áður. Hér fyrir neðan fer Arnar Björnsson yfir leikinn í gærkvöldi og þar má einnig finna viðtöl við þjálfara liðanna og Ásbjörn Friðriksson, leikmann FH.Klippa: Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Íslandsmeistarar FH eru komnir niður í sjötta sæti Olís deildar karla eftir að FH-ingum tókst að halda markahæsta leikmanni deildarinnar, Hauki Þrastarsyni, í fjórum mörkum í sannfærandi sigri sínum á Selfossi í gær. Arnar Björnsson skoðaði betur leikinn í Hleðsluhöllinnni í gær. Íslandsmeistarar Selfoss og bikarmeistarar FH áttust við í síðasta leik 12. umferðar Olísdeildar karla á Selfossi í handbolta í gærkvöldi. FH vann leik liðanna í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni eftir framlengdan leik en Selfoss vann nokkum dögum síðar í Kaplakrika þegar liðin mættust í 1. umferð Olísdeildarinnar. FH byrjaði betur og hélt forystunni í hröðum og skemmtilegum leik. Birgir Már Birgisson skoraði 6 mörk fyrir FH í fyrri hálfleik, Phil Döhler var traustur í markinu og Ásbjörn Friðriksson stýrði FH-liðinu eins og herforingi. Selfyssingar treystu á markahæsta mann Íslandsmótsins, Hauk Þrastarson sem var í góðri gæslu FH-inga, staðan 18-14 fyrir FH í hálfleik. FH hélt áfram að auka muninn, Ásbjörn stýrði sínum mönnum ákaflega fagmannlega og þegar höndin var kominn upp hjá dómurunum hjó hann á hnútinn, hann skoraði 9 mörk í leiknum, Einar Rafn Eiðsson, sem skoraði 14 mörk í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni, skoraði 6 mörk í gær líkt og Birgir Már Birgisson, öll hans mörk komu í fyrri hálfleik. Atli Ævar Ingólfsson átti mjög góðan leik á línunni hjá Selfyssingum, skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Hergeir Grímsson kom næstur með 6 mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Haukur Þrastarson hefur dregið vagninn fyrir Selfyssinga í vetur en hann skoraði aðeins 4 mörk en skilaði 8 stoðsendingum. FH gékk betur að hemja hann en önnur lið í vetur. FH náði 8 marka forystu en Selfyssingar minnkuðu muninn í sex mörk, úrslitin 37-31. FH komst með sigrinum í þriðja sætið er með 16 stig eins og ÍR. Haukar halda traustataki í 1. sætið, eru með 21 stig, tveimur meira en Afturelding. Valur og Selfoss eru jöfn í 5. sætinu með 15 stig. Valur og FH mætast í stórleik 13. umferðar á mánudaginn og Selfoss sækir ÍR heim í Breiðholtið daginn áður. Hér fyrir neðan fer Arnar Björnsson yfir leikinn í gærkvöldi og þar má einnig finna viðtöl við þjálfara liðanna og Ásbjörn Friðriksson, leikmann FH.Klippa: Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira