Sportpakkinn: „Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 15:15 Virgil van Dijk á verðlaunaafhendingunni í gær. Getty/Kristy Sparow Lionel Messi vann Gullboltann í sjötta sinn í gær en Arnar Björnsson skoðaði betur manninn sem endaði í öðru sætinu en Virgil van Dijk átti magnað ár með Liverpool og hollenska landsliðinu. Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk varð annar í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Margir töldu hann eiga raunhæfan möguleika á að skáka Lionel Messi. Aðeins munaði sjö stigum á þeim, Messi fékk 686 stig, Van Dijk 679 og Cristiano Ronaldo varð þriðji með 476 stig. Síðasti varnarmaðurinn sem var valinn sá besti var Ítalinn Fabio Cannavaro 2006. Messi hefur aldrei unnið gullboltann með jafn litlum mun. „Ég er mjög stoltur af því hve langt ég hef náð á mínum ferli. Stoltur af fjölskyldunni, eiginkonu og börnum sem hafa staðið þétt við bakið á mér. Það að verða annar í keppni um gullskóinn er ótrúlegt. Að vera í hópi með öllum þessum nöfnum, flestir leikmennirnir eru sóknarmenn og því er þetta sérstakt fyrir varnarmann. Þetta ætti að hvetja unga varnarmenn. Síðasta leiktíð var glæsileg hjá okkur og í raun hefðum við alveg getað átt fleiri leikmenn á 30 manna listanum. Allir geta verið ánægðir með árangur Liverpool, kannski hefðum við átt að eiga tvo fleiri á listanum ef ég á að vera hreinskilinn. Síðasta leiktíð á að gefa okkur kraft til að gera enn betur og ná betri árangri en á síðustu leiktíð. Það er markmið okkar. Erfiðast er að halda stöðugleikanum leik eftir leik. Vonandi tekst mér það og bæta mig enn meira. Fólk býst við miklu af mér og reyni að standa undir væntingunum. Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“, sagði Virgil van Dijk eftir að niðurstaðan í kjörinu lá fyrir. Hollendingurinn, Matthijs de Ligt, var frábær með Ajax á síðustu leiktíð og gekk í sumar til liðs við stórlið Juventus. Hann var valinn sá besti af ungu leikmönnunum. „Það skiptir miklu að vinna þennan titil. Þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég held að munurinn hafi ekki verið mikill. Það eru svo margir hæfileikaríkir strákar sem komu til greina. Ég stóð mig vel á síðustu leiktíð og er alsæll með að hafa orðið fyrir valinu. Ég vonast til að bæta mig sem knattspyrnumaður á hverjum degi og sýna hvað ég get, það gengur að minnsta kosti vel núna,“ sagði Matthijs de Ligt. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fjalla um Hollendingana tvo sem verða væntanlega saman í miðri vörn hollenska liðsins á EM næsta sumar.Klippa: Sportpakkinn: Stoltur að vera í öðru sætinu á eftir Lionel Messi EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Lionel Messi vann Gullboltann í sjötta sinn í gær en Arnar Björnsson skoðaði betur manninn sem endaði í öðru sætinu en Virgil van Dijk átti magnað ár með Liverpool og hollenska landsliðinu. Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk varð annar í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Margir töldu hann eiga raunhæfan möguleika á að skáka Lionel Messi. Aðeins munaði sjö stigum á þeim, Messi fékk 686 stig, Van Dijk 679 og Cristiano Ronaldo varð þriðji með 476 stig. Síðasti varnarmaðurinn sem var valinn sá besti var Ítalinn Fabio Cannavaro 2006. Messi hefur aldrei unnið gullboltann með jafn litlum mun. „Ég er mjög stoltur af því hve langt ég hef náð á mínum ferli. Stoltur af fjölskyldunni, eiginkonu og börnum sem hafa staðið þétt við bakið á mér. Það að verða annar í keppni um gullskóinn er ótrúlegt. Að vera í hópi með öllum þessum nöfnum, flestir leikmennirnir eru sóknarmenn og því er þetta sérstakt fyrir varnarmann. Þetta ætti að hvetja unga varnarmenn. Síðasta leiktíð var glæsileg hjá okkur og í raun hefðum við alveg getað átt fleiri leikmenn á 30 manna listanum. Allir geta verið ánægðir með árangur Liverpool, kannski hefðum við átt að eiga tvo fleiri á listanum ef ég á að vera hreinskilinn. Síðasta leiktíð á að gefa okkur kraft til að gera enn betur og ná betri árangri en á síðustu leiktíð. Það er markmið okkar. Erfiðast er að halda stöðugleikanum leik eftir leik. Vonandi tekst mér það og bæta mig enn meira. Fólk býst við miklu af mér og reyni að standa undir væntingunum. Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“, sagði Virgil van Dijk eftir að niðurstaðan í kjörinu lá fyrir. Hollendingurinn, Matthijs de Ligt, var frábær með Ajax á síðustu leiktíð og gekk í sumar til liðs við stórlið Juventus. Hann var valinn sá besti af ungu leikmönnunum. „Það skiptir miklu að vinna þennan titil. Þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég held að munurinn hafi ekki verið mikill. Það eru svo margir hæfileikaríkir strákar sem komu til greina. Ég stóð mig vel á síðustu leiktíð og er alsæll með að hafa orðið fyrir valinu. Ég vonast til að bæta mig sem knattspyrnumaður á hverjum degi og sýna hvað ég get, það gengur að minnsta kosti vel núna,“ sagði Matthijs de Ligt. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fjalla um Hollendingana tvo sem verða væntanlega saman í miðri vörn hollenska liðsins á EM næsta sumar.Klippa: Sportpakkinn: Stoltur að vera í öðru sætinu á eftir Lionel Messi
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira