Segir stjórn RÚV vanhæfa og telur að hún eigi að víkja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 14:26 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagðist hann ekki treysta stjórninni og veltir því fyrir sér hvort hún ætti að víkja. Gagnrýni Páls beindist meðal annars að þeirri ákvörðun stjórnarinnar að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. „Ef ekki brot beinlínis á þeim upplýsingalögum sem Ríkisútvarpinu ber að fara eftir. Þá var það alla vega brot á þeirra eigin skilningi á upplýsingalögum og stefnuyfirlýsingu sem þangað til í gær var að finna á heimasíðu RÚV,“ sagði Páll.Vísir vakti athygli á því í gær að tilvísun í upplýsingalög hafi verið fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Í gærmorgun var í yfirlýsingunni kveðið á um skyldu stofnunarinnar til að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Síðar sama dag hafði þessu verið breytt. „Þessi síendurtekni vandræðagangur og vanhæfni af hálfu stjórnar Ríkisútvarpsins skapar vantraust. Af þeim ástæðum tel ég íhugunarefni fyrir stjórn Ríkisútvarpsins hvort hún ætti ekki í ljósi stöðunnar að víkja,“ sagði Páll. „Ekki treysti ég henni til að taka þá ákvörðun að ráða nýjan útvarpsstjóra miðað við alla þessa himinhrópandi vanhæfni og vandræðagang,“ sagði Páll. Ef stjórnin íhugi ekki stöðu sína sjálf sé það að mati Páls íhugunarefni fyrir menntamálaráðherra hvort hann ætti að boða til hluthafafundar og víkja stjórninni. Skýrsla Ríkisendurskoðunar enn eitt dæmið „Nú liggur það fyrir, klappað í stein, að Ríkisútvarpið hefur markvisst og væntanlega meðvitað brotið lög um tveggja ára skeið. Upp úr um það hvað Ríkisendurskoðun endanlega í skýrslu sinni í stjórnsýsluúttektum Ríkisútvarpið um daginn,“ sagði Páll ennfremur í ræðu sinni. Sagði hann stjórn Ríkisútvarpsins hafa gripið til þess „stórundarlega ráðs“ að segja að stofnunin hafi þurft að bíða eftir þessari niðurstöðunni í 24 mánuði til að segja þeim hvort þeir ættu að fara að lögum eða ekki. „Ríkisendurskoðun svaraði strax: Það þurfti ekkert að bíða eftir okkur. Það hefur legið fyrir með óyggjandi hætti frá upphafi að Ríkisútvarpinu bar að fara að þessum lögum,“ sagði Páll en samkvæmt niðurstöðum Ríkisendurskoðunar hefur Rúv til að mynda ekki farið að lögum með því að stofna ekki dótturfélag eða félög um allan samkeppnisrekstur. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagðist hann ekki treysta stjórninni og veltir því fyrir sér hvort hún ætti að víkja. Gagnrýni Páls beindist meðal annars að þeirri ákvörðun stjórnarinnar að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. „Ef ekki brot beinlínis á þeim upplýsingalögum sem Ríkisútvarpinu ber að fara eftir. Þá var það alla vega brot á þeirra eigin skilningi á upplýsingalögum og stefnuyfirlýsingu sem þangað til í gær var að finna á heimasíðu RÚV,“ sagði Páll.Vísir vakti athygli á því í gær að tilvísun í upplýsingalög hafi verið fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Í gærmorgun var í yfirlýsingunni kveðið á um skyldu stofnunarinnar til að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Síðar sama dag hafði þessu verið breytt. „Þessi síendurtekni vandræðagangur og vanhæfni af hálfu stjórnar Ríkisútvarpsins skapar vantraust. Af þeim ástæðum tel ég íhugunarefni fyrir stjórn Ríkisútvarpsins hvort hún ætti ekki í ljósi stöðunnar að víkja,“ sagði Páll. „Ekki treysti ég henni til að taka þá ákvörðun að ráða nýjan útvarpsstjóra miðað við alla þessa himinhrópandi vanhæfni og vandræðagang,“ sagði Páll. Ef stjórnin íhugi ekki stöðu sína sjálf sé það að mati Páls íhugunarefni fyrir menntamálaráðherra hvort hann ætti að boða til hluthafafundar og víkja stjórninni. Skýrsla Ríkisendurskoðunar enn eitt dæmið „Nú liggur það fyrir, klappað í stein, að Ríkisútvarpið hefur markvisst og væntanlega meðvitað brotið lög um tveggja ára skeið. Upp úr um það hvað Ríkisendurskoðun endanlega í skýrslu sinni í stjórnsýsluúttektum Ríkisútvarpið um daginn,“ sagði Páll ennfremur í ræðu sinni. Sagði hann stjórn Ríkisútvarpsins hafa gripið til þess „stórundarlega ráðs“ að segja að stofnunin hafi þurft að bíða eftir þessari niðurstöðunni í 24 mánuði til að segja þeim hvort þeir ættu að fara að lögum eða ekki. „Ríkisendurskoðun svaraði strax: Það þurfti ekkert að bíða eftir okkur. Það hefur legið fyrir með óyggjandi hætti frá upphafi að Ríkisútvarpinu bar að fara að þessum lögum,“ sagði Páll en samkvæmt niðurstöðum Ríkisendurskoðunar hefur Rúv til að mynda ekki farið að lögum með því að stofna ekki dótturfélag eða félög um allan samkeppnisrekstur.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Sjá meira