Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 14:39 Á mynd má sjá þjóðlendur innan miðhálendislínu. Skjáskot/Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands hefur lagt það til að Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar, það er þjóðlendum og friðlýstum svæðum sem eru innan miðhálendisins. Nefndin skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. Gert er ráð fyrir að ráðherra leggi fram frumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarð á Alþingi næsta vor sem byggi á áherslum nefndarinnar. Í nefndinni um garðinn sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis. Nefndin leggur til að víðtækt samráð verði haft um stjórnun þjóðgarðsins þar sem sveitarfélög og helstu hagaðilar hafi beina aðkomu. Stjórnunin verði dreifð og aðkoma sveitarfélaga og hagaðila aukin frá því sem þekkst hefur í stjórnsýslu friðlýstra svæða til þessa.Óli Halldórsson, formaður nefndarinnar afhenti Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra skýrsluna í dag.Mynd/StjórnarráðiðÞá leggur nefndin meðal annars til að Hálendisþjóðgarði verði skipt í nokkur rekstrarsvæði þar sem starfrækt verði svæðisbundin ráð sem fari með svæðisbundna stefnumörkun, umsjón og rekstur. Einnig leggur nefndin áherslu á að Hálendisþjóðgarður efli og styðji við sjálfbæra nýtingu hálendisins um leið og hann grundvallist á sáttmála um að standa vörð um þær merku minjar í náttúrufari og menningu sem einkenna hálendi Íslands. „Hálendisþjóðgarður verður einstakur þjóðgarður á miðhálendi Íslands þar sem er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu. Ég vil þakka nefndinni þeirra frábærlega vel unnu störf sem færa okkur nær því marki að stofna þjóðgarð á miðhálendinu með öllum þeim tækifærum sem því fylgja,“ er haft eftir umhverfisráðherra í tilkynningu.Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni. Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16 Kynna áform um þjóðgarð Þverpólitísk nefnd um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins hefur unnið að þeim áherslum sem fyrirhugað lagafrumvarp mun byggja á. 21. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands hefur lagt það til að Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar, það er þjóðlendum og friðlýstum svæðum sem eru innan miðhálendisins. Nefndin skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. Gert er ráð fyrir að ráðherra leggi fram frumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarð á Alþingi næsta vor sem byggi á áherslum nefndarinnar. Í nefndinni um garðinn sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis. Nefndin leggur til að víðtækt samráð verði haft um stjórnun þjóðgarðsins þar sem sveitarfélög og helstu hagaðilar hafi beina aðkomu. Stjórnunin verði dreifð og aðkoma sveitarfélaga og hagaðila aukin frá því sem þekkst hefur í stjórnsýslu friðlýstra svæða til þessa.Óli Halldórsson, formaður nefndarinnar afhenti Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra skýrsluna í dag.Mynd/StjórnarráðiðÞá leggur nefndin meðal annars til að Hálendisþjóðgarði verði skipt í nokkur rekstrarsvæði þar sem starfrækt verði svæðisbundin ráð sem fari með svæðisbundna stefnumörkun, umsjón og rekstur. Einnig leggur nefndin áherslu á að Hálendisþjóðgarður efli og styðji við sjálfbæra nýtingu hálendisins um leið og hann grundvallist á sáttmála um að standa vörð um þær merku minjar í náttúrufari og menningu sem einkenna hálendi Íslands. „Hálendisþjóðgarður verður einstakur þjóðgarður á miðhálendi Íslands þar sem er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu. Ég vil þakka nefndinni þeirra frábærlega vel unnu störf sem færa okkur nær því marki að stofna þjóðgarð á miðhálendinu með öllum þeim tækifærum sem því fylgja,“ er haft eftir umhverfisráðherra í tilkynningu.Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni.
Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16 Kynna áform um þjóðgarð Þverpólitísk nefnd um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins hefur unnið að þeim áherslum sem fyrirhugað lagafrumvarp mun byggja á. 21. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08
Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16
Kynna áform um þjóðgarð Þverpólitísk nefnd um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins hefur unnið að þeim áherslum sem fyrirhugað lagafrumvarp mun byggja á. 21. nóvember 2019 06:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent