Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2019 21:30 Prófessorarnir Noah Feldman, Pamela Karlan, Michael Gerhardt og Jonathan Turley. AP/Alex Brandon Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. Þetta sögðu fræðimennirnir á opnum fundi dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur tekið við rannsókninni á mögulegum embættisbrotum Trump. Áðurnefndir þrír fræðimenn voru boðaðir á fundinn af Demókrötum í nefndinni og sá fjórði af Repúblikönum. Fundurinn var boðaður í kjölfar þess að leyniþjónustunefnd þingsins gaf í gær út skýrslu þar sem því er haldið fram að Trump hafi „fórnað þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna í eigin pólitísku þágu“. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. „Ef það sem við erum að tala um er ekki embættisbrot, þá er ekkert embættisbrot,“ sagði prófessorinn Michael Gerhardt.Sjá einnig: Segja Trump hafa brotið af sér í starfiJerrold Nadler, formaður nefndarinnar, sagði í upphafi fundarins að staðreyndir málsins væru óumdeilanlegar. Trump hefði reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna til að fá erlent ríki til að hafa áhrif á forsetakosningarnar á næsta ári og hann gæti reynt að gera það aftur. „Við getum ekki beðið eftir kosningum til að tækla þessa krísu,“ sagði Nadler. Hann sagði forsetann hafa sýnt það með hegðun sinni að nauðsynlegt væri að bregðast við. Æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins í nefndinni, Doug Collins, sakaði Demókrata um að reyna að fella úr gildi niðurstöðu forsetakosninganna 2016. Demókrötum væri einfaldlega illa við Trump. Þar að auki væri ferlið ósanngjarnt gagnvart Trump. Rannsóknin væri hneisa og skammarleg.Vert er að benda á að ef fulltrúadeildin ákærir Trump fyrir embættisbrot, er það öldungadeildarinnar, þar sem Repbúlikanar eru í meirihluta, að ákveða hvort víkja eigi forsetanum úr embætti. Ef það yrði gert, tæki Mike Pence, varaforseti við embætti. Það yrði ekki boðað til nýrra kosninga eða eitthvað slíkt. Repúblikanar vörðu miklum tíma í að krefjast atkvæðagreiðslna um formleg atriði og gagnrýna rannsóknina sjálfa. Fræðimennirnir fjórir vörðu miklum tíma í að setja sig í spor landsfeðra Bandaríkjanna, þeirra sem sömdu stjórnarskrá ríkisins átjándu öldinni. Pamela Karlan, frá Stanford, sagði þá hafa haft sérstaklega miklar áhyggjur af afskiptum annarra ríkja af kosningum í Bandaríkjunum. Miðað við niðurstöður rannsóknar fulltrúadeildarinnar hafi Trump einmitt reynt að fá annað ríki til þess. Fræðimaðurinn Jonathan Turley, sem Repúblikanar kölluðu fyrir nefndina, sagði mögulega kæru gegn Trump byggða á sandi, þar sem Trump hefði ekki framið hreina glæpi. Árið 2014 skrifaði Turley þó grein sem birt var af Washington Post og fjallar um embættisákærur. Þar segir hann að hvorki forseti, né aðrir embættismenn, þurfi að fremja glæpi til að vera vikið úr embætti. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. 23. nóvember 2019 12:22 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. Þetta sögðu fræðimennirnir á opnum fundi dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur tekið við rannsókninni á mögulegum embættisbrotum Trump. Áðurnefndir þrír fræðimenn voru boðaðir á fundinn af Demókrötum í nefndinni og sá fjórði af Repúblikönum. Fundurinn var boðaður í kjölfar þess að leyniþjónustunefnd þingsins gaf í gær út skýrslu þar sem því er haldið fram að Trump hafi „fórnað þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna í eigin pólitísku þágu“. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. „Ef það sem við erum að tala um er ekki embættisbrot, þá er ekkert embættisbrot,“ sagði prófessorinn Michael Gerhardt.Sjá einnig: Segja Trump hafa brotið af sér í starfiJerrold Nadler, formaður nefndarinnar, sagði í upphafi fundarins að staðreyndir málsins væru óumdeilanlegar. Trump hefði reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna til að fá erlent ríki til að hafa áhrif á forsetakosningarnar á næsta ári og hann gæti reynt að gera það aftur. „Við getum ekki beðið eftir kosningum til að tækla þessa krísu,“ sagði Nadler. Hann sagði forsetann hafa sýnt það með hegðun sinni að nauðsynlegt væri að bregðast við. Æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins í nefndinni, Doug Collins, sakaði Demókrata um að reyna að fella úr gildi niðurstöðu forsetakosninganna 2016. Demókrötum væri einfaldlega illa við Trump. Þar að auki væri ferlið ósanngjarnt gagnvart Trump. Rannsóknin væri hneisa og skammarleg.Vert er að benda á að ef fulltrúadeildin ákærir Trump fyrir embættisbrot, er það öldungadeildarinnar, þar sem Repbúlikanar eru í meirihluta, að ákveða hvort víkja eigi forsetanum úr embætti. Ef það yrði gert, tæki Mike Pence, varaforseti við embætti. Það yrði ekki boðað til nýrra kosninga eða eitthvað slíkt. Repúblikanar vörðu miklum tíma í að krefjast atkvæðagreiðslna um formleg atriði og gagnrýna rannsóknina sjálfa. Fræðimennirnir fjórir vörðu miklum tíma í að setja sig í spor landsfeðra Bandaríkjanna, þeirra sem sömdu stjórnarskrá ríkisins átjándu öldinni. Pamela Karlan, frá Stanford, sagði þá hafa haft sérstaklega miklar áhyggjur af afskiptum annarra ríkja af kosningum í Bandaríkjunum. Miðað við niðurstöður rannsóknar fulltrúadeildarinnar hafi Trump einmitt reynt að fá annað ríki til þess. Fræðimaðurinn Jonathan Turley, sem Repúblikanar kölluðu fyrir nefndina, sagði mögulega kæru gegn Trump byggða á sandi, þar sem Trump hefði ekki framið hreina glæpi. Árið 2014 skrifaði Turley þó grein sem birt var af Washington Post og fjallar um embættisákærur. Þar segir hann að hvorki forseti, né aðrir embættismenn, þurfi að fremja glæpi til að vera vikið úr embætti.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. 23. nóvember 2019 12:22 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14
Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23
Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00
Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. 23. nóvember 2019 12:22
Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36
Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30
Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00