Áhrifavaldur safnaði milljón á sólarhring Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 16:10 Helgi Ómarsson að gera góða hluti. mynd/UNICEF „Það sem gerir mig svo meyran er bara hvað er til mikið af góðu fólki. Og hvað þúsund kall getur orðið stór. Þetta sýnir okkur það,“ segir ljósmyndarinn og Instagram-stjarnan Helgi Ómarsson í samtali við UNICEF sem var hóflega bjartsýnn þegar hann hóf söfnun fyrir neyðartjaldi í Sönnum gjöfum UNICEF meðal fylgjenda sinna á Instagram á þriðjudag. Á rúmlega einum sólahring hefur Helgi náð að safna rúmlega einni milljón króna á reikning sem hann stofnaði fyrir söfnunina. Helgi mun kaupa hjálpargögn fyrir fjárhæðina á Sannargjafar.is. í dag. Eitt neyðartjald kostar 158 þúsund. Auk neyðartjaldsins, sem nýtist á stríðs- og hamfarasvæðum sem til dæmis heilsugæsla, bráðabirgðaskóli eða barnvænt svæði þar sem börn geta leikið sér og fengið að vera börn við erfiðar aðstæður, þá var augljóslega afgangur til að kaupa mikið af hjálpargögnum. Bóluefni gegn mislingafaraldri sem nú kostar þúsundir barna lífið í Kongó og Suður Kyrrahafi, jarðhnetumauki sem bjargar lífi vannærðra barna um allan heim, vatnshreinsitöflur sem á augnabliki breyta óhreinu og sýktu vatni í drykkjarhæft vatn og hlýjan fatnað fyrir veturinn svo fátt eitt sé nefnt. „Ég er bara svo þakklátur hvað það er til margt gott fólk. Stundum er maður of fastur í að spá hvað heimurinn getur verið ósanngjarn og vondur. En gott fólk með fallegt hjartalag er ljós í öllu myrkri. Nú þurfum við að vera duglegri að gefa í hjálparstarf, kaupa minni óþarfa og setja peninginn þar sem þörfin er mest,“ segir Helgi. „Að hugsa til þess hvað okkur tókst að gera fyrir fólk í erfiðum aðstæðum er klikkað. Takk fyrir mig og takk fyrir að vera öll svona yndislegt.“Fyrir upphæðina sem safnaðist keyptu Helgi og fylgjendur hans í sameiningu: 3 vatnsdælur 2.000 skammta af næringarríku jarðhnetumauki. 12 kassa af hlýjum vetrarfatnaði. 2 skóla í kassa. 200.000 vatnshreinsitöflur sem hreinsa milljón lítra af vatni. 1.000 skammta af bóluefni gegn mislingum. Þrjú neyðartjöld. Hjálparstarf Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
„Það sem gerir mig svo meyran er bara hvað er til mikið af góðu fólki. Og hvað þúsund kall getur orðið stór. Þetta sýnir okkur það,“ segir ljósmyndarinn og Instagram-stjarnan Helgi Ómarsson í samtali við UNICEF sem var hóflega bjartsýnn þegar hann hóf söfnun fyrir neyðartjaldi í Sönnum gjöfum UNICEF meðal fylgjenda sinna á Instagram á þriðjudag. Á rúmlega einum sólahring hefur Helgi náð að safna rúmlega einni milljón króna á reikning sem hann stofnaði fyrir söfnunina. Helgi mun kaupa hjálpargögn fyrir fjárhæðina á Sannargjafar.is. í dag. Eitt neyðartjald kostar 158 þúsund. Auk neyðartjaldsins, sem nýtist á stríðs- og hamfarasvæðum sem til dæmis heilsugæsla, bráðabirgðaskóli eða barnvænt svæði þar sem börn geta leikið sér og fengið að vera börn við erfiðar aðstæður, þá var augljóslega afgangur til að kaupa mikið af hjálpargögnum. Bóluefni gegn mislingafaraldri sem nú kostar þúsundir barna lífið í Kongó og Suður Kyrrahafi, jarðhnetumauki sem bjargar lífi vannærðra barna um allan heim, vatnshreinsitöflur sem á augnabliki breyta óhreinu og sýktu vatni í drykkjarhæft vatn og hlýjan fatnað fyrir veturinn svo fátt eitt sé nefnt. „Ég er bara svo þakklátur hvað það er til margt gott fólk. Stundum er maður of fastur í að spá hvað heimurinn getur verið ósanngjarn og vondur. En gott fólk með fallegt hjartalag er ljós í öllu myrkri. Nú þurfum við að vera duglegri að gefa í hjálparstarf, kaupa minni óþarfa og setja peninginn þar sem þörfin er mest,“ segir Helgi. „Að hugsa til þess hvað okkur tókst að gera fyrir fólk í erfiðum aðstæðum er klikkað. Takk fyrir mig og takk fyrir að vera öll svona yndislegt.“Fyrir upphæðina sem safnaðist keyptu Helgi og fylgjendur hans í sameiningu: 3 vatnsdælur 2.000 skammta af næringarríku jarðhnetumauki. 12 kassa af hlýjum vetrarfatnaði. 2 skóla í kassa. 200.000 vatnshreinsitöflur sem hreinsa milljón lítra af vatni. 1.000 skammta af bóluefni gegn mislingum. Þrjú neyðartjöld.
Hjálparstarf Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira