Fótbolti

Bale er ekki hamingjusamur hjá Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Árið hefur verið erfitt hjá Bale á Spáni.
Árið hefur verið erfitt hjá Bale á Spáni. vísir/getty
Umboðsmaður Gareth Bale hefur gefið því undir fótinn að leikmaðurinn muni yfirgefa herbúðir Real Madrid í janúar.

Umboðsmaðurinn, Jonatham Barnett, sagði að Bale væri svo sannarlega ekki í skýjunum hjá félaginu en þrátt fyrir það væri hann ekki að reyna að komast frá félaginu.

„Hann hefur aldrei beðið um að fá að fara. Hann er með samning og meðan félagið vill enn hafa hann þá er lítið hægt að gera,“ sagði Barnett en skjólstæðingur hans var þó næstum farinn til Kína síðasta sumar.

Þó svo Bale hafi ekki beðið um að fara er ljóst að leikmaðurinn vill fara og umbinn vinnur að því að koma honum annað. Áhugi Real-manna á að halda Bale hefur verið takmarkaður síðasta árið.

„Hann er ekki hamingjusamur en mun samt leggja sig allan fram. Tölfræðin sýnir að Real á alltaf meiri möguleika á því að vinna með hann á vellinum. Það er engin trygging fyrir því að hann sé að fara en ef rétta tækifærið kemur þá verður það að sjálfsögðu skoðað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×