Segir að fleiri en fólk í hjólastólum hafi þurft frá að hverfa vegna anna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2019 11:15 Íbúum á sambýli var vísað frá kaffihúsinu Norðurbakkanum í Hafnarfirði síðastliðinn laugardag. Vísir/Vilhelm Málfríður G. Gröndal, eigandi kaffihússins Norðurbakkans í Hafnarfirði, harmar að miklar annir á kaffihúsinu um síðustu helgi hafi orðið til þess að íbúar á sambýli sem nota hjólastól hafi ekki komist að á kaffihúsinu. Miklar annir hafi verið á kaffihúsinu þennan dag og margir þurft frá að hverfa. Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ásthildur Helga Jónsdóttir eru starfsmenn á sambýli. Eyrún greindi frá því á Facebook á laugardaginn að þær Ásthildur hefðu planað ferð á kaffihús með tveimur einstaklingum í hjólastól.Eyrún Björg Guðjónsdóttir greindi frá heimsókninni á Norðurbakkann á Facebook.„Við pöntuðum bíl og hlökkuðum mikið til. Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sæti og ætluðum að fara að koma okkur fyrir og hafa það huggulegt. Þá kom starfsmaður að okkur og vísaði okkur pent að fara eitthvert annað þar sem ekki væri pláss fyrir okkur hér,“ sagði Eyrún í færslunni sem vakti mikla athygli og rataði í frétt DV. Þau hafi fengið þau svör að fólk hefði streymt inn allan daginn og væri betra að þau kæmu aftur síðar. „Á þessum tiltekna stað voru nokkur borð laus og í þokkabót voru tveir inngangar og því vel hægt að fara aðra leið út ef við værum fyrir einhverjum. Sýnið fólki skilning og umhyggju. Við erum ekki öll jafn lánsöm að vera fær um að fara hvert sem við viljum hvenær sem er,“ sagði Eyrún. Ásthildur mætti svo í Bítið á Bylgjunni í vikunni og ræddi málið nánar. Hún sagði það einnig sína upplifun að ekki hefði verið mikið að gera á staðnum þegar þær mættu. „Ég er að spyrja mig að því hvenær er þetta síðar því við komum á mjög góðum tíma að mínu mati – það var ekki svo mikið að gera,“ sagði Ásthildur. Þau hefðu verið heppin að finna annað kaffihús í grenndinni þar sem vel hafi verið tekið á móti þeim þótt staðurinn hafi verið þéttsetinn.Málfríður G. Blöndal, eigandi Norðurbakkans, kannaðist við málið þegar fréttstofa hafði samband við hana. Hún sagðist þegra hafa brugðist við málinu á sunnudaginn á Facebook. Þar sagðist hún vilja segja nokkur orð fyrir hönd Norðurbakkans: „Leiðinlegt að heyra þetta en hér hafa átt sér stað einhver mistök. Það eru allir velkomnir á Norðurbakkann og hafa alltaf verið svo lengi sem húsrúm leyfir. Í gær var gríðarlega mikil traffík allan daginn og staðurinn þétt setinn en Norðurbakkinn er ekki stór þótt aðgengið sé gott. Ég vil bjóða þeim aðilum sem lentu í þessu í gær að koma aftur og þyggja veitingar í boði hússins og biðjast sannarlega afsökunar á ónæðinu sem þetta kann að hafa valdið,“ sagði Málfríður í færslunni. Hún ítrekar við Vísi að mikið hafi verið að gera á Norðurbakkanum allan laugardaginn. „Og þurftu fleiri frá að hverfa sökum anna þennan dag. Ég harma að málið skuli hafa farið í þennan farveg,“ segir Málfríður. Félagsmál Hafnarfjörður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Málfríður G. Gröndal, eigandi kaffihússins Norðurbakkans í Hafnarfirði, harmar að miklar annir á kaffihúsinu um síðustu helgi hafi orðið til þess að íbúar á sambýli sem nota hjólastól hafi ekki komist að á kaffihúsinu. Miklar annir hafi verið á kaffihúsinu þennan dag og margir þurft frá að hverfa. Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ásthildur Helga Jónsdóttir eru starfsmenn á sambýli. Eyrún greindi frá því á Facebook á laugardaginn að þær Ásthildur hefðu planað ferð á kaffihús með tveimur einstaklingum í hjólastól.Eyrún Björg Guðjónsdóttir greindi frá heimsókninni á Norðurbakkann á Facebook.„Við pöntuðum bíl og hlökkuðum mikið til. Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sæti og ætluðum að fara að koma okkur fyrir og hafa það huggulegt. Þá kom starfsmaður að okkur og vísaði okkur pent að fara eitthvert annað þar sem ekki væri pláss fyrir okkur hér,“ sagði Eyrún í færslunni sem vakti mikla athygli og rataði í frétt DV. Þau hafi fengið þau svör að fólk hefði streymt inn allan daginn og væri betra að þau kæmu aftur síðar. „Á þessum tiltekna stað voru nokkur borð laus og í þokkabót voru tveir inngangar og því vel hægt að fara aðra leið út ef við værum fyrir einhverjum. Sýnið fólki skilning og umhyggju. Við erum ekki öll jafn lánsöm að vera fær um að fara hvert sem við viljum hvenær sem er,“ sagði Eyrún. Ásthildur mætti svo í Bítið á Bylgjunni í vikunni og ræddi málið nánar. Hún sagði það einnig sína upplifun að ekki hefði verið mikið að gera á staðnum þegar þær mættu. „Ég er að spyrja mig að því hvenær er þetta síðar því við komum á mjög góðum tíma að mínu mati – það var ekki svo mikið að gera,“ sagði Ásthildur. Þau hefðu verið heppin að finna annað kaffihús í grenndinni þar sem vel hafi verið tekið á móti þeim þótt staðurinn hafi verið þéttsetinn.Málfríður G. Blöndal, eigandi Norðurbakkans, kannaðist við málið þegar fréttstofa hafði samband við hana. Hún sagðist þegra hafa brugðist við málinu á sunnudaginn á Facebook. Þar sagðist hún vilja segja nokkur orð fyrir hönd Norðurbakkans: „Leiðinlegt að heyra þetta en hér hafa átt sér stað einhver mistök. Það eru allir velkomnir á Norðurbakkann og hafa alltaf verið svo lengi sem húsrúm leyfir. Í gær var gríðarlega mikil traffík allan daginn og staðurinn þétt setinn en Norðurbakkinn er ekki stór þótt aðgengið sé gott. Ég vil bjóða þeim aðilum sem lentu í þessu í gær að koma aftur og þyggja veitingar í boði hússins og biðjast sannarlega afsökunar á ónæðinu sem þetta kann að hafa valdið,“ sagði Málfríður í færslunni. Hún ítrekar við Vísi að mikið hafi verið að gera á Norðurbakkanum allan laugardaginn. „Og þurftu fleiri frá að hverfa sökum anna þennan dag. Ég harma að málið skuli hafa farið í þennan farveg,“ segir Málfríður.
Félagsmál Hafnarfjörður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira