Innlent

Mál Emilíu Rósar í far­vegi innan í­þrótta­hreyfingarinnar

Andri Eysteinsson skrifar
Skautakonan sagði sögu sína í viðtali við Fréttablaðið.
Skautakonan sagði sögu sína í viðtali við Fréttablaðið. Getty/Alexander Hassenstein
Mál skautakonunnar Emilíu Rósar Ómarsdóttir er í farvegi innan íþróttahreyfingarinnar undir forystu Skautafélags Akureyrar, segir í yfirlýsingu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í tilefni umfjöllunar Fréttablaðsins um skautakonuna.

Í lok síðasta mánaðar sagði Emilía sögu sína í viðtali við Helgarblað Fréttablaðsins og greindi hún þar frá kynferðislegri áreitni þjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyri. Emilía sagðist þar engan stuðning hafa fengið frá félagi sínu sem lýsti yfir stuðningi við þjálfarann.

Samtök kvenna í íþróttum gagnrýndu í kjölfar birtingar viðtalsins framgöngu ÍSÍ, Skautafélags Akureyrar (SA), Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Skautasambands Íslands (ÍSS).

Sjá einnig: Samtök kvenna í íþróttum gagnrýna ÍSÍ, SA og fleiri vegna máls Emilíu

Í yfirlýsingu ÍSÍ segir að sambandið vilji auk SA, ÍBA og ÍSS koma því á framfæri að íþróttahreyfingin geti ekki fjallað efnislega um einstök mál af þessu tagi á opinberum vettvangi.

Umrætt mál sé í farvegi innan hreyfingarinnar undir forystu Skautafélags Akureyrar með aðkomu SSÍ, ÍBA og ÍSÍ.

Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan:

Í tilefni af viðtali Fréttablaðsins við fyrrum iðkanda í Skautafélagi Akureyrar vilja Skautafélag Akureyrar, Skautasamband Íslands (ÍSS), Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) koma eftirfarandi á framfæri:

Íþróttahreyfingin getur ekki fjallað efnislega um einstök mál af þessu tagi á opinberum vettvangi.

Mikilvægt er að taka fram að umrætt mál er í farvegi innan hreyfingarinnar undir forystu Skautafélags Akureyrar með aðkomu Skautasambandsins, ÍBA og ÍSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×