Jónatan: Annað hvort var dómgæslan hræðileg eða leikmennirnir algjörir aular Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 7. desember 2019 22:30 Jónatan segist ekki hafa orðið vitni að öðrum eins leik „Við byrjuðum leikinn vel og litum vel út“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, eftir sex marka tap gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld. KA byrjaði leikinn betur og leiddi lengst af í fyrri hálfleik. „Svo lendum við í vandræðum með sóknina, það var nátturlega erfitt, fyrir bæði lið, að spila aldrei með full mannað lið inná vellinum. Við náðum allavega ekki að höndla nógu vel línuna sem dómarar settu í dag“ sagði Jónatan „Línan var mjög soft eða leikmennirnir rosalega lélegir í að aðlagst þessari línu. Ég er bara pínu orðlaus akkurat núna“ sagði Jónatan, algjörlega orðlaus eftir frammistöðu dómara í þessum leik „Varðandi okkar leik þá er ég svekktur að við náðum ekki að nýta tækifærið í að taka allavega stig, við lögðum mikið í leikinn og það var smá móment fyrir okkur að taka eitthvað út úr þessum leik. Enn okkur gekk bara mjög illa að aðlagast þessari línu dómara“ Jónatan segist ekki hafa séð annað eins og segist þurfa að skoða þetta aftur áður en hann komi með frekari sleggjudóma. Leikurinn vissulega litaðist mjög af þessum tíðu brottvísunum og ótrúlegu dómum dómaraparsins sem átti ekki sinn besta dag á flautunni „Ég þarf bara að horfa á þetta aftur áður en ég kem með einhverja bombu, en ég bara man ekki eftir öðru eins. Annað hvort var dómgæslan hræðileg, eins og ég upplifi þetta á báða bóga, eða þá að leikmennirnir voru algjörir aular“ „Ég veit ekki hvað það voru margir skrítnir dómar, mér fannst bara engin lína, en ég þarf bara að sjá þetta aftur“ Jónatan segist ekki vilja draga sitt lið niður þrátt fyrir virkilega slakan kafla í fyrri hálfleik, hann segir það skiljanlegt undir þessum kringumstæðum „Á tímabili lítum við illa út, lína í hraðaupphlaupi, klúðra vítum og dauðafærum. Við litum illa út á tímabili en í staðinn fyrir að tala um frammistöðuna hjá mínum leikmönnum þá held ég bara að það hafi verið erfitt að halda haus í þessum kringumstæðum og Haukunum gekk bara betur þar.“ sagði Jónatan að lokum Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Við reyndum að aðlagast þessu en þetta var skrítnasti leikur sem við höfum spilað Gunnar Magnússon var ánægður að hans menn héldu haus og tóku stigin tvö eftir furðulegan leik 7. desember 2019 20:37 Umfjöllun: Haukar - KA 28-22 | Fíaskó á Ásvöllum Dómararnir stálu senunni á Ásvöllum í undarlegum leik þar sem Haukar höfðu á endanum betur eftir góða byrjun KA manna 7. desember 2019 19:30 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn vel og litum vel út“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, eftir sex marka tap gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld. KA byrjaði leikinn betur og leiddi lengst af í fyrri hálfleik. „Svo lendum við í vandræðum með sóknina, það var nátturlega erfitt, fyrir bæði lið, að spila aldrei með full mannað lið inná vellinum. Við náðum allavega ekki að höndla nógu vel línuna sem dómarar settu í dag“ sagði Jónatan „Línan var mjög soft eða leikmennirnir rosalega lélegir í að aðlagst þessari línu. Ég er bara pínu orðlaus akkurat núna“ sagði Jónatan, algjörlega orðlaus eftir frammistöðu dómara í þessum leik „Varðandi okkar leik þá er ég svekktur að við náðum ekki að nýta tækifærið í að taka allavega stig, við lögðum mikið í leikinn og það var smá móment fyrir okkur að taka eitthvað út úr þessum leik. Enn okkur gekk bara mjög illa að aðlagast þessari línu dómara“ Jónatan segist ekki hafa séð annað eins og segist þurfa að skoða þetta aftur áður en hann komi með frekari sleggjudóma. Leikurinn vissulega litaðist mjög af þessum tíðu brottvísunum og ótrúlegu dómum dómaraparsins sem átti ekki sinn besta dag á flautunni „Ég þarf bara að horfa á þetta aftur áður en ég kem með einhverja bombu, en ég bara man ekki eftir öðru eins. Annað hvort var dómgæslan hræðileg, eins og ég upplifi þetta á báða bóga, eða þá að leikmennirnir voru algjörir aular“ „Ég veit ekki hvað það voru margir skrítnir dómar, mér fannst bara engin lína, en ég þarf bara að sjá þetta aftur“ Jónatan segist ekki vilja draga sitt lið niður þrátt fyrir virkilega slakan kafla í fyrri hálfleik, hann segir það skiljanlegt undir þessum kringumstæðum „Á tímabili lítum við illa út, lína í hraðaupphlaupi, klúðra vítum og dauðafærum. Við litum illa út á tímabili en í staðinn fyrir að tala um frammistöðuna hjá mínum leikmönnum þá held ég bara að það hafi verið erfitt að halda haus í þessum kringumstæðum og Haukunum gekk bara betur þar.“ sagði Jónatan að lokum
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Við reyndum að aðlagast þessu en þetta var skrítnasti leikur sem við höfum spilað Gunnar Magnússon var ánægður að hans menn héldu haus og tóku stigin tvö eftir furðulegan leik 7. desember 2019 20:37 Umfjöllun: Haukar - KA 28-22 | Fíaskó á Ásvöllum Dómararnir stálu senunni á Ásvöllum í undarlegum leik þar sem Haukar höfðu á endanum betur eftir góða byrjun KA manna 7. desember 2019 19:30 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Gunnar: Við reyndum að aðlagast þessu en þetta var skrítnasti leikur sem við höfum spilað Gunnar Magnússon var ánægður að hans menn héldu haus og tóku stigin tvö eftir furðulegan leik 7. desember 2019 20:37
Umfjöllun: Haukar - KA 28-22 | Fíaskó á Ásvöllum Dómararnir stálu senunni á Ásvöllum í undarlegum leik þar sem Haukar höfðu á endanum betur eftir góða byrjun KA manna 7. desember 2019 19:30