Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. desember 2019 17:28 Rauð veðurviðvörun tekur gildi klukkan 17 á morgun á Ströndum og Norðurlandi vestra. veðurstofa íslands Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. Gildir viðvörunin til klukkan eitt aðra nótt að sögn Elín Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Fram til klukkan 17 verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum landshluta en á vef Veðurstofunnar segir eftirfarandi um rauðu viðvörunina: „Spáð er norðan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 33 m/s) með mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda, allt að 10 m. ölduhæð og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum.“ Þá hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á landinu lýst yfir óvissustigi á morgun vegna veðursins sem mun skella á landinu í fyrramálið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Viðvaranir taka gildi um allt land strax í fyrramálið og eru í gildi fram á miðvikudag. Á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi og hálendinu verður í gildi appelsínugul viðvörun en á Austfjörðum og Suðausturlandi er viðvörunin gul. Veðrið mun að öllum líkindum hafa mikil áhrif á samgöngur. Þannig hefur Vegagerðin gefið það út að mögulega verði öllum leiðum út af höfuðborgarsvæðinu lokað eftir hádegi á morgun og þá búast við að strax í fyrramálið verði Holtavörðuheiði lokað sem og vegunum um Þverárfjall og Vatnsskarð. Þá hefur Icelandair aflýst öllu flugi sínu eftir hádegi á morgun, hvort sem um er að ræða brottfarir frá Keflavíkurflugvelli eða komur hingað til lands.Fréttin hefur verið uppfærð. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tímamót Veður Tengdar fréttir Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. 9. desember 2019 17:22 Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef "allt fari í skrúfuna“ 9. desember 2019 13:45 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. Gildir viðvörunin til klukkan eitt aðra nótt að sögn Elín Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Fram til klukkan 17 verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum landshluta en á vef Veðurstofunnar segir eftirfarandi um rauðu viðvörunina: „Spáð er norðan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 33 m/s) með mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda, allt að 10 m. ölduhæð og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum.“ Þá hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á landinu lýst yfir óvissustigi á morgun vegna veðursins sem mun skella á landinu í fyrramálið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Viðvaranir taka gildi um allt land strax í fyrramálið og eru í gildi fram á miðvikudag. Á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi og hálendinu verður í gildi appelsínugul viðvörun en á Austfjörðum og Suðausturlandi er viðvörunin gul. Veðrið mun að öllum líkindum hafa mikil áhrif á samgöngur. Þannig hefur Vegagerðin gefið það út að mögulega verði öllum leiðum út af höfuðborgarsvæðinu lokað eftir hádegi á morgun og þá búast við að strax í fyrramálið verði Holtavörðuheiði lokað sem og vegunum um Þverárfjall og Vatnsskarð. Þá hefur Icelandair aflýst öllu flugi sínu eftir hádegi á morgun, hvort sem um er að ræða brottfarir frá Keflavíkurflugvelli eða komur hingað til lands.Fréttin hefur verið uppfærð.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tímamót Veður Tengdar fréttir Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. 9. desember 2019 17:22 Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef "allt fari í skrúfuna“ 9. desember 2019 13:45 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. 9. desember 2019 17:22
Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef "allt fari í skrúfuna“ 9. desember 2019 13:45
Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42