Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 11:14 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. Áform dómsmálaráðherra um nýja frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur m.a. fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd og heimila upptöku ættarnafna. Í áformum um frumvarpið kemur fram að undirbúningur að endurskoðun laga um mannanöfn hafi staðið yfir í nokkurn tíma í ráðuneytinu. Nú sé fyrirhugað er að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari og „koma þannig til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn.“Sjá einnig: „Við erum bara ekki dætur“ Lagt verði til að afnema eða rýmka eins og mögulegt er þær takmarkanir sem eru í dag á skráningu nafna. Reglur um að eiginnafn verði að geta tekið eignarfallsendingu eða unnið sér hefð í íslensku máli verði afnumdar, sem og reglur um að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Nöfn skuli þó áfram rituð með bókstöfum latneska stafrófsins, þar með töldum viðurkenndum sérstöfum. Heimilt verði að taka upp ættarnöfn en önnur kenninöfn verði í samræmi við íslenska hefð um ritun kenninafna. Afnumin verði takmörk á fjölda skráðra nafna. Lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður, „enda mun minni þörf á hlutverki hennar verði reglur um skráningu nafna rýmkaðar.“ Þjóðskrá Íslands taki þess í stað ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna.60 milljónir fyrir endurbætur á þjóðskrárkerfinu Þá er ekki gert ráð fyrir að frumvarpið hafi í för með sér útgjaldabreytingar sem nokkru nemur, annað en það sem lýtur að breytingu á þjóðskrárkerfi Þjóðskrár Íslands. „Um ræðir tímabundinn kostnað sem tengist margþættum endurbótum sem nauðsynlegar eru á þjóðskrárkerfinu. Hefur heildarkostnaður við kerfisbreytinguna verið metinn á 60 milljónir króna sem tengist málum sem eru á ábyrgðarsviði annarra ráðuneyta.“ Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, nú síðast í haust eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki. Þeim virðist því nauðugur einn kostur að fara til útlanda og breyta nafni sínu þar. Verði nýja frumvarp dómsmálaráðherra að lögum gætu systurnar því tekið upp ættarnafn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lýsti fyrirætlunum sínum um að færa mannanafnalög í frelsisátt í viðtali við Vísi í október. Þar gerði hún ráð fyrir að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi í vor. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir „Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00 Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00 Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Sjá meira
Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. Áform dómsmálaráðherra um nýja frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur m.a. fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd og heimila upptöku ættarnafna. Í áformum um frumvarpið kemur fram að undirbúningur að endurskoðun laga um mannanöfn hafi staðið yfir í nokkurn tíma í ráðuneytinu. Nú sé fyrirhugað er að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari og „koma þannig til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn.“Sjá einnig: „Við erum bara ekki dætur“ Lagt verði til að afnema eða rýmka eins og mögulegt er þær takmarkanir sem eru í dag á skráningu nafna. Reglur um að eiginnafn verði að geta tekið eignarfallsendingu eða unnið sér hefð í íslensku máli verði afnumdar, sem og reglur um að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Nöfn skuli þó áfram rituð með bókstöfum latneska stafrófsins, þar með töldum viðurkenndum sérstöfum. Heimilt verði að taka upp ættarnöfn en önnur kenninöfn verði í samræmi við íslenska hefð um ritun kenninafna. Afnumin verði takmörk á fjölda skráðra nafna. Lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður, „enda mun minni þörf á hlutverki hennar verði reglur um skráningu nafna rýmkaðar.“ Þjóðskrá Íslands taki þess í stað ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna.60 milljónir fyrir endurbætur á þjóðskrárkerfinu Þá er ekki gert ráð fyrir að frumvarpið hafi í för með sér útgjaldabreytingar sem nokkru nemur, annað en það sem lýtur að breytingu á þjóðskrárkerfi Þjóðskrár Íslands. „Um ræðir tímabundinn kostnað sem tengist margþættum endurbótum sem nauðsynlegar eru á þjóðskrárkerfinu. Hefur heildarkostnaður við kerfisbreytinguna verið metinn á 60 milljónir króna sem tengist málum sem eru á ábyrgðarsviði annarra ráðuneyta.“ Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, nú síðast í haust eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki. Þeim virðist því nauðugur einn kostur að fara til útlanda og breyta nafni sínu þar. Verði nýja frumvarp dómsmálaráðherra að lögum gætu systurnar því tekið upp ættarnafn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lýsti fyrirætlunum sínum um að færa mannanafnalög í frelsisátt í viðtali við Vísi í október. Þar gerði hún ráð fyrir að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi í vor.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir „Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00 Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00 Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Sjá meira
„Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00
Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00
Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30