Samherjamálið og vantraust hefur áhrif á kjaraviðræður Kristinn Haukur Guðnarson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Formaður Sjómannasambandsins segir aukna hörku í samskiptunum við útgerðarmenn. Fréttablaðið/Vilhelm Kjarasamningar sjómanna við útgerðarmenn renna út um mánaðamótin en þeir voru undirritaðir eftir 10 vikna verkföll vorið 2017. Formlegar viðræður eru ekki hafnar en nú er verið að skipa í samninganefnd Sjómannasambands Íslands. Utan sambandsins eru Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur sem semja sér. Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, segir stefnuna hafa verið setta á formannafundi. Enn eigi eftir að móta kröfurnar en að nauðsynlegt sé að einfalda samningana sem séu gamlir í grunninn. „Í ljósi aðstæðna kemur upp sú spurning hvort sjómenn séu að fá rétt greitt fyrir fiskinn,“ segir Valmundur. „Samherjamálið hlýtur að hafa áhrif á viðræðurnar. Það skal ekki dæma neinn fyrr en sekt er sönnuð, en manni blöskrar ef þetta er svona. Í hugum margra sjómanna vakna spurningar um hvernig málum sé háttað hérna heima, hvort verið sé að stunda tvöfalda verðlagningu til dæmis. Við sjáum að í nágrannalöndunum er verið að borga nærri þrefalt hærra verð fyrir grunnsjávarfiskinn.“ Launakröfur og umræða um fiskverð verður efst á baugi að mati Valmundar. Þá segir hann sjómenn þá einu sem hafi ekki fengið leiðréttingu á lífeyrisgreiðslum. Viðbótarframlag í séreignasjóði sé tvö prósent hjá sjómönnum en ekki 3,5 prósent eins og annars staðar.Valmundur Valmundsson. Fréttablaðið/ErnirEitt af því sem steytir á er lengd slysa- og veikindabóta, sem eru tveir mánuðir. „Við töldum að við værum með sameiginlegan skilning en því hefur verið hafnað af útgerðarmönnum,“ segir Valmundur. Spurður hvort búist sé við hörðum deilum eða verkföllum segir hann að svo kunni að vera. „Það er alltaf hiti í sjómönnum þegar kjaramál eru rædd. Við erum að bíða eftir samþykktri veiðiáætlun frá SFS og í henni verður lokadagsetning til að vísa deilunni til sáttasemjara, sem verður þá vonandi fljótlega eftir áramót ef ekki semst.“ Nýlega var auknu vantrausti lýst yfir á þingi sambandsins á milli sjómanna og útgerða. Valmundur segir þetta óhjákvæmilega lita viðræðurnar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir ómögulegt að segja til um hvort samningar náist fljótt. „Viðræður hafa verið í gangi alveg frá því að við undirrituðum síðustu samninga. Þær hafa svo sem gengið vel en ég held að það sé of snemmt að segja til um hvenær vænta megi að aðilar nái saman um nýjan samning. Við erum á byrjunarstigi á formlegu ferli þar.“ Heiðrún hefur ekki orðið vör við aukið vantraust í samskiptum aðila. Úrskurðarnefnd taki á ágreiningsmálum um fiskverð. Of snemmt sé að segja til um hvort Samherjamálið hafi áhrif á viðræður. „Ég myndi telja það nokkuð langsótt að starfsemi eins fyrirtækis á erlendum vettvangi geti haft áhrif á kjaramál heillar atvinnugreinar hér heima.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Kjarasamningar sjómanna við útgerðarmenn renna út um mánaðamótin en þeir voru undirritaðir eftir 10 vikna verkföll vorið 2017. Formlegar viðræður eru ekki hafnar en nú er verið að skipa í samninganefnd Sjómannasambands Íslands. Utan sambandsins eru Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur sem semja sér. Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, segir stefnuna hafa verið setta á formannafundi. Enn eigi eftir að móta kröfurnar en að nauðsynlegt sé að einfalda samningana sem séu gamlir í grunninn. „Í ljósi aðstæðna kemur upp sú spurning hvort sjómenn séu að fá rétt greitt fyrir fiskinn,“ segir Valmundur. „Samherjamálið hlýtur að hafa áhrif á viðræðurnar. Það skal ekki dæma neinn fyrr en sekt er sönnuð, en manni blöskrar ef þetta er svona. Í hugum margra sjómanna vakna spurningar um hvernig málum sé háttað hérna heima, hvort verið sé að stunda tvöfalda verðlagningu til dæmis. Við sjáum að í nágrannalöndunum er verið að borga nærri þrefalt hærra verð fyrir grunnsjávarfiskinn.“ Launakröfur og umræða um fiskverð verður efst á baugi að mati Valmundar. Þá segir hann sjómenn þá einu sem hafi ekki fengið leiðréttingu á lífeyrisgreiðslum. Viðbótarframlag í séreignasjóði sé tvö prósent hjá sjómönnum en ekki 3,5 prósent eins og annars staðar.Valmundur Valmundsson. Fréttablaðið/ErnirEitt af því sem steytir á er lengd slysa- og veikindabóta, sem eru tveir mánuðir. „Við töldum að við værum með sameiginlegan skilning en því hefur verið hafnað af útgerðarmönnum,“ segir Valmundur. Spurður hvort búist sé við hörðum deilum eða verkföllum segir hann að svo kunni að vera. „Það er alltaf hiti í sjómönnum þegar kjaramál eru rædd. Við erum að bíða eftir samþykktri veiðiáætlun frá SFS og í henni verður lokadagsetning til að vísa deilunni til sáttasemjara, sem verður þá vonandi fljótlega eftir áramót ef ekki semst.“ Nýlega var auknu vantrausti lýst yfir á þingi sambandsins á milli sjómanna og útgerða. Valmundur segir þetta óhjákvæmilega lita viðræðurnar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir ómögulegt að segja til um hvort samningar náist fljótt. „Viðræður hafa verið í gangi alveg frá því að við undirrituðum síðustu samninga. Þær hafa svo sem gengið vel en ég held að það sé of snemmt að segja til um hvenær vænta megi að aðilar nái saman um nýjan samning. Við erum á byrjunarstigi á formlegu ferli þar.“ Heiðrún hefur ekki orðið vör við aukið vantraust í samskiptum aðila. Úrskurðarnefnd taki á ágreiningsmálum um fiskverð. Of snemmt sé að segja til um hvort Samherjamálið hafi áhrif á viðræður. „Ég myndi telja það nokkuð langsótt að starfsemi eins fyrirtækis á erlendum vettvangi geti haft áhrif á kjaramál heillar atvinnugreinar hér heima.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira