Sportpakkinn: Giggs komst loksins á stórmót Arnar Björnsson skrifar 20. nóvember 2019 15:45 Giggs fagnar eftir sigurinn á Ungverjum í Cardiff. vísir/getty Wales varð tuttugasta og síðasta liðið til að tryggja sér farseðilinn í úrslit Evrópumótsins. Wales mætti Ungverjalandi í Cardiff í gær og varð að vinna til að ná öðru sætinu í E-riðlinum. Króatar voru öruggir, Ungverjum dugði jafntefli en þeir unnu Walesverja 1-0 í Búdapest með marki Máté Pátkai. Wales náði forystu á 15. mínútu, Joe Allen og Connor Roberts náðu vel saman og Roberts sendi Gareth Bale upp kantinn. Frábær fyrirgjöf Bale fór á kollinn á Aaron Ramsey, góð sókn skilaði glæsilegu marki. Ramsey var ekki með í fyrstu átta leikjunum í keppninni, kom af varamannabekknum í 2-0 sigri á Aserbaídsjan á laugardaginn. Ungverjar ógnuðu markinu á 27. mínútu, Botond Baráth skallaði aukaspyrnu fyrirliðans, Balázs Dzsudzsák yfir markið. Skömmu síðan náðu Walesverjar frábær sókn, Daniel James og Aaron Ramsey brunuðu fram og Bale fékk boltann á hægri kantinum, fyrirgjöf hans með hægri var mögnuð en Kiefer Moore skallaði yfir. Ungverjar urðu að skora og þeir voru nálægt því á 34. mínútu, Wayne Hennessey í markinu varði þá meistaralega í tvígang fyrst frá Dominik Szoboszlai og síðan aftur frá Roland Sallai. Seinni háfleikurinn var nýbyrjaður þegar Wales fékk aukaspyrnu. Ben Davies sendi boltann inn á vítateiginn, Moore reyndi skot en boltann fór á Ramsey sem sultuslakur skoraði framhjá Peter Gulácsi í marki Ungverja. Walesverjar fengu fínt tækifæri til að skora þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok, Ramsey sendi á hinn eldfljóta Daniel James sem fór illa með Gergő Lovrencsics. Ramsey fékk boltann en Gulácsi varði frá honum. Walesverjar fögnuðu í leikslok, þeir enduðu í öðru sæti, unnu fjóra leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum. Fyrir fjórum árum lék Wales í fyrsta sinn í úrslitum Evrópumótsins, unnu þá riðilinn og enduðu einu stigi á undan Englendingum. Í undanúrslitum töpuðu þeir fyrir Portúgölum sem urðu Evrópumeistarar. Þá var Chris Coleman með liðið en tók Ryan Giggs tók við í janúar í fyrra. Giggs skoraði 12 mörk í 64 landsleikjum á árunum 1991-2007. Hann upplifaði aldrei að keppa á stórmóti líkt og margir frábærir fótboltamenn. Giggs lék 963 leiki með Manchester United, varð 13 sinnum Englandsmeistari og vann alls 34 titla á ferlinum. Þessi sigursæli knattspyrnumaður var að vonum kátur þegar EM farseðillinn var tryggður. „Eftir það sem gerðist í sumar [tap í tveimur leikjum í röð gegn Króatíu og Ungverjalandi] og vinna síðan sæti á EM sýnir báráttu, ákveðni, gæði og baráttuanda strákanna. Aldrei að gefast upp. Þeir eiga mikið hrós. Við máttum ekki gera mistök og frammistaða strákanna verðskuldar úrslitin,“ sagði Giggs. Aaron Ramsey hefur lítið getað spilað vegna meiðsla. „Já betra er seint en aldrei. Við höfum saknað hans og þau gæði sem hann býr yfir. Það eru margir góðir leikmenn í hópnum en slíkir leikmenn vaxa ekki á trjánum. Það er ekki hægt að vinna með betri leikmanni, hann var góður á laugardag [í 2-0 sigri á Aserbaídsjan] og hann hélt áfram í kvöld. Þú þarft að vera góður í fótbolta og ég er svo sannarlega ánægður með hann,“ sagði Ramsey. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Walesverjar komnir á EM EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Wales varð tuttugasta og síðasta liðið til að tryggja sér farseðilinn í úrslit Evrópumótsins. Wales mætti Ungverjalandi í Cardiff í gær og varð að vinna til að ná öðru sætinu í E-riðlinum. Króatar voru öruggir, Ungverjum dugði jafntefli en þeir unnu Walesverja 1-0 í Búdapest með marki Máté Pátkai. Wales náði forystu á 15. mínútu, Joe Allen og Connor Roberts náðu vel saman og Roberts sendi Gareth Bale upp kantinn. Frábær fyrirgjöf Bale fór á kollinn á Aaron Ramsey, góð sókn skilaði glæsilegu marki. Ramsey var ekki með í fyrstu átta leikjunum í keppninni, kom af varamannabekknum í 2-0 sigri á Aserbaídsjan á laugardaginn. Ungverjar ógnuðu markinu á 27. mínútu, Botond Baráth skallaði aukaspyrnu fyrirliðans, Balázs Dzsudzsák yfir markið. Skömmu síðan náðu Walesverjar frábær sókn, Daniel James og Aaron Ramsey brunuðu fram og Bale fékk boltann á hægri kantinum, fyrirgjöf hans með hægri var mögnuð en Kiefer Moore skallaði yfir. Ungverjar urðu að skora og þeir voru nálægt því á 34. mínútu, Wayne Hennessey í markinu varði þá meistaralega í tvígang fyrst frá Dominik Szoboszlai og síðan aftur frá Roland Sallai. Seinni háfleikurinn var nýbyrjaður þegar Wales fékk aukaspyrnu. Ben Davies sendi boltann inn á vítateiginn, Moore reyndi skot en boltann fór á Ramsey sem sultuslakur skoraði framhjá Peter Gulácsi í marki Ungverja. Walesverjar fengu fínt tækifæri til að skora þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok, Ramsey sendi á hinn eldfljóta Daniel James sem fór illa með Gergő Lovrencsics. Ramsey fékk boltann en Gulácsi varði frá honum. Walesverjar fögnuðu í leikslok, þeir enduðu í öðru sæti, unnu fjóra leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum. Fyrir fjórum árum lék Wales í fyrsta sinn í úrslitum Evrópumótsins, unnu þá riðilinn og enduðu einu stigi á undan Englendingum. Í undanúrslitum töpuðu þeir fyrir Portúgölum sem urðu Evrópumeistarar. Þá var Chris Coleman með liðið en tók Ryan Giggs tók við í janúar í fyrra. Giggs skoraði 12 mörk í 64 landsleikjum á árunum 1991-2007. Hann upplifaði aldrei að keppa á stórmóti líkt og margir frábærir fótboltamenn. Giggs lék 963 leiki með Manchester United, varð 13 sinnum Englandsmeistari og vann alls 34 titla á ferlinum. Þessi sigursæli knattspyrnumaður var að vonum kátur þegar EM farseðillinn var tryggður. „Eftir það sem gerðist í sumar [tap í tveimur leikjum í röð gegn Króatíu og Ungverjalandi] og vinna síðan sæti á EM sýnir báráttu, ákveðni, gæði og baráttuanda strákanna. Aldrei að gefast upp. Þeir eiga mikið hrós. Við máttum ekki gera mistök og frammistaða strákanna verðskuldar úrslitin,“ sagði Giggs. Aaron Ramsey hefur lítið getað spilað vegna meiðsla. „Já betra er seint en aldrei. Við höfum saknað hans og þau gæði sem hann býr yfir. Það eru margir góðir leikmenn í hópnum en slíkir leikmenn vaxa ekki á trjánum. Það er ekki hægt að vinna með betri leikmanni, hann var góður á laugardag [í 2-0 sigri á Aserbaídsjan] og hann hélt áfram í kvöld. Þú þarft að vera góður í fótbolta og ég er svo sannarlega ánægður með hann,“ sagði Ramsey. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Walesverjar komnir á EM
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
„Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30
Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30