„Sprenging“ í netglæpatryggingum íslenskra fyrirtækja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2019 22:15 Íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli farin að tryggja sig fyrir tjóni vegna tölvuglæpa sem getur hlaupið á hundruðum milljóna króna. Netárásum á íslensk fyrirtæki hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Fyrirtækin hafa því mörg hver varið talsverðum peningum í það að verja sig gegn árásum. Þá eru þau líka í auknum mæli farin að skoða þann kost að tryggja sig fyrir tjóni. Íslensku tryggingarfélögin bjóða ekki upp á tryggingar þegar kemur að tjóni vegna netglæpa. Hins vegar gera mörg erlend fyrirtæki það og hafa því íslensk fyrirtæki leitað til þeirra til að tryggja sig. „Við finnum alveg gríðarlega mikinn og mikla aukningu. Við erum búin að bjóða upp á þessar tryggingar í þrjú eða fjögur ár en það hefur alveg orðið sprenging núna síðustu mánuði,“ segir Lárus Hrafn Lárusson löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Lárus Hrafn Lárusson, löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Vísir/baldurAnthony Herring er breskur tryggingaráðgjafi sem hélt erindi í dag á fundi um þessi mál á Grand hóteli í Reykjavík. „Mörg fyrirtæki reiða sig svo mikið á net- og upplýsingatæknikerfi sín að allar truflanir á slíkum kerfum geta leitt til truflana sem aftur valda tapi vegna viðskiptamissis, sem sagt tekjutaps. Það er þá sem þetta fer virkilega að hafa áhrif á fyrirtæki. Þess vegna höfum við séð aukningu á tryggingum í Evrópu til að bæta tekjutap vegna truflunar á viðskiptum,“ segir Anthony.Anthony Herring, yfirmaður stafrænna trygginga fyrir Norðurlöndin hjá Marsh JLT í London.Vísir/baldurHann segir að þegar fyrirtæki verða fyrir barðinu á tölvuþjófum geti oft tapast umtalsverðar upphæðir. „Við höfum séð Norsk Hydro á þessu ári. Ég held að tapið sé metið á 50-60 milljónir evra. Það var tilfelli í Danmörku fyrr á þessu ári. Demant tilkynnti hluthöfum að tapið yrði 50-60 milljónir evra. Svo það er mikið tjón þarna á ferðinni,“ segir Anthony. Netöryggi Tryggingar Tækni Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli farin að tryggja sig fyrir tjóni vegna tölvuglæpa sem getur hlaupið á hundruðum milljóna króna. Netárásum á íslensk fyrirtæki hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Fyrirtækin hafa því mörg hver varið talsverðum peningum í það að verja sig gegn árásum. Þá eru þau líka í auknum mæli farin að skoða þann kost að tryggja sig fyrir tjóni. Íslensku tryggingarfélögin bjóða ekki upp á tryggingar þegar kemur að tjóni vegna netglæpa. Hins vegar gera mörg erlend fyrirtæki það og hafa því íslensk fyrirtæki leitað til þeirra til að tryggja sig. „Við finnum alveg gríðarlega mikinn og mikla aukningu. Við erum búin að bjóða upp á þessar tryggingar í þrjú eða fjögur ár en það hefur alveg orðið sprenging núna síðustu mánuði,“ segir Lárus Hrafn Lárusson löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Lárus Hrafn Lárusson, löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Vísir/baldurAnthony Herring er breskur tryggingaráðgjafi sem hélt erindi í dag á fundi um þessi mál á Grand hóteli í Reykjavík. „Mörg fyrirtæki reiða sig svo mikið á net- og upplýsingatæknikerfi sín að allar truflanir á slíkum kerfum geta leitt til truflana sem aftur valda tapi vegna viðskiptamissis, sem sagt tekjutaps. Það er þá sem þetta fer virkilega að hafa áhrif á fyrirtæki. Þess vegna höfum við séð aukningu á tryggingum í Evrópu til að bæta tekjutap vegna truflunar á viðskiptum,“ segir Anthony.Anthony Herring, yfirmaður stafrænna trygginga fyrir Norðurlöndin hjá Marsh JLT í London.Vísir/baldurHann segir að þegar fyrirtæki verða fyrir barðinu á tölvuþjófum geti oft tapast umtalsverðar upphæðir. „Við höfum séð Norsk Hydro á þessu ári. Ég held að tapið sé metið á 50-60 milljónir evra. Það var tilfelli í Danmörku fyrr á þessu ári. Demant tilkynnti hluthöfum að tapið yrði 50-60 milljónir evra. Svo það er mikið tjón þarna á ferðinni,“ segir Anthony.
Netöryggi Tryggingar Tækni Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira