Í tilefni dagsins fylgja Goodyear vetrardekk og hágæða lakkvörn með öllum seldum Honda bílum á sýningunni. Honda býður upp á fólksbílanna Jazz og Civic, borgarjepplinginn HRV og sportjeppann CRV sem er einn mest seldi bíllinn á Íslandi.

Öll þjónusta og sala nýrra bíla, mótorhjóla, fjórhjóla og aflvéla frá Honda er nú hjá Öskju. Söludeild og sýningarsalur Honda er á Fosshálsi 1 en verkstæði, þjónusta og varahlutasala fyrir Honda bíla er í höfuðstöðvum Öskju á Krókhálsi 11.
Allir nýir Honda bílar sem keyptir eru hjá Öskju eru nú með fimm ára ábyrgð. Einnig býðst fimm ára þjónustusamningur með nýjum Honda bílum með föstu mánaðargjaldi þar sem öll þjónusta er innifalin í fimm ár.