Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ari Brynjólfsson skrifar 21. nóvember 2019 08:00 Starfshópur verður skipaður í næstu viku til að undirbúa stofnun dótturfélags. Fréttablaðið/Ernir Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi RÚV ohf. Þar kemur einnig fram að ef RÚV hefði ekki selt lóðir í Efstaleiti hefði stofnunin orðið ógjaldfær. Lög sem kveða á um að RÚV skuli stofna dótturfélag eru frá árinu 2013 en gildistöku umrædds ákvæðis var frestað til 2018. Segir í skýrslunni að ákvæðið um dótturfélag sé til að tryggja að ríkisstyrkir renni ekki til annarrar starfsemi en almannaþjónustu. Samtök iðnaðarins sendu stjórn RÚV bréf í september í fyrra þar sem lögin voru áréttuð og sagt að aðgerðarleysi stjórnarinnar leiddi til röskunar á samkeppnismarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í fyrra brýnt að hrinda stofnun dótturfélaga um samkeppnisrekstur RÚV í framkvæmd, það væri í höndum stjórnar RÚV. Töldu þá stjórnendur RÚV að það dygði að aðskilja reksturinn í bókum stofnunarinnar. Ráðherra segir að nú sé búið að taka af öll tvímæli um það. „Ég fór þess á leit við Ríkisendurskoðun að vinna skýrslu um fjárhagslega aðgreiningu almannaþjónustu og samkeppnisreksturs í bókhaldi Ríkisútvarpsins ohf. Það er mikilvægt að eyða allri óvissu í þessum efnum. Ríkisendurskoðun tekur af öll tvímæli um nauðsyn þess að stofna dótturfélag fyrir samkeppnisrekstur og ég mun beina þeim tilmælum til stjórnar,“ segir Lilja.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, segir að nú sé komin fullvissa fyrir því að það sé í lagi að stofna dótturfélög en óvissa hafi ríkt um það vegna virðisaukaskattsmála. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun,“ segir Kári. Í skýrslunni segir að RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. Sá hagnaður var tekjufærður á árunum 2016 til 2018. „Án lóðasölunnar hefði Ríkisútvarpið ohf. orðið ógjaldfært. Ef litið er á afkomu félagsins fyrir tekjuskatt og án söluhagnaðar hefði heildarafkoma tímabilsins verið neikvæð um 61 milljón króna,“ segir í skýrslunni. Kári bendir á að fjárhagur RÚV hafi batnað mikið á undanförnum árum þótt ekkert megi út af bera. Ráðherra segir brýnt að á þessu verði tekið. „Þessar ábendingar Ríkisendurskoðunar eru gagnlegar er varða fjárhagsstöðuna. Það er brýnt að á þessu verði tekið og beini ég því til stjórnar að bregðast hratt við. RÚV gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og því brýnt að umgjörðin sé traust og trúverðug,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi RÚV ohf. Þar kemur einnig fram að ef RÚV hefði ekki selt lóðir í Efstaleiti hefði stofnunin orðið ógjaldfær. Lög sem kveða á um að RÚV skuli stofna dótturfélag eru frá árinu 2013 en gildistöku umrædds ákvæðis var frestað til 2018. Segir í skýrslunni að ákvæðið um dótturfélag sé til að tryggja að ríkisstyrkir renni ekki til annarrar starfsemi en almannaþjónustu. Samtök iðnaðarins sendu stjórn RÚV bréf í september í fyrra þar sem lögin voru áréttuð og sagt að aðgerðarleysi stjórnarinnar leiddi til röskunar á samkeppnismarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í fyrra brýnt að hrinda stofnun dótturfélaga um samkeppnisrekstur RÚV í framkvæmd, það væri í höndum stjórnar RÚV. Töldu þá stjórnendur RÚV að það dygði að aðskilja reksturinn í bókum stofnunarinnar. Ráðherra segir að nú sé búið að taka af öll tvímæli um það. „Ég fór þess á leit við Ríkisendurskoðun að vinna skýrslu um fjárhagslega aðgreiningu almannaþjónustu og samkeppnisreksturs í bókhaldi Ríkisútvarpsins ohf. Það er mikilvægt að eyða allri óvissu í þessum efnum. Ríkisendurskoðun tekur af öll tvímæli um nauðsyn þess að stofna dótturfélag fyrir samkeppnisrekstur og ég mun beina þeim tilmælum til stjórnar,“ segir Lilja.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, segir að nú sé komin fullvissa fyrir því að það sé í lagi að stofna dótturfélög en óvissa hafi ríkt um það vegna virðisaukaskattsmála. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun,“ segir Kári. Í skýrslunni segir að RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. Sá hagnaður var tekjufærður á árunum 2016 til 2018. „Án lóðasölunnar hefði Ríkisútvarpið ohf. orðið ógjaldfært. Ef litið er á afkomu félagsins fyrir tekjuskatt og án söluhagnaðar hefði heildarafkoma tímabilsins verið neikvæð um 61 milljón króna,“ segir í skýrslunni. Kári bendir á að fjárhagur RÚV hafi batnað mikið á undanförnum árum þótt ekkert megi út af bera. Ráðherra segir brýnt að á þessu verði tekið. „Þessar ábendingar Ríkisendurskoðunar eru gagnlegar er varða fjárhagsstöðuna. Það er brýnt að á þessu verði tekið og beini ég því til stjórnar að bregðast hratt við. RÚV gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og því brýnt að umgjörðin sé traust og trúverðug,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51