Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 06:28 Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í liðinni viku. Vísir/Sigurjón Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar „endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja.“ Hann undrast gagnrýnina sem innri rannsókn Samherja hefur hlotið, en Wikborg Rein heyrir beint undir stjórn fyrirtækisins. Í aðdraganda umfjöllunarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku sendi Samherji frá sér yfirlýsingu þar sem þess var getið að norska lögmannsstofan hafi verið fengin til að kanna framferði fyrirtækisins í Namibíu. Ætlunin væri að varpa ljósi á það hvort einhver fótur væri fyrir þeirri mynd sem dregin var upp í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar; af mútugreiðslum, flókinni fléttu aflandsfélaga o.s.frv. Útspil Samherja sætti samstundis gagnrýni, til að mynda frá lögmanninum Evu Joly sem ver hagsmuni uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar. Hún telur slíka innri rannsókn með öllu óþarfa, Samherjamenn viti mætavel hvernig í pottinn var búið í Namibíu.Rannsakandi fékk skattaskjólspósta Þar að auki hafi fyrri rannsóknir Samherja ekki þótt trúverðugar. Samherjaskjölin bendi til að fyrrverandi ransóknarlögreglumaður sem fyrirtækið sendi til Namibíu, að sögn Samherja til að rannsaka starfshætti uppljóstrarans, hafi sjálfur setið fundi með meintum mútuþegum og fengið afrit af tölvupóstum um greiðslur í skattaskjól. Forstjórinn Björgólfur segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að sér þyki hins vegar furðulegt að stjórn Samherja sé gagnrýnd fyrir að fá lögmannsstofu til að rannsaka meint lögbrot Samherja í Afríku. Sem fyrr segir lýtur gagnrýnin ekki síst að því að Samherji sé bæði verkkaupi og til rannsóknar hjá Wikborg Rein. Björgólfur segir hins vegar að ráðningarsamband lögmannsstofunnar og Samherja sé það sama og þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. Traustið sé ofar öllu. „Það eru aðilar sem gefa sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregst hafi fyrirtækin enga viðskiptavini,“ segir Björgólfur við Viðskiptablaðið. Mál Samherja eru þó til skoðunar hjá öðrum en Wikborg Rein, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Í viðtalinu við Viðskiptablaðið ítrekar Björgólfur það sem hann hefur áður sagt; að Samherji sé tilbúinn til samstarfs með öllum þeim opinberu stofnunum sem fara þess á leit. „Við viljum ekki að draga neitt undan í því. Við munum starfa með öllum þeim yfirvöldum sem þess óska og þau munu fá aðgang að gögnum eins og þau telja sig þurfa.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar „endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja.“ Hann undrast gagnrýnina sem innri rannsókn Samherja hefur hlotið, en Wikborg Rein heyrir beint undir stjórn fyrirtækisins. Í aðdraganda umfjöllunarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku sendi Samherji frá sér yfirlýsingu þar sem þess var getið að norska lögmannsstofan hafi verið fengin til að kanna framferði fyrirtækisins í Namibíu. Ætlunin væri að varpa ljósi á það hvort einhver fótur væri fyrir þeirri mynd sem dregin var upp í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar; af mútugreiðslum, flókinni fléttu aflandsfélaga o.s.frv. Útspil Samherja sætti samstundis gagnrýni, til að mynda frá lögmanninum Evu Joly sem ver hagsmuni uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar. Hún telur slíka innri rannsókn með öllu óþarfa, Samherjamenn viti mætavel hvernig í pottinn var búið í Namibíu.Rannsakandi fékk skattaskjólspósta Þar að auki hafi fyrri rannsóknir Samherja ekki þótt trúverðugar. Samherjaskjölin bendi til að fyrrverandi ransóknarlögreglumaður sem fyrirtækið sendi til Namibíu, að sögn Samherja til að rannsaka starfshætti uppljóstrarans, hafi sjálfur setið fundi með meintum mútuþegum og fengið afrit af tölvupóstum um greiðslur í skattaskjól. Forstjórinn Björgólfur segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að sér þyki hins vegar furðulegt að stjórn Samherja sé gagnrýnd fyrir að fá lögmannsstofu til að rannsaka meint lögbrot Samherja í Afríku. Sem fyrr segir lýtur gagnrýnin ekki síst að því að Samherji sé bæði verkkaupi og til rannsóknar hjá Wikborg Rein. Björgólfur segir hins vegar að ráðningarsamband lögmannsstofunnar og Samherja sé það sama og þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. Traustið sé ofar öllu. „Það eru aðilar sem gefa sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregst hafi fyrirtækin enga viðskiptavini,“ segir Björgólfur við Viðskiptablaðið. Mál Samherja eru þó til skoðunar hjá öðrum en Wikborg Rein, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Í viðtalinu við Viðskiptablaðið ítrekar Björgólfur það sem hann hefur áður sagt; að Samherji sé tilbúinn til samstarfs með öllum þeim opinberu stofnunum sem fara þess á leit. „Við viljum ekki að draga neitt undan í því. Við munum starfa með öllum þeim yfirvöldum sem þess óska og þau munu fá aðgang að gögnum eins og þau telja sig þurfa.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00
Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00
Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33