Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Namibian Broadcasting Corporation Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra að nafni Lurri Festison. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Namibian Broadcasting Corporation greinir frá þessu og má sjá frétt miðilsins hér að neðan. Þar kemur fram að handtökurnar komi í framhaldi af handtöku þriggja annarra skipstjóra.830 þúsund króna tryggingagjaldÍ frétt NBC sjást Arngrímur og rússneski skipstjórinn leiddir fyrir dómara hvor fyrir sig í gær. Í báðum tilfellum ákvað dómarinn að krefjast 100 þúsund namibískra dala í tryggingagjald. Upphæðin svarar til rúmlega 830 þúsund íslenskra króna. Þá þurfa þeir að afhenda vegabréf sín svo þeir geti ekki yfirgefið Namibíu á meðan málið er til rannsóknar. Þeir þurfa sömuleiðis að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti.Verjandi Arngríms er sagður ætla að krefjast þess að fá vegabréf hans afhent svo hann geti komist til Íslands og sinnt veikum fjölskyldumeðlim. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort Arngrímur hafi verið við veiðar fyrir Samherja þegar hann var handtekinn. Hann hefur meðal annars siglt Baldvini Þorsteinssyni EA10 og Kristínu EA í gegnum tíðina.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í síðustu viku.Vísir/SigurjónArngrímur vill ekkert segja Blaðamaður sló á þráðinn til Arngríms sem svaraði símtalinu. Hann vildi þó ekki ræða málið við fréttastofu. Ekki hefur náðst í Björgólf Jóhannsson, starfandi forstjóra Samherja, í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig til hliðar úr stóli forstjóra á dögunum, vildi ekki staðfesta við fréttastofu hvort Arngrímur væri skipstjóri á skipum Samherja nú um stundir. Hann vísaði á Björgólf starfandi forstjóra.Sviptingar í Namibíu Óhætt er að segja að miklar sviptingar hafi verið í Namibíu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar vegna Samherja. James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið hákarl í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu. Hatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014.WikiLeaks birti mikinn fjölda skjala um starfsemi Samherja þar sem hákarlarnir svokölluðu spila stórt hlutverk.Vísir/HafsteinnEr Hatuikulipi sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögnin sem fylgdu umfjöllun Kveiks og Stundarinnar og birt voru af Wikileaks sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið sagði Hatuikulipi upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Hákarlarnir þrír, Hatuikulipi, Bernard Esau, fyrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, hafa því nú allir sagt upp störfum vegna Samherjamálsins. Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra að nafni Lurri Festison. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Namibian Broadcasting Corporation greinir frá þessu og má sjá frétt miðilsins hér að neðan. Þar kemur fram að handtökurnar komi í framhaldi af handtöku þriggja annarra skipstjóra.830 þúsund króna tryggingagjaldÍ frétt NBC sjást Arngrímur og rússneski skipstjórinn leiddir fyrir dómara hvor fyrir sig í gær. Í báðum tilfellum ákvað dómarinn að krefjast 100 þúsund namibískra dala í tryggingagjald. Upphæðin svarar til rúmlega 830 þúsund íslenskra króna. Þá þurfa þeir að afhenda vegabréf sín svo þeir geti ekki yfirgefið Namibíu á meðan málið er til rannsóknar. Þeir þurfa sömuleiðis að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti.Verjandi Arngríms er sagður ætla að krefjast þess að fá vegabréf hans afhent svo hann geti komist til Íslands og sinnt veikum fjölskyldumeðlim. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort Arngrímur hafi verið við veiðar fyrir Samherja þegar hann var handtekinn. Hann hefur meðal annars siglt Baldvini Þorsteinssyni EA10 og Kristínu EA í gegnum tíðina.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í síðustu viku.Vísir/SigurjónArngrímur vill ekkert segja Blaðamaður sló á þráðinn til Arngríms sem svaraði símtalinu. Hann vildi þó ekki ræða málið við fréttastofu. Ekki hefur náðst í Björgólf Jóhannsson, starfandi forstjóra Samherja, í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig til hliðar úr stóli forstjóra á dögunum, vildi ekki staðfesta við fréttastofu hvort Arngrímur væri skipstjóri á skipum Samherja nú um stundir. Hann vísaði á Björgólf starfandi forstjóra.Sviptingar í Namibíu Óhætt er að segja að miklar sviptingar hafi verið í Namibíu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar vegna Samherja. James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið hákarl í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu. Hatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014.WikiLeaks birti mikinn fjölda skjala um starfsemi Samherja þar sem hákarlarnir svokölluðu spila stórt hlutverk.Vísir/HafsteinnEr Hatuikulipi sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögnin sem fylgdu umfjöllun Kveiks og Stundarinnar og birt voru af Wikileaks sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið sagði Hatuikulipi upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Hákarlarnir þrír, Hatuikulipi, Bernard Esau, fyrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, hafa því nú allir sagt upp störfum vegna Samherjamálsins.
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira