Sameiginlegir hagsmunir með borginni gerðu RÚV gjaldfært Ari Brynjólfsson skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Framkvæmdir hófust í nóvember 2016. Fréttablaðið/Anton Brink Sameiginlegir hagsmunir Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar urðu til þess að byggt var íbúðarhúsnæði á lóðum í kringum Útvarpshúsið í Efstaleiti. Með samningnum við Reykjavíkurborg varð RÚV sér úti um 1,5 milljarða króna sem afstýrði því að stofnunin yrði ógjaldfær. Fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar að heildarsöluverðmæti byggingaréttarins hafi numið nærri tveimur milljörðum króna. Kostaði það RÚV 495 milljónir til að gera lóðina söluhæfa. Í skýrslunni segir að það sé athyglisvert að Reykjavíkurborg geri ekki kröfu um þátttöku RÚV í stofnkostnaði innviða, en það er sérstaklega tekið fram í samningnum. Framkvæmdaraðili á lóðinni greiddi borginni alls 523 milljónir króna í gatnagerðargjöld. Lóðin sem um ræðir er 5,9 hektarar, sem er nokkru stærra en Útvarpshúsið að flatarmáli. Upphaf málsins má rekja til erindis sem borgin sendi á ríkisstjórnina árið 2013 um ríkislóðir til að byggja á. Lóðin í kringum Útvarpshúsið var sú fyrsta sem samningar náðust um. Fram kemur í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins að Ríkisútvarpið ohf. hafi verið skráður eigandi lóðarinnar í heild sinni. Reykjavíkurborg átti ekki rétt á að afturkalla lóðina vegna ákvæða í samningi frá 1995, sem var breytt útgáfa samnings frá 1990 sem kvað á um að borgin fengi lóðina aftur árið 2040. Það hafi verið sameiginlegir hagsmunir beggja að vinna nýtt skipulag og fjölga íbúðum á svæðinu. Reykjavíkurborg fékk land til að þétta byggð á, 20 prósent af byggingaréttinum og rétt til byggingar félagslegra íbúa. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Vinnuhópur um stofnun dótturfélags verður skipaður í næstu viku. RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. 21. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Sameiginlegir hagsmunir Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar urðu til þess að byggt var íbúðarhúsnæði á lóðum í kringum Útvarpshúsið í Efstaleiti. Með samningnum við Reykjavíkurborg varð RÚV sér úti um 1,5 milljarða króna sem afstýrði því að stofnunin yrði ógjaldfær. Fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar að heildarsöluverðmæti byggingaréttarins hafi numið nærri tveimur milljörðum króna. Kostaði það RÚV 495 milljónir til að gera lóðina söluhæfa. Í skýrslunni segir að það sé athyglisvert að Reykjavíkurborg geri ekki kröfu um þátttöku RÚV í stofnkostnaði innviða, en það er sérstaklega tekið fram í samningnum. Framkvæmdaraðili á lóðinni greiddi borginni alls 523 milljónir króna í gatnagerðargjöld. Lóðin sem um ræðir er 5,9 hektarar, sem er nokkru stærra en Útvarpshúsið að flatarmáli. Upphaf málsins má rekja til erindis sem borgin sendi á ríkisstjórnina árið 2013 um ríkislóðir til að byggja á. Lóðin í kringum Útvarpshúsið var sú fyrsta sem samningar náðust um. Fram kemur í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins að Ríkisútvarpið ohf. hafi verið skráður eigandi lóðarinnar í heild sinni. Reykjavíkurborg átti ekki rétt á að afturkalla lóðina vegna ákvæða í samningi frá 1995, sem var breytt útgáfa samnings frá 1990 sem kvað á um að borgin fengi lóðina aftur árið 2040. Það hafi verið sameiginlegir hagsmunir beggja að vinna nýtt skipulag og fjölga íbúðum á svæðinu. Reykjavíkurborg fékk land til að þétta byggð á, 20 prósent af byggingaréttinum og rétt til byggingar félagslegra íbúa.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Vinnuhópur um stofnun dótturfélags verður skipaður í næstu viku. RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. 21. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51
Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Vinnuhópur um stofnun dótturfélags verður skipaður í næstu viku. RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. 21. nóvember 2019 08:00