Sameiginlegir hagsmunir með borginni gerðu RÚV gjaldfært Ari Brynjólfsson skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Framkvæmdir hófust í nóvember 2016. Fréttablaðið/Anton Brink Sameiginlegir hagsmunir Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar urðu til þess að byggt var íbúðarhúsnæði á lóðum í kringum Útvarpshúsið í Efstaleiti. Með samningnum við Reykjavíkurborg varð RÚV sér úti um 1,5 milljarða króna sem afstýrði því að stofnunin yrði ógjaldfær. Fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar að heildarsöluverðmæti byggingaréttarins hafi numið nærri tveimur milljörðum króna. Kostaði það RÚV 495 milljónir til að gera lóðina söluhæfa. Í skýrslunni segir að það sé athyglisvert að Reykjavíkurborg geri ekki kröfu um þátttöku RÚV í stofnkostnaði innviða, en það er sérstaklega tekið fram í samningnum. Framkvæmdaraðili á lóðinni greiddi borginni alls 523 milljónir króna í gatnagerðargjöld. Lóðin sem um ræðir er 5,9 hektarar, sem er nokkru stærra en Útvarpshúsið að flatarmáli. Upphaf málsins má rekja til erindis sem borgin sendi á ríkisstjórnina árið 2013 um ríkislóðir til að byggja á. Lóðin í kringum Útvarpshúsið var sú fyrsta sem samningar náðust um. Fram kemur í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins að Ríkisútvarpið ohf. hafi verið skráður eigandi lóðarinnar í heild sinni. Reykjavíkurborg átti ekki rétt á að afturkalla lóðina vegna ákvæða í samningi frá 1995, sem var breytt útgáfa samnings frá 1990 sem kvað á um að borgin fengi lóðina aftur árið 2040. Það hafi verið sameiginlegir hagsmunir beggja að vinna nýtt skipulag og fjölga íbúðum á svæðinu. Reykjavíkurborg fékk land til að þétta byggð á, 20 prósent af byggingaréttinum og rétt til byggingar félagslegra íbúa. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Vinnuhópur um stofnun dótturfélags verður skipaður í næstu viku. RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. 21. nóvember 2019 08:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Sameiginlegir hagsmunir Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar urðu til þess að byggt var íbúðarhúsnæði á lóðum í kringum Útvarpshúsið í Efstaleiti. Með samningnum við Reykjavíkurborg varð RÚV sér úti um 1,5 milljarða króna sem afstýrði því að stofnunin yrði ógjaldfær. Fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar að heildarsöluverðmæti byggingaréttarins hafi numið nærri tveimur milljörðum króna. Kostaði það RÚV 495 milljónir til að gera lóðina söluhæfa. Í skýrslunni segir að það sé athyglisvert að Reykjavíkurborg geri ekki kröfu um þátttöku RÚV í stofnkostnaði innviða, en það er sérstaklega tekið fram í samningnum. Framkvæmdaraðili á lóðinni greiddi borginni alls 523 milljónir króna í gatnagerðargjöld. Lóðin sem um ræðir er 5,9 hektarar, sem er nokkru stærra en Útvarpshúsið að flatarmáli. Upphaf málsins má rekja til erindis sem borgin sendi á ríkisstjórnina árið 2013 um ríkislóðir til að byggja á. Lóðin í kringum Útvarpshúsið var sú fyrsta sem samningar náðust um. Fram kemur í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins að Ríkisútvarpið ohf. hafi verið skráður eigandi lóðarinnar í heild sinni. Reykjavíkurborg átti ekki rétt á að afturkalla lóðina vegna ákvæða í samningi frá 1995, sem var breytt útgáfa samnings frá 1990 sem kvað á um að borgin fengi lóðina aftur árið 2040. Það hafi verið sameiginlegir hagsmunir beggja að vinna nýtt skipulag og fjölga íbúðum á svæðinu. Reykjavíkurborg fékk land til að þétta byggð á, 20 prósent af byggingaréttinum og rétt til byggingar félagslegra íbúa.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Vinnuhópur um stofnun dótturfélags verður skipaður í næstu viku. RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. 21. nóvember 2019 08:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51
Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Vinnuhópur um stofnun dótturfélags verður skipaður í næstu viku. RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. 21. nóvember 2019 08:00