Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 21:24 Köngulóin er með afar einkennandi rauðan díl á maganum. Mynd/Aðsend Eintak af svörtu ekkjunni, eitraðri könguló, gæti hafa fundist í vínberjapoka frá Kaliforníu sem keyptur var í verslun í Garðabæ. Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. Ekki hefur þó fengist staðfest að um sé að ræða umrædda tegund. „Við keyptum vínber fyrir tveimur dögum í Krónunni, græn vínber, og vorum búin að borða nokkur vínber úr pokanum í fyrradag og ætluðum svo að fá okkur fleiri í gærkvöldi,“ segir Jón Helgi Steingrímsson, einn kaupenda vínberjapokans, í samtali við Vísi. Kærustuparið Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson. Það var Anya sem kom fyrst auga á köngulóna.Mynd/Aðsend „Eftir að við skoluðum vínberin og settum í skál sá kærastan mín þessa könguló í vínberjunum og við fríkuðum aðeins út, við bjuggumst ekki við þessu. Síðan sá ég einmitt þetta rauða stundaglas á köngulónni, sem er einkennandi fyrir svörtu ekkjuna. Þá varð ég hræddur og setti lok yfir hana. Síðan settum við hana í glerglas og erum búin að vera að geyma hana þar síðan.“ Ekki hefur fengist staðfest að um sé að ræða eintak af svörtu ekkjunni, sem er eitruð. Á myndum sem teknar voru af köngulónni sést þó rauði depillinn, sem er í laginu eins og stundaglas og er eitt af einkennismerkjum tegundarinnar, nokkuð vel. Þá lýsir Jón því að köngulóin sé ekki ýkja stór - á stærð við rúman tíkall. Það kemur vissulega heim og saman við lýsingu á tegundinni sem finna má á Vísindavefnum. „Kvendýr L.macas (hinnar eiginlegu svörtu ekkju) er skínandi svart, um 2,5 cm á lengd og oft með rauðan blett undir afturbolnum. Bletturinn er oft í laginu eins og stundaglas eða þá tveir rauðir dílar.“ Köngulónni var komið fyrir í krukku í snarhasti.Mynd/Aðsend Jón kveðst hafa sent ábendingu um köngulóna á Matvælastofnun en hefur ekki fengið svör við erindi sínu. „Við geymum hana þangað til við vitum hvað við eigum að gera.“ Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í áðurnefndri umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Hún notar öflugt eitur til að lama bráð sína, gerir leifturárás á bráðina og bítur snöggt í hana. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. „Þess má geta að eitur svörtu ekkjunnar er 15 sinnum öflugara en eitur skröltorms en sem betur fer er magnið margfalt minna,“ segir í umfjöllun á Vísindavefnum. Þá halda tegundir svörtu ekkjunnar til víða um heim: í Afríku, Suður- og Norður- Ameríku, sunnanverðri Evrópu, Norður-Afríku, miðausturlöndum og á miðbaugsvæðunum. Hér má sjá mynd af svartri ekkju sem fengin er af Getty. Rauða stundaglasið sést vel á maganum.Vísir/getty Ekki fer mörgum sögum af heimsóknum svörtu ekkjunnar hingað til lands. Árið 2017 greindi Morgunblaðið þó frá óvæntum laumufarþega upp úr fötu með portúgölskum bláberjum á heimili í Garðabæ. Þar var á ferðinni svokölluð kranskónguló, skyld hinni eitruðu svörtu ekkju. Vísir hafði samband við Erling Ólafsson skordýrafræðing vegna málsins en hann var ekki til viðtals. Þá hefur Vísir einnig sent fyrirspurn um köngulóna á skordýrafræðing hjá Náttúrufræðistofnun. Hér að neðan má sjá stutt myndband af hinni meintu svörtu ekkju sem fannst í vínberjapokanum. Og hér að neðan er svo annað enn styttra, af sömu könguló. Dýr Garðabær Skordýr Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Eintak af svörtu ekkjunni, eitraðri könguló, gæti hafa fundist í vínberjapoka frá Kaliforníu sem keyptur var í verslun í Garðabæ. Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. Ekki hefur þó fengist staðfest að um sé að ræða umrædda tegund. „Við keyptum vínber fyrir tveimur dögum í Krónunni, græn vínber, og vorum búin að borða nokkur vínber úr pokanum í fyrradag og ætluðum svo að fá okkur fleiri í gærkvöldi,“ segir Jón Helgi Steingrímsson, einn kaupenda vínberjapokans, í samtali við Vísi. Kærustuparið Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson. Það var Anya sem kom fyrst auga á köngulóna.Mynd/Aðsend „Eftir að við skoluðum vínberin og settum í skál sá kærastan mín þessa könguló í vínberjunum og við fríkuðum aðeins út, við bjuggumst ekki við þessu. Síðan sá ég einmitt þetta rauða stundaglas á köngulónni, sem er einkennandi fyrir svörtu ekkjuna. Þá varð ég hræddur og setti lok yfir hana. Síðan settum við hana í glerglas og erum búin að vera að geyma hana þar síðan.“ Ekki hefur fengist staðfest að um sé að ræða eintak af svörtu ekkjunni, sem er eitruð. Á myndum sem teknar voru af köngulónni sést þó rauði depillinn, sem er í laginu eins og stundaglas og er eitt af einkennismerkjum tegundarinnar, nokkuð vel. Þá lýsir Jón því að köngulóin sé ekki ýkja stór - á stærð við rúman tíkall. Það kemur vissulega heim og saman við lýsingu á tegundinni sem finna má á Vísindavefnum. „Kvendýr L.macas (hinnar eiginlegu svörtu ekkju) er skínandi svart, um 2,5 cm á lengd og oft með rauðan blett undir afturbolnum. Bletturinn er oft í laginu eins og stundaglas eða þá tveir rauðir dílar.“ Köngulónni var komið fyrir í krukku í snarhasti.Mynd/Aðsend Jón kveðst hafa sent ábendingu um köngulóna á Matvælastofnun en hefur ekki fengið svör við erindi sínu. „Við geymum hana þangað til við vitum hvað við eigum að gera.“ Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í áðurnefndri umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Hún notar öflugt eitur til að lama bráð sína, gerir leifturárás á bráðina og bítur snöggt í hana. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. „Þess má geta að eitur svörtu ekkjunnar er 15 sinnum öflugara en eitur skröltorms en sem betur fer er magnið margfalt minna,“ segir í umfjöllun á Vísindavefnum. Þá halda tegundir svörtu ekkjunnar til víða um heim: í Afríku, Suður- og Norður- Ameríku, sunnanverðri Evrópu, Norður-Afríku, miðausturlöndum og á miðbaugsvæðunum. Hér má sjá mynd af svartri ekkju sem fengin er af Getty. Rauða stundaglasið sést vel á maganum.Vísir/getty Ekki fer mörgum sögum af heimsóknum svörtu ekkjunnar hingað til lands. Árið 2017 greindi Morgunblaðið þó frá óvæntum laumufarþega upp úr fötu með portúgölskum bláberjum á heimili í Garðabæ. Þar var á ferðinni svokölluð kranskónguló, skyld hinni eitruðu svörtu ekkju. Vísir hafði samband við Erling Ólafsson skordýrafræðing vegna málsins en hann var ekki til viðtals. Þá hefur Vísir einnig sent fyrirspurn um köngulóna á skordýrafræðing hjá Náttúrufræðistofnun. Hér að neðan má sjá stutt myndband af hinni meintu svörtu ekkju sem fannst í vínberjapokanum. Og hér að neðan er svo annað enn styttra, af sömu könguló.
Dýr Garðabær Skordýr Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira