Norðausturland verði sterkara sameinað í samtalinu við ríkið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. nóvember 2019 05:00 Reinhard segir samlegðaráhrifin mikil. Mynd/Kristján Kristjánsson Atvinnuþróunarfélög í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði og Eyþing verða sameinuð um áramótin. Nýtt félag mun hafa höfuðstöðvar á Húsavík en starfsstöðvar á Akureyri, Tröllaskaga og í Norður-Þingeyjarsýslu. Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, segir að samlegðaráhrif séu meginástæðan fyrir því að farið var í sameininguna, en hún hefur staðið til í nokkur ár, að nýta betur mannafla og fjármagn. Aðspurður um hvort hagsmunir atvinnulífsins í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum fari alltaf saman segir hann svo ekki endilega vera í öllum málum, ekki heldur innan Eyjafjarðar eða Þingeyjarsýslu. „Stóru línurnar eru sameiginlegar. Svo sem að byggja innviði í samgöngum og raforkumálum og fleiru,“ segir Reinhard. „Efling á einum stað í byggðarlaginu hefur áhrif út fyrir sig og styrkir svæðið sem heild.“ Sem dæmi nefnir hann uppbyggingu stóriðju og ferðaþjónustu á Húsavík á undanförnum árum og uppbyggingu Háskólans á Akureyri á sínum tíma. Þá segir Reinhard sameininguna einnig styrkja félagið út á við. „Þetta gerir landshlutann sterkari í samtali við ríkisvaldið. Röddin verður einbeittari í einu sterku félagi en þremur smærri,“ segir hann. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Atvinnuþróunarfélög í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði og Eyþing verða sameinuð um áramótin. Nýtt félag mun hafa höfuðstöðvar á Húsavík en starfsstöðvar á Akureyri, Tröllaskaga og í Norður-Þingeyjarsýslu. Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, segir að samlegðaráhrif séu meginástæðan fyrir því að farið var í sameininguna, en hún hefur staðið til í nokkur ár, að nýta betur mannafla og fjármagn. Aðspurður um hvort hagsmunir atvinnulífsins í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum fari alltaf saman segir hann svo ekki endilega vera í öllum málum, ekki heldur innan Eyjafjarðar eða Þingeyjarsýslu. „Stóru línurnar eru sameiginlegar. Svo sem að byggja innviði í samgöngum og raforkumálum og fleiru,“ segir Reinhard. „Efling á einum stað í byggðarlaginu hefur áhrif út fyrir sig og styrkir svæðið sem heild.“ Sem dæmi nefnir hann uppbyggingu stóriðju og ferðaþjónustu á Húsavík á undanförnum árum og uppbyggingu Háskólans á Akureyri á sínum tíma. Þá segir Reinhard sameininguna einnig styrkja félagið út á við. „Þetta gerir landshlutann sterkari í samtali við ríkisvaldið. Röddin verður einbeittari í einu sterku félagi en þremur smærri,“ segir hann.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira