Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 14:19 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/vilhelm „Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu Vísis. Blaðamannafélag Íslands undirritaði í gær kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en félagsmenn BÍ hafa verið samningslausir frá því um áramót. Kjaraviðræður hafa staðið í tæpa sjö mánuði en tilboð SA hafði staðið óbreytt í um tvo mánuði eða frá því áður en verkfallsaðgerðir blaðamanna hófust. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í fréttum í gær að hann gæti ekki mælt með samningnum en hann verður lagður fyrir félagsmenn BÍ á þriðjudag og munu félagsmenn greiða atkvæði um hann. Halldór segist ekki gera ráð fyrir því að orð Hjálmars séu fyrirboði um það hvernig atkvæði muni falla meðal félagsmanna BÍ um samninginn, skoðanir séu skiptar. „Verkalýðsfélög hringinn í kring um landinn, í hinum ýmsu greinum, hafa tekið afstöðu með sama lífskjarasamningnum og hann hefur ítrekað verið samþykktur, af yfir 97% af almenna vinnumarkaðnum sem eru rúmlega 120 þúsund manns,“ segir Halldór. Þá segist hann ekki hafa áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki mælt með samningnum. „Það má finna fordæmi þess að forystumenn hafi lagt fram samning til atkvæðagreiðslu en gætt hlutleysis í yfirlýsingum sínum fyrir atkvæðagreiðslu. Ég hefði auðvitað kosið það ef hann hefði mælt með samningnum.“ „Hann kýs að vera hlutlaus og það er ákvörðun sem hann hefur fullan rétt til að taka,“ bætir Halldór við. Þá segist hann ekki kannast við það að samninganefnd SA hafi verið ósamvinnuþýð, en samninganefndin hefur verið gagnrýnd fyrir skilningsleysi og að hafa verið ósamvinnuþýð. „Samtök Atvinnulífsins og samninganefnd okkar kemur fram við alla viðsemjendur af yfirvegun og ábyrgð. Það skiptir ekki máli hvaða viðsemjandi á í hlut. Ég kannast ekki við þessar viðlíkingar og undirritun BÍ sýnir að það skorti ekki samningsvilja,“ segir Halldór Benjamín.Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
„Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu Vísis. Blaðamannafélag Íslands undirritaði í gær kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en félagsmenn BÍ hafa verið samningslausir frá því um áramót. Kjaraviðræður hafa staðið í tæpa sjö mánuði en tilboð SA hafði staðið óbreytt í um tvo mánuði eða frá því áður en verkfallsaðgerðir blaðamanna hófust. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í fréttum í gær að hann gæti ekki mælt með samningnum en hann verður lagður fyrir félagsmenn BÍ á þriðjudag og munu félagsmenn greiða atkvæði um hann. Halldór segist ekki gera ráð fyrir því að orð Hjálmars séu fyrirboði um það hvernig atkvæði muni falla meðal félagsmanna BÍ um samninginn, skoðanir séu skiptar. „Verkalýðsfélög hringinn í kring um landinn, í hinum ýmsu greinum, hafa tekið afstöðu með sama lífskjarasamningnum og hann hefur ítrekað verið samþykktur, af yfir 97% af almenna vinnumarkaðnum sem eru rúmlega 120 þúsund manns,“ segir Halldór. Þá segist hann ekki hafa áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki mælt með samningnum. „Það má finna fordæmi þess að forystumenn hafi lagt fram samning til atkvæðagreiðslu en gætt hlutleysis í yfirlýsingum sínum fyrir atkvæðagreiðslu. Ég hefði auðvitað kosið það ef hann hefði mælt með samningnum.“ „Hann kýs að vera hlutlaus og það er ákvörðun sem hann hefur fullan rétt til að taka,“ bætir Halldór við. Þá segist hann ekki kannast við það að samninganefnd SA hafi verið ósamvinnuþýð, en samninganefndin hefur verið gagnrýnd fyrir skilningsleysi og að hafa verið ósamvinnuþýð. „Samtök Atvinnulífsins og samninganefnd okkar kemur fram við alla viðsemjendur af yfirvegun og ábyrgð. Það skiptir ekki máli hvaða viðsemjandi á í hlut. Ég kannast ekki við þessar viðlíkingar og undirritun BÍ sýnir að það skorti ekki samningsvilja,“ segir Halldór Benjamín.Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37
Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46
Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56