Hildur Björg: Ekki búin að æfa alla vikuna Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 23. nóvember 2019 18:48 Hildur Björg í leik með KR fyrr á leiktíðinni. vísir/bára KR tapaði fyrir Keflavík í Keflavík í dag í þræljöfnum leik þar sem úrslitin voru ekki ljós fyrr en á seinustu mínútunni. Gestirnir frá Reykjavík áttu dapran seinni hálfleik þar sem að lítið gekk upp og því fór svo að þær töpuðu að lokum með átta stigum, 68-60. „Þetta var ekki okkar besti leikur í dag,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, miðherji KR, um frammistöðu síns liðs. Hún gaf þó Keflavík það að þær hafi verið baráttuglaðari og átt skilið að vinna þennan leik. „Ekki alveg nógu sátt með okkar frammistöðu.“ Hildur Björg var ekki upp á sitt besta í leiknum í dag og virtist ekki geta fundið körfuna sérstaklega í seinni hálfleik þrátt fyrir góðar hreyfingar í teignum. „Ég ætla ekki að afsaka neitt, þetta eru hreyfingar sem að ég á að klára. Ekki búin að æfa alla vikuna, hef verið að jafna mig eftir langa síðustu viku og erfitt ferðalag,“ segir hún og vísar þar í landsliðsverkefnið hennar sem var að enda. Hún spilaði með landsliðinu úti í Grikklandi og er augljóslega ekki enn alveg búin að jafna sig. Aðrar landsliðskonur hafa líka átt slaka leiki til að byrja með og sem dæmi gat Lovísa Björt, annar miðherji í landsliðinu, aðeins skorað tvö stig í leiknum sínum í gær. „Er búin að heyra í nokkrum landsliðsstelpum, þetta hefur verið mjög erfitt. Við erum smátt og smátt að koma aftur til baka.“ KR hefur núna tapað tveimur leikjum af átta en eru enn í öðru sætinu í Dominosdeild kvenna. „Stundum á maður slæma leiki. Þurfum ekkert að vera æsa okkur of mikið yfir einum leiki og setja allt í panikk hérna,“ segir Hildur Björg og minnist á að stutt er í næsta leik. „Þurfum að mæta tilbúnar á miðvikudag móti Breiðablik, pússa okkur betur saman.“ Liðið úr Vesturbæ Reykjavíkur fær þá Breiðablik í heimsókn til sín næsta miðvikudagskvöld (27. nóvember) kl.19:15. Hildur Björg mun vonandi sýna sitt rétta andlit þar. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
KR tapaði fyrir Keflavík í Keflavík í dag í þræljöfnum leik þar sem úrslitin voru ekki ljós fyrr en á seinustu mínútunni. Gestirnir frá Reykjavík áttu dapran seinni hálfleik þar sem að lítið gekk upp og því fór svo að þær töpuðu að lokum með átta stigum, 68-60. „Þetta var ekki okkar besti leikur í dag,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, miðherji KR, um frammistöðu síns liðs. Hún gaf þó Keflavík það að þær hafi verið baráttuglaðari og átt skilið að vinna þennan leik. „Ekki alveg nógu sátt með okkar frammistöðu.“ Hildur Björg var ekki upp á sitt besta í leiknum í dag og virtist ekki geta fundið körfuna sérstaklega í seinni hálfleik þrátt fyrir góðar hreyfingar í teignum. „Ég ætla ekki að afsaka neitt, þetta eru hreyfingar sem að ég á að klára. Ekki búin að æfa alla vikuna, hef verið að jafna mig eftir langa síðustu viku og erfitt ferðalag,“ segir hún og vísar þar í landsliðsverkefnið hennar sem var að enda. Hún spilaði með landsliðinu úti í Grikklandi og er augljóslega ekki enn alveg búin að jafna sig. Aðrar landsliðskonur hafa líka átt slaka leiki til að byrja með og sem dæmi gat Lovísa Björt, annar miðherji í landsliðinu, aðeins skorað tvö stig í leiknum sínum í gær. „Er búin að heyra í nokkrum landsliðsstelpum, þetta hefur verið mjög erfitt. Við erum smátt og smátt að koma aftur til baka.“ KR hefur núna tapað tveimur leikjum af átta en eru enn í öðru sætinu í Dominosdeild kvenna. „Stundum á maður slæma leiki. Þurfum ekkert að vera æsa okkur of mikið yfir einum leiki og setja allt í panikk hérna,“ segir Hildur Björg og minnist á að stutt er í næsta leik. „Þurfum að mæta tilbúnar á miðvikudag móti Breiðablik, pússa okkur betur saman.“ Liðið úr Vesturbæ Reykjavíkur fær þá Breiðablik í heimsókn til sín næsta miðvikudagskvöld (27. nóvember) kl.19:15. Hildur Björg mun vonandi sýna sitt rétta andlit þar.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30